Morgunblaðið - 13.12.2018, Page 44

Morgunblaðið - 13.12.2018, Page 44
það eigi að refsa bönkunum með sköttum og setja á þá sérstakar reglulegðir og sérstaka skatta til að koma í veg fyrir annað hrun. Á sama tíma er ætlast til þess að þeir lækki vexti og veiti hagkvæma og góða þjónustu. Þeir sem benda á öfugmælin við þróun eru sakaðir um að vera málsvarar fjármálaafla og þeim gerðar upp annarlegar hvatir. Líklega þarf sú sem hér skrifað að sæta því eftir birt- ingu þessa pistils. Þetta er ekkert annað en ódýr popúlismi og það sjá allir skynsamir ein- staklingar. Við þurfum að horfa til framtíðar og tryggja að bankar og fjármálastofnanir – rétt eins og öll önnur þjónustufyrirtæki – geti starfað í eðlilegu umhverfi og boðið við- skiptavinum sínum góða þjónustu. Á kom- andi árum munu neytendur hafa enn meira val um það hvort og þá hvernig þeir nýta sér þjónustu hefðbundinna banka. Það er ekki hlutverk okkar sem störfum í stjórnmálum að ákveða hvort og þá hversu mikið ríkið ætlar að starfa í ákveðnum þjónustugreinum, heldur að skapa heilbrigt umhverfi þar sem nýsköpun, tækni, þjónusta og hagkvæmni fær að njóta sín. Það er heldur ekki hlutverk stjórnmálamanna að refsa einstaka fyrirtækum fyrir gamlar syndir, heldur að horfa til fram- tíðar og búa þannig í haginn að allir geti starfað eftir skýr- um leikreglum og á jöfnum grundvelli. H vergi í hinum vestræna heimi er jafn stór hluti fjármálakerfisins í eigu hins opinbera og á Íslandi. Ríkið á tvo viðskiptabanka, rekur Íbúðarlánasjóð sem hefur kostað ríkið stórfé, að ógleymdri Byggðastofnun. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði eiga sér að hluta eðlilegar skýringar. Í eftirleik falls bank- anna eignaðist ríkið viðskiptabankana, bæði við endurreisn þeirra og sem hluta af stöðugleika- framlagi kröfuhafa. Hvað sem því líður þarf að taka ákvörðun um hvaða hlutverk ríkið ætlar að leika á fjármálamarkaði. Um það er meðal ann- ars fjallað í hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið sem kynnt var í þessari viku. Ríkissjóður er nú með um 300 milljarða króna bundna í bankakerfinu. Áhættan er mikil og er á ábyrgð okkar allra. Þróunin í fjármálatækni er hröð og við vitum í raun ekki í hvernig bankar framtíðarinnar munu líta út, hvernig þeir starfa og veita nauðsynlega þjónustu. Bylting í greiðslumiðlun er þegar hafin og vonandi nýtur almenningur þess í formi lægri kostnaðar, vaxta og betri þjónustu. Tækniþróunin er áskorun sem bankarnir eiga takast á við en ekki skatt- greiðendur. Þá er mikill fórnarkostnaður fólginn í því að binda fjármuni í bönkunum, sem gætu nýst betur, t.d. til að lækka skuldir ríkissjóðs, lækka skatta, styrkja innviða- uppbyggingu eða á annan ábyrgan hátt. Á meðal margra stjórnmálamanna ríkir skrýtið, jafnvel fordómafullt, viðhorf í garð fjármálafyrirtækja. Tíu árum eftir fall þriggja banka eru margir enn á þeirri skoðun að Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Barið á bönkunum Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is 44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Alþingi ræðirnú frum-varp til laga um fóstureyðingar, sem heitir raunar frumvarp til laga um þungunarrof sem er hluti af þeirri nýyrðasmíð sem gjarnan tíðkast, ekki síst í erfiðum málaflokkum. Mikilvægt er þó í þessu sem öðru að ekki gleymist um hvað mál snúast og orðið fóstureyðing lýsið því ágætlega og er ekki gild- ishlaðnara en orðið þung- unarrof, en sú ástæða er stund- um höfð fyrir breyttu orðfæri. En orðið sjálft er vitaskuld ekki aðalatriðið þó að það segi sitt að ástæða sé talin til að breyta því, heldur það sem frumvarpið fjallar um. Þeir sem mæla með frumvarpinu segja það mjög til bóta að mörgu leyti enda sé núgildandi löggjöf komin til ára sinna, nokkuð á fimmtugsaldurinn og því komin langt fram yfir síð- asta söludag. Nú er það ekki endilega svo að lögum verði að breyta þó að þau eldist, en