Morgunblaðið - 13.12.2018, Page 79
MENNING 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018
Roma er nýjasta myndmexíkóska leikstjóransAlfonsos Cuaróns, semhefur sent frá sér perlur
eins og Y tu mamá también (2001) og
leikstýrt stórum Hollywood-
myndum á borð við Gravity (2013)
og Children of Men (2006). Í Roma
snýr hann aftur til heimahaganna,
myndin á sér stað í Mexíkóborg og
er afar sjálfsævisöguleg.
Framleiðandi og dreifingaraðili
myndarinnar er streymisveitan Net-
flix, sem er nokkuð áhugavert. Það
gefur augaleið að þegar Netflix
framleiðir efni vill það setja efnið
strax inn á streymisveitu sína. Þetta
er algjörlega nýtt fyrirbæri í kvik-
myndaheimum og hefur verið nokk-
uð umdeilt. Sumar kvikmyndahá-
tíðir hafa til dæmis viljað banna
myndum frá Netflix að taka þátt í
keppnisflokkum, þar sem þeim
finnst vera skilyrði að myndirnar
séu sýndar í bíó. Núna hefur Netflix
haft þann háttinn á að sýna sumar
myndir í bíó í mjög takmarkaðan
tíma áður en þær verða svo aðgengi-
legar inni á veitunni. Þess vegna var
Roma til dæmis bara sýnd í bíó í eina
viku hér á landi. Netflix-áskrifendur
kætast sjálfsagt yfir því að fá alþjóð-
legar stórmyndir beint í sjónvarpið
heima hjá sér en sumar myndir,
Roma þar með talin, eru það miklar
kvikmyndahúsamyndir að það er
smá bömmer að þær skuli ekki vera
lengur í bíó.
Myndin hefst á lágstemmdum en
tilkomumiklum opnunarramma, þar
sem himinninn speglast í skúringa-
vatni sem flæðir um flísalagt gólf.
Þetta býr áhorfandann undir það
sem koma skal: rólega stígandi,
snjalla kvikmyndatöku og gull-
fallega táknræna ramma. Myndin
segir frá Cleo, sem er húshjálp hjá
auðugri fjölskyldu í Mexíkóborg.
Meðlimir fjölskyldunnar eru af evr-
ópskum uppruna en Cleo er inn-
fæddur Mexíkói. Stéttskiptingin
sem ríkir milli hvíta fólksins og þjón-
ustufólksins á heimilinu er dulin og
augljós á sama tíma; þrátt fyrir að
allir komi fram við þau af kurteisi
eru þau augljóslega skör neðar en
heimilisfólkið. Cleo vinnur mikið en
þegar hún á lausa stund ver hún
tíma með Adelu vinkonu sinni og
kollega. Adela á kærasta og er ólm í
að Cleo slái sér upp með Fermín,
vini hans. Eftir að hafa eytt einu síð-
degi með Fermín fer Cleo að gruna
að hún sé barnshafandi og veit ekki
hvað hún á til bragðs að taka, þar
sem barnsfaðirinn er ekkert yfir sig
hrifinn af þessu öllu saman. Á sama
tíma eiga hjónin á heimilinu í sam-
bandsörðugleikum, sem setur heim-
ilislífið í uppnám. Þegar karlarnir
bregðast þurfa konurnar á heimilinu
semsagt að taka á honum stóra sín-
um til að halda sönsum, sjá um heim-
ilið og annast allan barnaskarann.
Sagan flæðir hægt en missir þó
aldrei dampinn og er alltaf áhuga-
verð. Cleo er heilsteypt og heillandi
persóna og það eru flestir aðrir í
myndinni líka. Myndin er sannkallað
höfundarverk; Cuarón leikstýrir,
skrifar handrit og stjórnar kvik-
myndatöku, hvorki meira né minna.
Með þessu verki vildi hann heiðra
konurnar í lífi sínu, sér í lagi móður
sína og Libo Rodrigues, sem var
barnfóstra á heimili hans og persóna
Cleo byggist á. Hann hefur sagt í
viðtölum að nú á fullorðinsaldri átti
hann sig á hversu mikil áhrif Libo
hafði á líf hans og að myndin sé bæði
þakkaróður til hennar og uppgjör
við þá fordóma sem fólk eins og hún
mætir. Þetta ferst honum afar vel úr
hendi og það verður að teljast
merkilegt afrek að karlmaður setji
kvenkyns sjónarhorn fram með svo
kraftmiklum og sannfærandi hætti.
Verkefni Roma er skýrt: höfundur
einsetur sér að gera klassíska lista-
stórmynd. Hún er uppfull af
milljón-dollara-mómentum sem fá
áhorfendur til að grípa andann á
lofti, atriðin í húsgagnabúðinni, á
fæðingardeildinni og á ströndinni
eru nokkur af mörgum slíkum.
