Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 63
DÆGRADVÖL 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 ÁN TÓBAKS MEÐ NIKÓTÍNI Zonnic Mint munnholsduft í posa og Zonnic Pepparmint munnholsúði innihalda nicotin. Lyfin eru ætluð til meðferðar við tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er ósköp notalegt að finna að fólk getur glaðst yfir velgengni annarra. Þú rekur smiðshöggið á framkvæmdirnar á heimilinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Ný kynni færa þér ferskar hugmyndir og breytingar á reglubundinni rútínu gera daginn eftirminnilegan. Hristu af þér slenið og gakktu í verk sem þarf að klára. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sestu nú niður og gerðu áætlun um að gera draum þinn að veruleika. Þú sérð oft sóknarfæri þar sem aðrir sjá ekki neitt. Nýttu þér þennan hæfileika. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst aðrir vilja ráðskast um of með þín mál. Hlustaðu á hjartað einu sinni, ekki bara horfa á excel-skjalið sí og æ. Ekki spenna bogann þó of hátt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér líður betur en oft áður. Sníddu þér stakk eftir vexti og ekki ætla of knappan tíma í verkefni. Þú færð storminn í fangið í stuttan tíma, svo kemur logn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér tekst að miðla málum ef þú kem- ur til dyranna eins og þú ert klædd/ur. Þér líður frábærlega nú þegar þú ert búin/n að skila verkefnum og málið er úr þínum hönd- um. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þótt þú skiljir ekki lífið til fulls er engin ástæða til þess að láta hugfallast. Nýir siður fylgja oft nýju ári. Ertu búin/n að ákveða hvað þú gerir eða breytir? 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ástvinir átta sig ekki á því hvað þú ert að fara eða misskilja þig alfarið. Fylgdu straumnum og sjáðu hvert hann leiðir þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Taktu þér frí frá áhyggjunum, þær bæta hvort sem er ekki neitt og breyta engu. Þú hefur alltaf verið veik/ur á svellinu þegar kemur að kræsingum, gættu hófs, þá fer allt vel. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hamingjan er alls staðar í dag. Fólk á sömu línu og þú gleðst með þér og finnst að þú ættir að slá upp veislu. Sópaðu verkefnum undir teppið í bili. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að læra að notfæra þér betur þá góðu strauma sem leika um þig. Forðastu að taka mikilvægar ákvarðanir hvað varðar börn í dag. Gæfan eltir þig á röndum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu hrokann ekki ná yfirhöndinni í samskiptum þínum við aðra. Sendu þakk- arbréf, hringdu eða hugsaðu til fólks með þakklæti í hjarta. Á mánudaginn spurði Sigmund-ur Benediktsson á Leir hvort ekki væri gaman að breyta um um- ræðuefni og yrkja um stökuna smá- vegis. Að yrkja dýrt sé af sömu hvötum og að ráða krossgátu, sem sé orðaleit. Munum þó að ein af bestu vísum um hana er: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur en verður seinna í höndum hans hvöss sem byssustingur. Spjalli sínu lýkur Sigmundur með því að segja, að dýrleiki vísu sé aukaatriði og alltaf val höfundar og yrkir síðan „Stökugleði“: Óðinn syngur öndin slyng áttþætt klingir rím í hring. Fjörið yngist allt um kring ekkert þvingar hagyrðing. Sigurlín Hermannsdóttir tók áskoruninni: Róum við á vísnamið veljum fagurt mót í dag. Rímnasmiðum leggjum