Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Gjafakort Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | Opið alla virka daga kl. 10-17 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök jólagjöf Lausleg yfirferð á frumvarpi um breyt- ingu á lögum um end- urskoðendur í annað sinn sem og lestur umsagna þar um vek- ur enga sérstaka tiltrú á fyrirhugaðri lagasetningu. Það er ekki uppörvandi að sjá umsagnir, sem taka á fjölmörgum kommuvitleysum og röngum tilvís- unum. Störf endurskoðenda eru enn til skoðunar og þá einkum í þeim til- gangi að þrengja að endurskoð- endum. Taumhaldið skal áfram vera gagnslítið en niðurlægjandi gæðaeftirlit. Endurskoðun félaga tengdra almannahagsmunum Það er ljóst að endurskoðun fjár- málafyrirtækja er nær alfarið á hendi stóru endurskoðunarstofanna en ætla má að þar sé þekking á verkefninu fullnægj- andi. Það má einnig ætla og reyndin er að endurskoðendur á þeim stofum komast ýmissa hluta vegna betur í gegn um gæðaeftirlit en hinar smærri. Tjón verða þó mun umfangsmeiri og bundin við stærri stof- urnar þrátt fyrir já- kvæðari útkomu úr gæðaeftirliti sem er ákveðin mótsögn. Faglegur vanmáttur endurskoð- enda er ekki veigamikill orsaka- valdur þegar stór slys verða og því komi misbrestir ekki fram undir núverandi gæðaeftirliti varðandi stærri stofurnar. Gæðaeftirlit mætti færa í þann meginfarveg að rýna verk endurskoðenda ef fyr- irvaralaust álit hans endist ekki 12 mánuði frá undirritun. Fælingarmáttur af yfirvofandi rannsókn á vinnubrögðum endur- skoðenda við mögulegt gjaldþrot viðfangsefnisins ætti að duga betur en flest annað sem forvörn. Niður- stöður rannsókna yrðu birtar opin- berlega í heild sinni þar sem um almannahagsmuni er að ræða. Endurskoðandi veit þá fyrirfram að verk hans munu sæta skoðun ef fyrirvaralaus áritun er gefin án til- efnis. Áhættugreining í gæðaeftirliti Af framangreindu leiðir að áhætta samfélagsins varðar nær eingöngu tvo hópa, fjármálafyr- irtæki sem starfa í almannaþágu og endurskoðendur þeirra félaga. Opinbert gæðaeftirlit mætti að ósekju taka mið af og beinast sér- staklega gegn þessari áhættu sem er tengd endurskoðun á þessum áhættusömu verkefnum. Það hefði verið mjög mikilvægt fyrir samfélagið ef slík skoðun hefði farið fram varðandi endur- skoðun allra fjármálastofnana vegna ársins 2007. Opinberar upp- lýsingar um hvað fór úrskeiðis hefðu vegið þyngra en núverandi fyrirkomulag við skoðun á verklagi þar sem ekkert markvert er að. Endurskoðun félaga í einkaeigu Það er hreinn óþarfi að blanda opinberu eftirlit inn í mögulegar deilur milli eigenda einkafélaga eða þriðja aðila og endurskoðenda ef tjón hlýst af röngu áliti. Félög í einkaeigu sem eru að lögum endur- skoðunarskyld, af óþekktum ástæð- um mörg hver, eiga að hafa bol- magn til að sækja rétt sinn. Ríkið gæti átt frumkvæði að rannsókn ef svo ber við. Áráttan til að reglu- væða allt og alla er komin í ógöng- ur. Opinbert gæðaeftirlit með smærri endurskoðunarstofum og einyrkjum mætti að ósekju leggja af þar sem áhætta samfélagsins er mjög lítil. Eina sem til þarf er rúmur aðgangur mögulegra þol- enda að dómskerfinu sem þyrfti þá að vera í stakk búið, að þekkingu og öflugri framvindu, til að takast á við ágreiningsefni við endur- skoðun minni fyrirtækja. Þannig kæmi aðhaldið frá markaðnum og endurskoðendum sjálfum við að varðveita orðspor sitt og atvinnu. Ef engu að síður er vilji fyrir því að ráðstafa eða sóa almannafé í op- inbert gæðaeftirlit þá þarf að breyta núverandi framkvæmd sem er neikvæð og raskar trúlega sam- keppni milli stærri stofa og ein- yrkja. Opinbert eftirlit er hins veg- ar gagnslítið ef eftirlitsaðilinn uppfyllir ekki tiltekin lágmarksskil- yrði um þekkingu á viðfangsefninu en frumvarpið virðist ekki taka á þessum faglega þætti eftirlitsins. Innleiðing alþjóðastaðla um endurskoðun Í alþjóðastöðlum er mælt fyrir um smátt og stórt varðandi vinnu endurskoðandans. Þau fyrirmæli eða tilvísun í þau eru ekki fyr- irferðarmikil í nýjum lögum og enn óljóst hvort þessir staðlar geta gilt á Íslandi hvorki undir eldri né nýj- um lögum. Alþjóðastaðlarnir eru einnig illa þýddir á íslensku og er þýðingin í einstökum tilfellum í algerri mót- sögn við frumtextann. Það þarf að huga að þessu sem og ýmsum grundvallaratriðum áður en laga- frumvarp verður til. Málskotsréttur Svona rétt til að drepa niður fæti í lagatextanum. Í 39. gr. frum- varpsins stendur svofellt ritað: Ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins sæta ekki stjórnsýslukæru. Það er ótækt að allar ákvarðanir skuli þurfa að fara beint til dóm- stóla með tilheyrandi kostnaði og einnig ótækt að fenginni reynslu af Endurskoðendaráði um sömu mál- efni. Lagasmíðin Ný lög um endurskoðendur hefðu þurft að byggjast á nýrri nálgun og nýrri hugsun en ekki örlar mikið á því. Einar S. Hálf- dánarson hefur í athugasemdum við frumvarpið bent á að réttindi og skyldur endurskoðenda eru ekki skýrð til hlítar og réttarstaða starfsheitisins þar með enn háð óvissu. Upplifun endurskoðenda er slæm af illa dönsku eftirliti sam- fara stöðugum opinberum hót- unum. Með frumvarpinu sýnist helsta breytingin sú að ný hönd skuli taka við eftirlitssvipunni. Það er kominn tími til að endurheimta sjálfstæði og sjálfsvirðingu stétt- arinnar. Fyrirliggjandi laga- frumvarp gengur alls ekki í þá átt. Breyting á lögum um endurskoðendur Eftir Jón Þ. Hilmarsson » Gæðaeftirlit mætti færa í þann megin- farveg að rýna verk endurskoðenda ef fyrir- varalaust álit hans end- ist ekki 12 mánuði frá undirritun. Jón Þ. Hilmarsson Höfundur er endurskoðandi. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.