Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 74

Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 Ég kalla ekki allt ömmumína, en mér varð um ogó við lestur SoralegaHavanaþríleiksins, svo svakalegar og bersöglar eru lýsing- arnar í bókinni, og þurfti iðulega að leggja hana frá mér áður en lengra var haldið. Sérstaklega var skrítið að sitja með bókina í flug- vél með ókunnug- an sessunaut ofan í sér og velta fyrir sér hvort hann sæi það sem stæði á blaðsíð- unum og hvað hann héldi um þennan mann, sem flaggaði á almannafæri eins og ekk- ert væri sjálfsagðara argasta dóna- skap og klámi. En það er líka það sem dregur les- andann að þeim heimi, sem lýst er í Soralega Havanaþríleiknum. Höf- undurinn, Pedro Juan Gutiérrez, lýsir í bókinni tilverunni á Kúbu þeg- ar efnahagslífið þar hrundi á tíunda áratugnum eftir fall Sovétríkjanna. Sú tilvera er hrikaleg og lífsbaráttan hörð. Engin leið er að komast af á laununum einum saman, ef einhverri vinnu er til að dreifa, og allt er gert til að snapa peninga. Ekkert er of heilagt til að það sé ekki til sölu, síst af öllu líkaminn. Sögur Gutiérrez gerast einkum í Havana, í hverfinu Habana Centro og lífæðin er gatan Malecon. Sögu- maður heitir Pedro Juan eins og höf- undurinn. Persónurnar eru litríkar og fjölbreyttar, örvæntingin skín alls staðar í gegn, en einnig lífskraftur. Fólk hefst við í byggingum, sem eitt sinn voru glæsilegar en eru nú í niðurníðslu. Oft hírast tugir manna í agnarlitlum íbúðum, eða fólk hefur byrgt sig inni eitt í íbúðum sínum, hírist þar skelfingu lostið og óttast að missa það litla sem það á eftir. Sulturinn sverfur að og tilveran snýst um að nurla saman nokkrum pesetum til að hafa efni á vindli, rommi og marijúana. Í þessum heimi er engin byltingarrómantík. Persónurnar eru skrautlegar. Einn selur hefur komið sér í mjúk- inn hjá nágrönnunum með því að selja þeim lifrar, sem hann segir vera úr svínum. Einn daginn mætir lögreglan og handtekur hann. Þá hafði hann látið greipar sópa á lík- húsi í Havana og stolið lifrum úr lík- um. Allar leiðir eru notaðar til að hagnast í hagkerfi skortsins. Sögu- maðurinn ákveður að kippa sér ekki upp við það, auk þess sem þetta hafi verið ljúffengt, „gott á bragðið“. Gutiérrez á rúmt ár í sjötugt. Hann hefur komið víða við, var her- maður og íþróttamaður og blaða- maður í 26 ár. Þegar efnahagslífið hrundi var grundvellinum kippt und- an blaðinu sem hann vann á. Í nokk- ur ár var hann nánast verkefnalaus en svo fór hann að skrifa lýsingar á mannlífinu í kringum sig. Soralegi Havanaþríleikurinn kom út 1998, fjölbreytt safn smásagna sem skiptast í þrjá hluta. Sögur hans slógu fljótlega í gegn á Ítalíu og Spáni þótt bannaðar væru á Kúbu og þegar þær komu út í enskri þýðingu upp úr aldamótum voru þær lof- sungnar í New York Times. Nú eru þær komnar út á íslensku í kraftmik- illi og listavel gerðri þýðingu Krist- ins R. Ólafssonar. Gutiérrez segir að meginviðfangs- efni sitt sé fátækt, ekki kynlíf. Kyn- lífið er þó rauður þráður og það er ekki fyrir viðkvæma. „Ég nota kynlíf eins og glæpasagnahöfundar lík,“ segir Gutiérrez. „Það knýr söguna áfram.