Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 32
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Ég vildi að fólk gæti upplifað þenn-
an stórfenglega heim norrænnar
goðafræði án þess að það þyrfti að
fara í gegnum milljón skruddur, og
túlkað hann út frá eigin sjónar-
horni,“ segir Reynir A. Óskarsson,
en hann er hönnuður fræðsluspilsins
Ragnarök – Örlög goðanna, sem kom
út nýverið á ensku, dönsku og ís-
lensku. Þá kemur það út á norsku og
þýsku snemma á næsta ári.
Reynir er mikill áhugamaður um
víkingatímabilið, fornsögurnar og
norræna goðafræði og hefur hann
um árabil kannað, ásamt hópi ann-
arra áhugamanna, ýmsa þætti sem
snúa að Íslendingasögunum og sann-
leiksgildi þeirra mögnuðu lýsinga
sem þar er að finna. Reynir nefnir
sem dæmi um rannsóknarefni hvort
hægt sé að gera bogastreng úr
mannshári, líkt og Gunnar á Hlíð-
arenda hugðist gera í Njálu.
Hann segir að tilurð spilsins hafi
sprottið upp af þeim rannsóknum,
þar sem hann hafi viljað kynna sér
betur þann hugmyndaheim sem
fornkapparnir forðum lifðu í. Á sama
tíma hafi hann tekið eftir að mikið af
umfjöllun nútímans hafi bjagað
ímynd af norrænu goðafræðinni, og
má þá til dæmis nefna nýlegar kvik-
myndir sem fjalla um Þór og aðra
kappa í Ásgarði. „Ég vildi búa til
eitthvað sem væri það einfalt að þú
myndir læra af því, jafnvel þó að þú
værir ekki viljandi að reyna að
læra.“
Breyttu orðabókinni
Reynir segir að hönnun spilsins
hafi tekið sig um ár og að hann hafi
reitt sig mjög á aðstoð sérfræðinga í
goðafræðinni en ljóst er að mikil
rannsóknarvinna liggur að baki.
„Þetta er unnið úr frumheimildunum
að öllu leyti,“ segir Reynir og bætir
við að ekkert sé í spilunum sem ekki
sé hægt að rekja beint til þeirra
skriflegu heimilda sem við höfum um
þennan hugarheim norrænna manna
til forna.
Rannsóknarvinna Reynis við spilið
hefur nú þegar haft
óvænt áhrif
utan land-
steinanna,
þar sem þýð-
andi spilsins
í Noregi
setti sig í
samband
við Reyni
og spurði
hann
hvers
vegna
ekki væri
getið um
ákveðin
fjöl-
skyldu-
tengsl á
einu spilanna, sem væru alkunna.
„Og ég sagði við hana, að þau tengsl
væru ekki nefnd
neins staðar í frum-
heimildunum, en að
hún mætti endilega
láta mig vita ef hún
gæti fundið þau þar.“
Eftir nánari athugun
hringdi þýðandinn í umsjónarmenn
norskrar alfræðiorðabókar sem hélt
hinu gagnstæða fram. Þeir könnuðu
málið og ákváðu að lokum að breyta
færslunni í orðabókinni.
Sex mismunandi spil
Með spilastokknum fylgir lítill
bæklingur, þar sem tæpt er aðeins á
norrænni goðafræði, auk þess sem
nefndar eru sex mismunandi aðferð-
ir til þess að nota spilin, eftir því
hversu kunnugir menn eru goða-
fræðinni. Einfaldasta leiðin til að
spila þau felst í því að goðin og aðrar
kynjaverur norrænnar goðafræði
eru borin saman út frá fjórum mis-
munandi þáttum á kvarðanum 1-10.
Reynir segir að mikil vinna hafi farið
í að finna út hvaða þættir ættu að
vera saman, auk þess hvernig ætti að
gefa þeim einkunn. Hann nefnir sem
dæmi að sjálfur þrumuguðinn Þór
hafi ekki verið ósigrandi, því meira
að segja hann hafi farið halloka í
glímu sinni við Elli kerlingu.
Á spilunum eru einnig efn-
isflokkar, til dæmis hvort viðkom-
andi vera er ás, jötunn eða eitthvað
annað, hvar hún býr og hver fjöl-
skylda hennar er. Þá efnisflokka má
nýta til þess að spila spilið á annan
hátt fyrir þá sem þekkja betur til í
goðafræðinni.
Þá er einnig á spilunum ítarleg
lýsing á hverri veru, sem byggist á
frumheimildunum. „Það gerist því
jafnvel ósjálfrátt að fólk sem notar
spilin fer að lesa á þau, jafnvel án
þess að það hafi ætlað sér það,“ segir
Reynir, og bætir við að með því sé
takmarki spilsins eiginlega náð. „Ég
vil að sem flestir fái að drekka úr
þessum viskubrunni sem norræna
goðafræðin er,“ segir Reynir.
Þess má geta fyrir áhugasama að
sérstakar kynningar verða haldnar á
spilunum á næstunni, annars vegar í
Spilavinum í dag milli kl. 16 og 18 og
svo í safnbúð Þjóðminjasafnsins á
laugardaginn milli kl. 12 og 14.
Drukkið af Mímisbrunni sagnanna
Nýtt fræðsluspil, Ragnarök – Örlög goðanna, sem byggist á norrænni goðafræði, komið út
Spilið verður gefið út á norsku og þýsku á næsta ári Takmarkið að fræða og skemmta um leið
Morgunblaðið/Hari
Ragnarök Reynir A. Óskarsson hannaði fræðsluspil um
norræna goðafræði, það má spila á ýmsa vegu.
Spilin
Mikið af
upplýsingum er
á spilunum um
norrænu goðin.
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
Sjónaukar fyrir leikhús
Verð frá 16.900
Red Bull Paddock
með vandaðri Fire Race linsu
Verð 7.950
Bollé íþróttagleraugu
Verð 24.890
Einnig til með golflinsu
Flottar gjafir
í jólapakkann
Ray Ban round metal
Verð 19.950
Julbo fjallagleraugu
Verð 19.850
Landrover Conwy sólgleraugu
með Polarized linsu
Verð 18.900
Red Bull Lesmo
með vandaðri Fire Race linsu
Verð 9.950
Eyesland | Grandagarði 13 | Glæsibæ, 5. hæð | Sími 510 0110 | www.eyesland.is