Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 66

Morgunblaðið - 13.12.2018, Síða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 með orðum um tilfinningar, prent- uðum í stafrófsröð með rauðum stöfum á hvítan grunn. Þetta er verkið „Tilfinningaveggfóður“ (2000), þar sem áhorfandinn getur staldrað við og lesið upp ólík heiti tilfinninga. Sumar þessara tilfinn- inga þekkjum við vel og upplifum oft en aðrar sjaldnar, allt eftir því hvaða stíg við höfum fetað á lífs- leiðinni. Manneskjan er umlukin tilfinningum hvar sem hún er stödd á lífsleiðinni, og hér hefur verkið verið útfært á áhugaverðan hátt. Á sýningunni eru fleiri verk þar sem listamaðurinn myndgerir tilfinningar í ólíkum útfærslum. Í verkinu „Anatomy of Feelings“ (1998) hefur Haraldur skráð til- finningar með rauðum vatnslita- Sautján, átján, nítján, tutt-ugu …“ hljómar meðbarnslegri röddu úr hátal-ara fyrir utan inngang Kjarvalsstaða. Hér er um að ræða verkið „Talning“ (2007) sem tekur á móti áhorfendum þegar gengið er inn á yfirlitssýningu á verkum Haraldar Jónssonar sem spannar yfir þrjátíu ára fjölbreyttan feril listamannsins. Verkin teygja sig út fyrir rými safnsins, á Flókagötuna, Klambratúnið, salerni og ganga Kjarvalsstaða, – eru á mörkum hins hefðbundna sýningarrýmis. Í stað krónólógískrar yfirferðar er verkum Haraldar skipt upp eftir þeim viðfangsefnum sem hann hef- ur snert á í gegnum tíðina; líkami, tilfinningar, skynjun og tungumál. Tveir háir veggir hvor sínum megin við inngang í Vestursalinn mynda göng sem áhorfandinn gengur í gegnum á leið sinni inn í salinn. Á veggjunum er veggfóður blýanti á norskan jurtasafnara- pappír. Hver tilfinning verður að formi eða abstraktteikningu eða einhvers konar teiknuðum líkams- hluta sem þó er óræður. Línurnar sem jurtasafnararnir nota til að skrá upplýsingar og athugasemdir eru auðar, listamaðurinn gefur ekki upp hvaða tilfinningu er um að ræða og þær eru þar með læst- ar fyrir áhorfandanum. Læstar er kannski of sterkt til orða tekið en lokaðar nærri lagi, áhorfandinn er skilinn eftir á mótum myndlistar og tilfinninga og reynir ósjálfrátt hið ómögulega, að samsama sig til- finningum og hugarástandi lista- mannsins. Líkaminn sem viðfangsefni og mörkin milli innra og ytra rýmis líkamans eru áberandi stef í verk- um Haraldar. „Mót“ (1987), elsta verkið á sýningunni, er tréskúlptúr í líkamsstærð þar sem tvær að- skildar einingar falla saman með járnteini, í bilinu þar á milli er rauð lína. Rauði liturinn minnir á blóðrás sem með endurtekinni inn- spýtingu dælir súrefni í frjóan myndheim Haraldar. Í einu horni sýningarsalarins hanga hvít tjöld og skerma af borð, tvo kolla og lækningaáhöld í innsetningunni „Blóðnám“ (1998). Nokkrum sinn- um á sýningartímabilinu gefst gestum kostur á að taka þátt í verkinu og láta draga úr sér blóð og fá það síðan með sér heim. Með þessum gjörningi verður til marg- ræður samruni milli listaverks og áhorfanda, þar sem listaverkið er bókstaflega sogað út úr honum. Á opnun sýningarinnar fór fram gjörningur þar sem orðið fiðrildi var skrifað á nokkrum tungu- málum með hvítum penna á glugga sem vísa út að Klambratúni. Þátt- takendur í gjörningnum voru tví- tyngdir einstaklingar, fólk á mörk- um tveggja tungumála. Stundum skarast viðfangsefnin á sýningunni og það blæðir á milli þema í verk- unum, enda tengist sýningin því hvernig Haraldur hefur beint sjón- um sínum að skynjun mannsins og greiningu hans á umhverfi og