Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 72

Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 GLÆSILEG JÓLAGJÖF OAKLEY UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Krossfiskar er fjórða bókin sem Jón- as Reynir Gunnarsson sendir frá sér á tveimur árum; ljóðabækurnar Leiðarvísir um þorp og Stór olíu- skip, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, og skáld- sagan Millilending komu út á síðasta ári og fyrir stuttu komu svo Kross- fiskarnir út. Krossfiskar er skáldsaga um ung- an mann, Daníel, sem er orðinn fast- ur í ákveðnu framtaks- og aðgerða- leysi, getur ekki tekið ákvarðanir sem gera hann hamingjusaman, eins og Júlía vinkona hans orðar það í bókinni, „og starir inn í eitthvert tóm“ eins og Jónas lýsir því í sam- tali. Þegar ég nefni það við hann að mér finnist tómið vera inni í sögu- persónunni svarar hann því til að Daníel sé í einhverju ástandi: „Það er svo stutt á milli uppgjafar og sátt- ar, tveggja útvarpsrása sem eru næstum því alveg á sömu tíðninni. Þarna er einhver deyfð, en kannski líka andstæðan við deyfð, eitthvert kæruleysi sem er undanfari upp- ljómunar. Og öll þessi krísa byrjar með því að hann fær tvö símtöl frá gömlum skólafélaga og lögreglunni sem hrinda honum af stað í atburða- rás sem verður yfirþyrmandi.“ – Hann á mjög sérkennilegt sam- band við móður sína. „Já einmitt, hún er kannski ein af mörgum í kringum hann sem reyna að toga hann í einhverja átt, það eru eiginlega allir í kringum hann að reyna að toga hann eitthvað. Þetta er samband sett fram með minningum og draumum og tilfinningum, ég vildi að maður fyndi fyrir mjög miklum farangri í þessu sambandi. Þetta er lengsta og dýpsta sambandið sem Daníel á í í sínu lífi, þannig að það liggur mikið undir í þessu sambandi.“ Uppgjöf, sátt eða róttækar aðgerðir – Það eru vísbendingar um að líf hans hafi verið í lagi og ég velti því fyrir mér hvað hafi gerst. „Ég held að líf hans hafi getað ver- ið í fínu lagi, en um leið tímaspursmál hvenær hann færi að spyrja sig stórra spurninga. Ég held að allir séu með mjög sterka andlega þrá inni í sér og kannski ekkert að hugsa um hvernig eigi að sinna henni fyrr en þeir reka sig á að eitthvað vantar, það er ekki verið að sinna henni með venjulegum leiðum, með því að fara í nám eða fá sér vinnu eða hvað það er. Það er einhver kjarni inni í manni sem er ekki fullnægt og þar komum við aftur inn í að afleiðingin af því er uppgjöf, sátt eða róttækar aðgerðir.“ – Daníel gengur býsna langt til að finna eitthvert svar. „Já, þessi andlega þörf leiðir til trúarstökks, sem er stórt í þessari bók. Fyrir mér snýst þetta um þessar dýpstu þrár, merkingu lífs manns, það er eins og einhver segir í bókinni: það vantar alla eitthvað. Ég var að lesa um daginn viðtals- bók við Andrei Tarkovskíj sem var að tala um að listaverk væru eins og bænir, það væri sama fúnksjón á bak við. Þótt ég sé ekki trúaður held ég að þetta sé mikil innri þörf fyrir það að eitthvað komi út, ég held að ég þurfi að skrifa. Ég er að reyna að fylla upp í þetta sama tóm og persónan í bók- inni finnur fyrir, að skrifa bækur er mín tilraun til að sinna þessari and- legu þrá eftir tengingu. Mér finnst bókin vera um hvernig manni líður við að lesa hana frekar en endilega hvað er í henni. Það sem er í bókinni er þarna til að vekja ákveðna upplifun við lesturinn. Við skrifin varð ákveðin yfirþyrmandi og mar- traðarkennd tilfinning alveg ljóslif- andi fyrir mér, bókin er uppskrift að þessari tilfinningu. Þannig að á vissan hátt er henni ætlað að vera innra ferðalag, ekki bara hjá aðalpersón- unni heldur lesandanum líka. Það er kannski það sem er undir niðri, á yf- irborðinu mætti ef til vill kalla þetta sálfræði- eða tilvistarþriller.“ Innra ferðalag persónu og lesenda  Bókaskrif Jónasar Reynis Gunnarssonar eru tilraun til að sinna andlegri þrá eftir tengingu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þrá Jónas Reynir Gunnarsson hefur gefið út fjórar bækur á tveimur árum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.