vel má vera að í lögum um fóstur- eyðingar sé margt sem má bet- ur fara og að á því sé tekið í fyrirliggjandi frumvarpi. Þess vegna getur verið að full ástæða sé til að bera fram slíkt frumvarp, en það breytir því ekki að í frumvarpinu er eitt atriði sem er svo stórt að það skyggir á allt annað. Þetta stóra atriði er sú ætl- un að rýmka verulega tíma- frest þann sem veittur er til fóstureyðinga, úr 16 vikum eins og nú er í 22 vikur. Við 22 vikur er varla hægt að tala um fóstur lengur, því að dæmi eru um að við þau tímamörk hafi börn fæðst og orðið að fullvöxnum heil- brigðum einstaklingum. Og eftir því sem vikunum fjölgar, um eina, tvær eða þrjár, aukast margfalt líkurnar á að hægt sé að bjarga lífi barnsins sem fæðist fyrir tímann og lík- urnar á alvarlegum afleið- ingum fyrirburafæðingar minnka verulega. Óhjákvæmilegt er að horfa á tímamörkin í frumvarpinu í þessu ljósi. Ennfremur er óhjákvæmilegt að ræða frum- varpið ekki aðeins út frá hags- munum móðurinnar, þó að þeir skipti vissulega miklu, heldur einnig út frá hagsmunum hins ófædda barns. Þau tímamörk sem finna má í núgildandi lögum hafa reynst ágætlega til að sætta sjón- armiðin um rétt konunnar og rétt hins ófædda barns. Og samkvæmt núgildandi lögum er hægt að grípa inn í síðar á meðgöngunni ef sérstakar læknisfræðilegar ástæður gefa tilefni til. Ekkert réttlætir þess vegna að knýja í gegn svo afdrifaríkar breytingar sem mörgum þykir réttilega að kunni að hafa í för með sér hörmulegar afleiðingar. Þeir sem vilja sníða agnúa af núgildandi lögum eiga að ein- beita sér að því, en láta tíma- mörkin standa óbreytt. Alþingi verður að hafna almennri heimild til fóstur- eyðinga eftir 22 vikur } Allt of langt gengið Vísindamenn ávegum banda- rísku geimvís- indastofnunarinnar NASA greindu frá því í vikunni að geimfarið Voya- ger 2 hefði nú yfirgefið sólkerf- ið, eftir 41 árs langt ferðalag. Voyager 2 er reyndar ekki fyrsta manngerða farið sem nær þessum áfanga, því syst- urfarið Voyager 1 gerði slíkt hið sama árið 2012. Það sem skiptir meira máli er að bæði geimför voru sögð við „hestaheilsu“ af verkfræðingum NASA, og að þau myndu geta sent gögn um ferðalag sitt til baka til jarð- arinnar um ókomin ár að öllu óbreyttu. Á endanum munu mælitækin um borð hætta að virka, en fram að þeim tíma munu gögnin frá Voyager-förunum koma að miklum notum við að svara spurningum um það hvernig næsta nágrenni sólkerfisins okkar lítur út og jafnvel hvaða áskoranir fylgja því þegar mannkynið sjálft seilist lengra frá jörðunni. Ferðalag Voya- ger-faranna hand- an sólkerfisins gefur raunar eina vísbendingu um það. Geim- förin ferðast nú um geiminn á ofsahraða, sem jafngildir því að þau ferðist 16-17 kílómetra á einni sekúndu. Þrátt fyrir það tók ferðalag þeirra frá jörðu og að endimörkum sólkerfisins rúmlega fjörutíu ár, sem segir sitt um óravíddir alheimsins. En þó að óravíddirnar séu nánast óskiljanlegar og óyfir- stíganlegar vill maðurinn kanna þær og þá ekki aðeins með vél- um. Þannig hefur í nokkurn tíma verið stefnt að því að mannað geimfar fari til Mars og til baka einhvern tímann á næstu 15-20 árum. Vandamálin sem komið hafa upp á þeirri vegferð hafa þó reynst mörg og sýna enn betur hvílíkt afrek það er að Voyager-förin hafi náð út fyrir endimörk sólkerfisins. Hvað bíður handan sólkerfisins?