upp- lifun. Eitt þeirra verka er „Myrk- urlampi“ (2008) þar sem sýning- argestir standa í myrkvuðu rými og hlusta á upptalningu á mismun- andi litum sem kemur á tengslum milli áhorfanda og listaverks, sam- bandi milli tungumálsins og skynj- unar áhorfandans. Kveikjan að verkinu „Glóðar- auga“ (2001) er minning úr bernsku listamannsins, þar sem rauð og appelsínugul brot úr stefnuljósum eftir árekstur tveggja bíla glitra í augum barnsins eins og demantar. Sömu litir endurtaka sig í titilverkinu „Róf“ (2018) þar sem strimlatjöldum hefur verið komið fyrir í gluggum hjá nokkr- um íbúum við Flókagötu. Þeir geta opnað og lokað strimlunum að vild og stýrt þannig flæði milli síns per- sónulega rýmis og hins opinbera rýmis. Þessir hversdagslegu hlutir, gardínur og brot úr stefnuljósum, marka upphaf og endi sýningar- innar, frá atburðarás sem verður áhrifavaldur í lífi listamannsins og til verks þar sem hann sleppir tök- um á því til íbúanna í kring. Vel hefur tekist vel til við upp- setningu sýningarinnar Róf. Það getur verið vandasamt að setja upp sýningu af þessu tagi með verkum sem unnin eru í ólíkra miðla þann- ig að þráðurinn á milli þeirra sé ekki slitinn í sundur. Einn slíkur þráður er milli endaveggja sýning- arsalarins en þar kallast á tvö svört verk, annars vegar „Breið- tjald“ (1996) sem gert er úr hljóð- einangrandi teppi sem liggur langsum á vegg líkt og um bíótjald sé að ræða en í staðinn fyrir að varpa mynd og birtu út, sogar það birtuna inn. Hins vegar er það verkið „Krumpað myrkur“ (2006) þar sem svartur samankrumpaður pappír myndar myndarlega hrúgu í einu horninu. Verkið vísar til mis- taka, hugmynda sem ná ekki flugi og enda í krumpaðri hrúgu á gólf- inu. Þetta dásamlega verk hittir mann beint í hjartastað og kallar fram margvíslegar tengingar. Verkin á sýningunni rúma þetta róf eða bil sem er á mörkum myndlistarinnar og tilverunnar sem Haraldur er svo næmur á. Róf er forvitnileg og margræð sýning sem þarf helst nokkrar heimsóknir til að skoða, skynja og upplifa allt- af eitthvað nýtt í hvert sinn. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir Róf bbbbn Yfirlitssýning á verkum Haraldar Jónssonar. Sýningarstjóri: Markús Þór Andrésson. Sýningin stendur til 27. janúar 2019. Opið alla daga frá kl. 10-17. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Séríslenskt Skúlptúr á gólfi sem myndar hina séríslensku bókstafi Þ og Ð á fjölbreyttri og for- vitnilegri yfirlitssýningu á verkum Haraldar Jónssonar sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Gluggatjöld Í titilverkinu „Rófi“ (2018) hefur strimlatjöldum verið komið fyrir í gluggum hjá nokkrum íbúum við Flókagötu. Bilið á mörkum myndlistarinnar og tilverunnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Myrkur „Krumpað myrkur“, verk frá árinu 2006 unnið úr samankrumpuðum pappír. 100% Merino ull Þægileg ullarnærföt á góðu verði Stærðir: S – XXL Þinn dagur, þín áskor OLYMPIA Gefðu hlýjan pakka um jólin Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Heimkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • JMJ, Akureyri Lífland, Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga • Smart, Vestmannaeyjum Kaupfélag V-Húnvetninga • Borgarsport, Borgarnesi • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Verslun Dóru, Höfn • Þernan, Dalvík Siglósport, Siglufirði • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi Höfðabakki 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.