Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 13.12.2018, Qupperneq 80
80 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2018 FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600 SOUND LED S Ljóskastari og Bluetooth hátalari Vatnsheldur hátalari með segulfestingu Allt að 3 ára ábyrgð á Scangrip ljósum Verð 12.995 kr. Lærum að þekkja tilfinningar okkar Drekinn innra með mér bbbmn Texti: Laila M. Arnþórsdóttir Myndir: Svafa Björg Einarsdóttir Veröld, 2018. 23 bls Mörg börn kannast eflaust við söguna af drekanum sem býr innra með okkur öllum, en samnefnd sýn- ing sem sett var upp í Eldborgarsal Hörpu naut mikilla vinsælda meðal leikskólabarna og barna í fyrstu bekkjum grunnskóla. Drekinn er í bókinni tákngerv- ingur tilfinn- inga okkar sem geta breyst eins og hendi sé veifað, en lít- il stúlka, sem hefur uppgötv- að drekann, leiðir lesand- ann í gegnum allan tilfinningaskal- ann með því að deila uppákomum í sínu lífi. Hún verður hrædd, glöð, sorgmædd, reið og allt þar á milli, en drekinn breytir um lit og hegðun eft- ir því hvaða tilfinningar hún upplifir. Bókin er tilvalin fyrir foreldra og börn að lesa saman, en lýsingar á drekanum hjálpa börnum að þekkja tilfinningar sínar og sagan kennir þeim hvernig hægt er að bregðast við mismunandi tilfinningum á mis- munandi hátt. Fallegar myndirnar hjálpa til við að auka skilning á til- finningunum, en þær sýna bæði lita- breytingar drekans og hvernig hann hagar sér á mismunandi hátt. Í bókinni koma einnig fram spurn- ingar ætlaðar börnum, eins og hvernig þeim líði þegar eitthvað ákveðið kemur upp á og hvað sé best að gera í þeim aðstæðum. Þau verða þannig virkir þátttakendur í sögunni og umræða skapast um tilfinningar og aðferðir til að takast á við ólíkar og erfiðar tilfinningar. Það er öllum nauðsynlegt að læra að þekkja til- finningar sínar og geta rætt um þær og það er aldrei of snemmt að byrja. Hættum að vera við eða hinir En við erum vinir bbbbn Texti og myndir: Hafsteinn Hafsteinsson Stílfærsla yfir í bundið mál: Bragi Karlsson Mál og menning, 2018. 29 bls. En við erum vinir segir áfram frá ævintýrum hundsins og kattarins sem kynntir voru til sögunnar í bók- inni Enginn sá hundinn sem kom út fyrir tveimur árum. Þar var sagt frá hundinum sem strauk að heiman því allir fjölskyldu- meðlimir voru svo niður- sokknir í spjaldtölv- urnar sínar að enginn tók eftir hundinum, þótt hann bæði syngi og ryk- sugaði. Hann kynntist ketti sem varð besti vinur hans og þeir ákváðu að ferðast um heiminn. En við erum vinir hefst þar sem vinirnir eru úti í geimnum en ákveða að snúa aftur til jarðarinnar þar sem þeir lenda á ruslahaug og hitta fyrir aðra ketti, hunda og mýs. Á rusla- haugunum er ástandið þannig að kettir eru á móti hundum og öfugt, en hundurinn og kötturinn taka slíkt ekki í mál. Þeir er bestu vinir og ætla að halda því áfram. Þegar rott- urnar blandast inn í deilurnar flækj- ast málin enn frekar, en allt fer vel að lokum og ákveða dýrin að hefja saman uppbyggingu á haugunum. Þá koma börnin í fjölskyldu hunds- ins að leita hans, en þegar þau litu loks upp úr tölvunum áttuðu þau sig á því sem gerst hafði. Líkt og fyrri bókin er En við erum vinir í bundnu máli. Lýsingar á æv- intýrum hundsins og kattarins eru stórskemmtilegar og grípandi, en í þeim er einnig fallegur boðskapur. Bókin fjallar um trausta vináttu og hverju er hægt að áorka ef allir taka höndum saman í stað þess að deila. Endir sögunnar býður upp á fram- hald, en hundur, köttur og rotta ætla sér að ferðast áfram um heiminn og kenna öllum að vera ekki „við“ eða „hinir“. Börnin ætla að slást í för með dýrunum og það verður gaman að sjá hvernig framhaldið þróast. Myndirnar í bókinni eru skemmti- legar og er þeirra hlutverk alveg jafn mikilvægt og textans í sögunni. Í þeim koma fram alls konar smá- atriði sem gaman er að skoða, ræða um við barnið og útskýra betur fyrir því atburðarásina. Drasl úti um allt Stelpan sem týndi bróður sínum í ruslinu bbbnn Texti: Guðni Líndal Benediktsson Myndir Ryoko Tamura Töfraland – Bókabeitan, 2018. 