Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 50
Marta María mm@mbl.is Hvað skiptir mestu máli varðandi hönnun á heimilum? „Þegar farið er í stærri verkefni innandyra er gríðarlega mikilvægt að fá fagfólk að verkinu. Sérþekking innanhússarkitekta snýr að því að hanna heildarskipulag og innrétt- ingar um leið og hugað er að lýsingu, hljóðvist og efnisvali. Þeim peningum er vel varið, því ef vandað er til verka verður ekki aðeins upplifun heim- ilisfólksins betri heldur skilar það sér vel til baka í endursöluverði hús- næðis. Mistök í stórum fram- kvæmdum geta hins vegar verið mjög kostnaðarsöm og erfitt að leið- rétta þau. Þegar grunnurinn er góð- ur er svo miklu auðveldara að breyta til og leika sér með rýmið eftir því sem tíminn líður. Ef það er fyrir hendi er hægt að gera ótrúlega hluti með því einu að breyta um liti, efnis- áferðir, húsgögn og fylgihluti/ decoration,“ segir hún og bendir á að innanhússarkitektanám taki fjögur ár í viðurkenndum háskólum. Árðið 2002 festu Rut og eigin- maður hennar kaup á húsi í Breið- holti sem hún hannaði frá grunni. Í gegnum tíðina hefur oft verið fjallað um heimilið enda notar Rut það sem tilraunastofu. Hún segir að það gangi ekki að gera alltaf það sama og það þurfi að vera einhver þróun. Upp á síðkastið hefur hún staðið í ströngu við að endurhanna heimilið. „Ég er alltaf að leitast við að gera eitthvað nýtt enda eyði ég miklum tíma í að þróa nýjar útfærslur og efn- isáferðir í innréttingum, málningu og gólfefnum. Ég er svo heppin að fá að Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson Stækkar Rut segir að svört mött loft stækki rýmið. Svörtu loftin stækka rýmið Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Eins og nýtt Eldhúsið var áður hvítt sprautulakkað. Rut lét mattlakka það svart og segir að það breyti mjög miklu. Brún- bleiki liturinn fer vel með þessu svarta. Vinnuherbergið Hér málaði Rut vinnuherbergið í brúnbleikum tón sem fer vel við Eggið.  SJÁ SÍÐU 52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.