}Ótrúlegt ferðalag STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt dómstólar hafi ekkidæmt ríkið til að greiða út-gerðum skaðabætur vegnaólögmætrar úthlutunar makrílkvóta, samkvæmt dómi Hæstaréttar, má áætla að tap þeirra fjögurra útgerða sem höfð- uðu mál nemi mörgum milljörðum króna frá árinu 2011. Þá er ótalið tjón þeirra útgerða sem ekki fóru í mál. Fordæmi er fyrir því að slíkt mál sé tekið upp í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Hins veg- ar er langsótt að viðkomandi ráð- herrar verði kærðir skv. lögum um ráðherraábyrgð. Stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd og umboðsmaður Alþingis eru hluti af eftirliti Alþingis með fram- kvæmdavaldinu. Þá eru í gildi lög um ráðherraábyrgð og landsdóm. Rætt í þingnefnd? Stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd hefur frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráð- herra og verklag þeirra. Aðeins reyndi á þetta ákvæði fyrr á þessu ári þegar Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra var kölluð á fund nefndarinnar til að svara spurningum um ákvarðanir og verk- lag við vinnslu tillögu um skipan dómara við nýstofnaðan Landsrétt. Nefndin fjallaði um málið á mörgum fundum en ákvað síðan að gera hlé til að gefa umboðsmanni Alþingis rými til að taka afstöðu til þess hvort hann hefji frumkvæðis- athugun á málinu. Umboðsmaður ákvað síðan að gera það ekki. Samkvæmt upplýsingum frá Helgu Völu Helgadóttur, formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefur þetta mál ekki verið tekið fyr- ir í nefndinni. Það muni mögulega komast á dagskrá á nýju ári, þó að ennþá hafi ekkert verið um það rætt. Þótt Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, hafi gefið út fyrstu reglugerðirnar um stjórnun makrílveiða hafa síðan setið fimm sjávarútvegs- eða atvinnuvega- ráðherrar, Steingrímur J. Sigfús- son, Sigurður Ingi Jóhannsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Þór Júlíusson. Reglugerðin er end- urnýjuð árlega og því hlýtur ábyrgð allra að koma til álita, ef á annað borð er verið að kanna hana. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að sér- fræðingar á auðlindaskrifstofu ráðuneytisins vöruðu ráðherra við því að reglugerðin bryti í bága við lög. Í tíð Sigurðar Inga gaf umboðs- maður Alþingis út álit sem gekk í sömu átt og hæstaréttardómurinn. Sigurður brást við með því að leggja fram frumvarp á Alþingi um að kvótasetja makrílinn en það náði ekki fram að ganga. Kemur ekki upp í hugann Ráðherraábyrgð skiptist í ann- ars vegar pólitíska ábyrgð sem grundvallast á því að ráðherra geti varist vantrausti þingsins og hins vegar lagalega ábyrgð. Í síð- arnefnda tilvikinu getur Alþingi kært ráðherra og landsdómur dæmt. Í lögunum er það skilyrði að málin þurfa að vera þannig vaxin að ráðherra hafi annaðhvort af ásetn- ingi eða stórkostlegu hirðuleysi far- ið í bága við stjórnarskrá lýðveld- isins, önnur landslög eða að öðru leyti stofnað hagsmunum ríkisins í fyrirsjáanlega hættu. Ragnhildur Helgadóttir, pró- fessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, vekur athygli á því að ráðherrar fái stundum dóma á ákvarðanir sínar án þess að þeir séu dregnir persónulega til ábyrgðar. Í ljósi skilyrða laganna sé lands- dómur ekki það sem fyrst komi upp í hugann í tengslum við dóm Hæsta- réttar í makrílmálinu. Sex ráðherrar þurfa að svara fyrir makríl Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Frystitogararnir fengu hlutdeild í makrílkvótanum í umdeildri reglugerð. Hér eru skipverjar á Vigra RE með góðan afla. Fyrst reyndi á lagalega ráðherra- ábyrgð þeg- ar Alþingi samþykkti í pólitískri at- kvæða- greiðslu að kæra Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, vegna meintra brota í aðdrag- anda bankahrunsins. Lands- dómur dæmdi hann fyrir eitt at- riði en sýknaði í öllum öðrum. Hefur þessi málshöfðun og ekki síst hvernig kæran var ákveðin valdið deilum í samfélaginu og ljóst virðist að verulega alvar- legt brot þurfi til að koma til þess að hún verði reynd aftur. Málinu er ekki lokið því þings- ályktunartillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og fimmtán annarra þingmanna um að rangt hafi verið að höfða mál gegn ráðherrunum fyrrver- andi og þeir verðskuldi afsök- unarbeiðni hefur verið lagt tvisvar fram á Alþingi. Það er til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Reyndi á lögin í fyrsta skipti UMDEILD MÁLSHÖFÐUM Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.