Myndin sækir í brunn ítalska ný-
raunsæisins auk þess sem greina má
tengingar við raunsærri verk jap-
önsku meistaranna Ozu og Kuro-
sawa. Los olvidados (1950), sem telst
til raunsærri mynda súrrealistans
Luis Buñuels, kemur einnig upp í
hugann. Roma er svarthvít, sem
færir hana undir eins nær sígildum
verkum í áferð og stíl. Þannig að áð-
urnefnt verkefni myndarinnar
heppnast fullkomlega, Roma er
feiknalega vönduð og sver sig al-
gjörlega í ætt við meistarastykki
kvikmyndasögunnar. Að því sögðu
verður að viðurkennast að myndin
er svolítið gamaldags, hún leggur
ekki mikið nýtt til fagurfræðilega
séð. Hún er beinlínis hönnuð til að fá
gagnrýnendur til að pissa í buxurnar
og æpa upp yfir sig „svona á að gera
þetta!“ af því að allar gömlu mynd-
irnar sem þeir elska líta svona út.
Hér er ekki verið að gera neinar
byltingar en það er samt sem áður
mikil unun að horfa á þessa fallegu
mynd.
Fyrir skömmu kom út ljóðabók
eftir Evu Rún Snorradóttur sem
nefnist Fræ sem frjóvga myrkrið. Í
bókinni er gríðarsterkt ljóð sem
fjallar um þann stuðning sem barns-
hafandi konur veita hver annarri og
ber titilinn „Vinátta kvenna“. Í því
segir meðal annars:
Hér gildir ekki „á meðan birgðir
endast“. Vinátta kvenna er eilífð-
arvél. Innra gangverk allra sam-
félaga.
Á dögunum fékk ég tækifæri til að
ræða við Evu um bókina og spurði
hana meðal annars út í þessar línur.
Hún sagði að þetta væri nú bara
heila málið, konur hjálpa öðrum og
bjarga þannig heiminum á hverjum
einasta degi. Þegar meiriháttar
hamfarir verða er samtakamáttur
kvenna t.d. ómissandi þáttur í hjálp-
arstarfsemi og fjáröflun. Konur eru
innra gangverk allra samfélaga og
hafa gríðarleg ósýnileg áhrif rétt
eins og Libo hafði á líf Alfonsos Cu-
aróns. Í Roma er þessi ósýnilegi en
mikilvægi heimur kannaður af mikl-
um heilindum og úr verður stórkost-
leg bíómynd.
Vinátta kvenna
Kvennasaga Myndin er sannkallað höfundarverk; Cuarón leikstýrir, skrifar handrit og stjórnar kvikmyndatöku. Með þessu verki vildi hann heiðra kon-
urnar í lífi sínu, sér í lagi móður sína og barnfóstru sem var á heimili hans. Hér má sjá stillu úr kvikmyndinni sem hlýtur fullt hús stiga hjá gagnrýnanda.
Bíó Paradís
Roma bbbbb
Leikstjórn, kvikmyndataka og handrit:
Alfonso Cuarón. Klipping: Alfonso
Cuarón og Adam Gough. Aðalhlutverk:
Yalitza Aparicio, Marina de Tavira,
Carlos Peralta, Diego Cortina Autrey,
Marco Graf, Daniela Demesa, Nancy
García García, Fernando Grediaga og
Jorge Antonio Guerrero. 135 mín.
Mexíkó og Bandaríkin, 2018.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Kristín Svava
Tómasdóttir ljóð-
skáld og rithöf-
undurinn Sjón
eru tilnefnd til
árlegra verð-
launa sem PEN-
klúbburinn í
Bandaríkjunum
veitir. Sjón er til-
nefndur fyrir
skáldsöguna
Codex 1962 í flokki þýddra skáld-
sagna. Victoria Cribb þýddi sög-
una. Kristín Svava er tilnefnd í
flokki þýddra ljóðabóka fyrir bók-
ina Stormviðvörun, Stormwarning
á ensku. K.B. Thors þýddi.
Tíu höfundar og skáld eru til-
nefnd í báðum flokkum. Auk Sjóns
eru tilnefnd fyrir bestu þýddu
skáldsöguna þau Bernardo Atxaga,
Matei Calinescu,
Négar Djavadi,
Aslı Erdogan,
Eduardo Halfon,
Shahriar Manda-
nipour, Hanne
Ørstavik, Dome-
nico Starnone,
Jhumpa Lahiri
og Tatyana
Tolstaya. Í flokki
þýddra ljóða-
bóka eru auk Kristínar Svövu til-
nefnd Ahmed Bouanani, Jacek De-
hnel, Safaa Fathy, Juan Gelman,
Kim Hyesoon, Luljeta Lleshanaku,
Henri Michaux, Adam Mickiewicz
og Adam Zagajewski.
Alls veitir PEN-klúbburinn verð-
laun í níu flokkum bókmennta,
einnig til að mynda fyrir ævisögur,
greina-, íþrótta- og vísindaskrif.
Kristín Svava og Sjón tilnefnd
Kristín Svava
Tómasdóttir
Sjón
www.nordicstore.is
CanadaGoose
fæst í Lækjargötu
Í Nordic Store Lækjargötu 2 er mesta úrval af
Canada Goose vörum fyrir herra og dömur á landinu.
Opið til kl. 22.00 alla daga.
ICQC 2018-20