lið, líst mér bragur Kolbeinslag. „Önnur víxlhenda,“ sagði Pétur Stefánsson: Sleitulaust hún léttir spor, lífið allra bætir. Sumar, haust og vetur, vor, vísan snjalla kætir. Léttir geði ljóðamál, listsnilld Íslendinga. Það sem gleður þjóðarsál, það er vísan slynga. Léttvægt verður lífsins streð, lítið vill mann þjaka, meðan hérna gleður geð glæst og velgerð staka. Nú þakkaði Sigmundur fyrir góð- ar undirtektir! Geymir sagan góðan fund græðir hagsæld slynga. Stökudagur léttir lund ljúfra hagyrðinga. Sigmundur gekk síðan til sængur og sagði þetta hafa verið dásam- legan leirdag: Valið lið um vísnamið vænan lengi dró sér feng. Árs og friðar ykkur bið, óðs úr fleng til náða geng. Næsta dag skipti Sigrún Haralds- dóttir yfir í braghendu: Langt er fjarri litur vors og ljóssins styrkur dagurinn er varla virkur vont er þetta langa myrkur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stökugleði á Leir „HVAR SÉRÐU ÞIG FYRIR ÞÉR EFTIR 500 ÁR?“ „Ég þarf aÐ BIÐJA YFIRMANNINN UM KAUPHÆKKUN Á MORGUN. HVERNIG LÍTUR ÞETTA ÚT?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver sem deilir með þér áhuga á útivist. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann LÍKAMSRÆKTARRÁÐ KATTARINS GRETTIS … ÁÐUR EN HAFIST ER HANDA VIÐ ERFIÐAR ÆFINGAR VERÐUR AÐ EYÐA VIÐEIGANDI TÍMA Í TEYGJUÆFINGAR ÉG MÆLI MEÐ ÁTTA TIL TÓLF KLUKKUSTUNDUM ÉG MUN LÉTTAST EF ÉG HÆTTI AÐ NASLA Í RÚMINU! OG ÉG MUN VERÐA ANDVAKA! DJÚPFRYSTI- MIÐSTÖÐ MANNAUÐUR GAUL UML SLARK … Laaaaaast Christmas, I gave youmy heart!“ Hljómþýðir tónar hjartaknúsarans George Michaels stungu sem skerandi hnífar í eyru Víkverja um nónbilið í fyrradag. Hann hafði gert þau mistök að fá sér kaffi og fara í kaffisalinn þar sem út- varp K100 hljómar öllum stundum. Þetta reyndust „banvæn“ mistök. Ekki bókstaflega samt. Það eru allir í lagi, sko, nema kannski egó Víkverja. x x x Svo er mál með vexti að Víkverjivar að keppa við nokkra vini sína og fyrrverandi skólafélaga. Keppnin snerist um það hver gæti enst lengst í desembermánuði án þess að heyra hið fræga lag, „Last Christmas“ með Wham. Þetta mun vera runnið upp hjá útvarpsstöð í Bretlandi, sem kall- ar keppnina „Whamageddon“, og þegar keppendur heyra lagið hafa þeir verið sendir til „Whamhalla“, eða „Whamhallar“, svo aðeins sé vísað í norrænu goðafræðina. x x x En nú var Víkverji sumsé úr leik.Hann, ásamt öðrum einherjum Whamhallar, þarf nú að bíta í súrt Wham-epli, vitandi það að hefði hann ekki fengið sér kaffi þennan örlaga- ríka dag væri hann ennþá með í keppninni. Þegar þetta er ritað standa tveir af vinum Víkverja eftir óspjallaðir af Wham þessi jólin. Megi betri eyrun vinna. x x x Víkverji hefur reyndar alveg tekiðþátt í svipuðum sniðgöngugrein- um áður. Oftast hefur áskorun Vík- verja snúið að því að reyna að endast sem lengst í desember án þess að heyra lagið „Jólahjól“ með Snigla- bandinu og Stebba Hilmars. Að þessu sinni gekk það ekki betur en svo að Víkverji féll af hjólinu með háværum dynk í fyrstu viku desember. x x x Þá er úr vöndu að ráða. Víkverji erekki með fleiri jólalög til þess að reyna að sniðganga þessi jólin. Auk þess eru bara 11 dagar til jóla. Spurn- ing hvort Víkverji ætti kannski bara að hætta þessu rugli og fara að undir- búa jólin? vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn minni á bug né tók frá mér miskunn sína. (Sálmarnir 66.209
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.