Morgunblaðið - 13.12.2018, Page 52

Morgunblaðið - 13.12.2018, Page 52
vinna með frábærum innrétt- ingasmiðum og öðrum iðnaðar- mönnum sem hjálpa mér að útfæra nýjar hugmyndir, en hér á landi höf- um við innanhússarkitektar greiðan aðgang að frábærum iðnaðarmönn- um og sérfræðingum hverjum á sínu sviði. Hér er allt við höndina,“ segir hún og bætir við: „Ég hef einnig brennandi áhuga á litum og litasamsetningum því mér finnst svo mikið hægt að gera með því einu. Auðvitað þarf allt að spila saman, ekki bara litirnir á veggjum og loftum, heldur einnig gólfefni, inn- réttingar, húsgögn og fylgihlutir. Ég veit ekki hversu margar litaprufur ég er búin að gera með málningu frá Sérefnum síðustu mánuði. Þær skipta mörgum tugum! Oft þarf ég að berjast töluvert fyrir því að koma „nýjum“ málningarlitum að hjá við- skiptavinum mínum því þeir vilja oft fara „örugga“ leið og mála eins og þegar hefur verið gert. Þetta hefur gert það að verkum að ég hef málað heimili mitt og vinnustofu miklu oftar en ég hefði annars gert bara til að geta sýnt kúnnunum. Þegar ég byrj- aði að prófa mig áfram með gráa tóna fyrir 10 árum þótti það ansi djarft og það var ekki fyrr en ég var búin að mála sjálf þannig heima hjá mér að kúnnarnir fóru að taka við sér,“ segir hún. Rut er með vinnustofu heima og tekur á móti kúnnunum á heimili sínu. Þeir sem hafa komið heim til hennar nýlega hafa rekið augun í al- veg nýjar víddir þegar notkun á málningu er annars vegar. „Síðustu tilraunir mínar hafa verið meira út í tóna eins og rústrauða, græna og jafnvel karrígulbrúna, sem mér finnst koma mjög skemmtilega út. Þá lét ég í sumar mála loftin heima hjá mér í möttum svörtum lit. Það eru kannski ekki allir að kaupa þennan lit í fyrstu en hver veit hvað gerist á næstu misserum. Ég er að minnsta kosti ánægð með svörtu loft- in hjá mér. Þau skapa mikla dýpt og dramatík og öfugt við það sem ég átti von á finnst mér þau stækka rýmið frekar en hitt,“ segir hún. Persónuleg heimili fallegust „Ég held að flestir innanhúss- arkitektar reyni að greina smekk og þarfir hvers viðskiptavinar í stað þess að reyna að steypa alla í sama mót. Ef einhver elskar appelsínugult eða getur ekki unnið í opnu eldhúsi, þá tekur maður að sjálfsögðu tillit til þess og útfærir það á faglegan hátt. Þetta samstarf er mjög mikilvægt til þess að heimilin verði sem persónu- legust og uppfylli þær þarfir sem leit- að er eftir. Um leið pössum við upp á að heimilið verði ekki eins og illa skreytt jólatré eða skál af smartís í öllum regnbogans litum,“ segir hún. Ljósmyndir/Gunnar Sverrisson Fallegt umhverfi Rut segir að það spari fólki mikla peninga að ráða sér innanhúss- arkitekt. Það sé nefnilega dýrt að gera mistök. Leikur að litum Rut segir nauðsynlegt að gera tilraunir á sínu eigin heimili eins og hún hefur gert hér. Horft inn í stofu Hér sést hvað það breytir miklu að mála í dökkum litum. 52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.