“ Í þeirri sögu er ekki aðeins að finna ömurleika og örbirgð, vonleysi og grimmd, heldur galdur og líf þrátt fyrir mótlætið og það gefur sögum hans kraft og gildi þrátt fyrir að erfitt geti verið fyrir teprur að komast í gegnum þær. Amma, amma AFP Skáldsaga Soralegi Havanaþríleikurinn bbbbn Eftir Pedro Juan Gutiérrez. Kristinn R. Ólafsson þýddi. Sæmundur, 2018. Innb., 418 bls. KARL BLÖNDAL BÆKUR Soralegar sögur Gutiérrez á heimili sínu á Kúbu. „Ég nota kynlíf eins og glæpasagnahöfundar lík,“ segir hann. Epaltranströllið (lýsinghöfundar) Hans Blærveitir innsýn inn í hug-arheim transkynja net- trölls sem virðist hafa einn tilgang í lífinu: Að ögra og ganga fram af fólki. Hans Blær er sjötta skáldsaga Eiríks Arnar Norðdahl og sam- nefnt leikverk var sett upp fyrr á árinu. Eiríkur hefur meðal annars hlotið Íslensku bókmenntaverð- launin fyrir skáldsöguna Illsku og það fer ekki á milli mála að hér er á ferð- inni þaulreyndur og fær höfundur sem hikar ekki við að hrista upp í hlutunum en það verður að viðurkennast að Hans Blær geng- ur of langt. En það er kannski ein- mitt tilangurinn með þessu öllu saman! Hans Blær er líka Ilmur Þöll, úrskurðuð stúlka við fæðingu þrátt fyrir að fæðast með gálkn (míkró- penis) milli fóta. Þegar móðirin sér svo barn sitt spræna með gálkninu kemur ekki til greina að láta fjar- lægja það. Upp hefst þá lífs- ferðalag Ilmar sem á erfitt með að finna sig sem kynveru og þróast jafnt og þétt yfir í Hans Blæ og kýs að nota persónufornafnið hán. Í upphafi bókarinnar er Hans Blær á flótta undan lögreglunni sem er á eftir því eftir að upp kemst um vægast sagt vafasama meðferð sem veitt er á hæli fyrir nauðgunarfórnarlömb sem Hans Blær hefur rekið í nokkur ár. Ævi- skeiði Hans er lýst samhliða, ýmist frá sjónarhorni Ilmar, Hans eða móður þess, sem það þérar og virðist það falleg hugsun í upphafi en síðar kemur í ljós að það er ein- ungis gert til að fara í taugarnar á móðurinni. Þar kemur ögrunin aft- ur sterk inn og gengur hún full- komlega upp, lesandanum blöskrar á hverri blaðsíðu og ef það er það sem lagt er upp með heppnast það að öllu leyti. Ögrunin er þó svo mikil á köflum að söguþráðurinn missir marks og gróft orðfærið tekur yfir, sem er samt sem áður oftar en ekki sprenghlægilegt. Hans Blær er óneitanlega and- hetja. Hán á sína fylgjendur og samfélagsmiðlar og nettröll eru stór hluti af bókinni þar sem Hans tjáir sig um flóttann við fylgjendur sína. Hán hristir upp í samfélaginu og því á bókin klárlega erindi inn í það samfélag sem við búum við í dag. Eiríkur segir í nýlegu viðtali að hann sé að skoða hysteríurnar sem geta skapast í samfélaginu og hán sé ein af þessum manneskjum sem reyni alltaf að beisla hyster- íuna sér í vil. Það tekst en eftir situr lesandinn ruglaður í ríminu með ótal spurningar sem erfitt er að henda reiður á. Hans Blæ er lýst sem okkur öllum og engu okk- ar sem tilheyrir engum hópi og öll- um í senn. Hans Blær er svo sann- arlega ekki allra en hán á samt sem áður erindi við okkur öll. Andhetja Í Hans Blæ er rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl að skoða með athyglisverðum hætti hysteríurnar sem geta skapast í samfélaginu. Skáldsaga Hans Blær bbbnn Eftir Eirík Örn Norðdahl Mál og menning, 2018. Innb. 335 bls. ERLA RÚN MARKÚSDÓTTIR BÆKUR Ögrandi Epaltranströll Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.