38 bls. Þrúði þykir mjög gaman að leika og setja upp alls konar ævintýri, en henni þykir hundleiðinlegt að taka til. Svo leiðinlegt að aðrir fjölskylu- meðlimir eru orðnir mjög þreyttir á ástandinu, enda alltaf drasl úti um allt. Sjálfri finnst henni þetta ekki vera neitt vandamál, þangað til dag einn að fjöl- skyldan hennar hverfur í allt ruslið, að því er virðist. Með ruslakortið í farteskinu legg- ur hún upp í háskalegan leiðangur í leit að fjölskyldunni sinni, en mikil- vægast af öllu er þó að finna litla bróður. Leiðin liggur í gegnum mat- arborgina, þvottaskóginn, uppvasks- jökul, snúrukastalann, ógeðis- eyðimörkina og leikfangagöngin. Á vegi Þrúðar verða ýmiskonar furðu- verur, eins og leðjubirnir og bolla- mörgæsir og að lokum þarf hún að kljást við risavaxið ruslahveli. Hér er á ferðinni frumleg og óvenjuleg bók um hið venjulega og vel þekkta vandamál að nenna ekki að taka til eftir sig. Í bókinni hefur þetta vandamál þó líklega heldur dramatískari afleiðingar en gengur og gerist á venjulegum heimilum. Það er hins vegar ágætt að minna yngstu lesendurna á mikilvægi þess að ganga frá jafnóðum svo draslið hlaðist ekki upp og verði óyfirstíg- anlegt. Bókin er sett upp á líflegan og skemmtilegan hátt en litríkar mynd- irnar leika stórt hlutverk í sögunni. Það hvernig textinn er settur upp; stækkaður, feitleitraður, sveigður og beygður í takt við atburðarásina, gerir líka mikið fyrir söguna og les- andanum finnst hann vera þátttak- andi í ævintýrinu. Stundum þarf að snúa bókinni á hlið og næstum á hvolf til að geta lesið textann al- mennilega, alveg í takt við óreiðuna sem Þrúði hefur tekist að skapa með því að taka aldrei til. Sniðug bók fyr- ir krakka sem nenna aldrei að taka til – og líka alla hina. Aftur til fortíðar með Maxímús Maxímús Músíkús fer á fjöll bbbbm Texti: Hallfríður Ólafsdóttir Myndir: Þórarinn Már Baldursson Mál og menning, 2018. 41 bls. Flest börn þekkja eflaust orðið músíkölsku músina Maxímús Mús- íkús sem fylgt hefur Sinfóníu- hljómsveit Íslands í áratug eða svo og hefst við í Hörpu, en höfundarnir starfa báðir með sveitinni. Bæk- urnar um músina hafa heillað les- endur um allan heim og Sinfóníu- hljómsveit Íslands hefur flutt þær allar í tali og tónum. Bækurnar hafa að geyma heilmik- inn fróðleik um hljóðfæri sinfóníunn- ar og sígilda tónlist, en í þeirri nýj- ustu kveður við aðeins nýjan tón þar sem Maxímús heldur í smá leið- angur upp á hálendið, fer í sumar- bústað og fjallgöngur þar sem hann fræðist um það hvernig fólk hafðist við í torfbæjum. Sagan hefst á því á tvær ókunnugar og veraldarvanar mýs hoppa upp úr tösku erlends hljóm- sveitarstjóra í Hörpu. Maxímús býður mýsnar, Viva og Moto, vel- komnar til Íslands og grípur ein- stakt tækifæri til að sýna þeim landið þegar hann heyrir að hornleik- arinn er á leið í ferðalag ásamt barninu sínu, Blæ, sem tek- ur mýsnar upp á sína arma. Fé- lagarnir fá að fara í þyrluflug upp á jökul þar sem þau lenda í jarðskjálfta og eldgosi áður en þau koma við í bústað hjá ömmu og afa Blæs. Þar er haldið í fjallgöngu og amma og afi fræða barn og mýs um það hvernig lífið var í torfbæjunum. Í sögunni kem- ur því fram heilmikill fróðleikur þótt hann tengist lítið tónlist að þessu sinni. Endirinn býður að sjálfsögðu upp á framhald því Max- ímús ákveður að víkka sjóndeild- arhringinn aðeins og halda út í heim með hinum veraldarvönu vin- um sínum. Hér er á ferðinni enn eitt fróð- leiksævintýri Maxímúsar Mús- íkúsar sem hittir algjörlega í mark. Atburðarásin er lífleg og skemmti- leg og textinn fræðandi án þess að vera of þungur og fræðibókalegur. Bókin er fallega myndskreytt, líkt og fyrri bækur um Maxímús, og ís- lenskt landslagið fær að njóta sín á síðunum. Aðdáendur Maxímúsar verða ekki sviknir af þessari bók. Drekar og önnur dýr og allt í rusli Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar barnabækur Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@mbl.is Teikning/Hafsteinn Hafsteinsson Skemmtilegar Myndirnar í bókinni eru skemmtilegar og er þeirra hlutverk al- veg jafn mikilvægt og textans í sögunni, segir um myndskreytingar Hafsteins Hafsteinssonar í barnabókinni En við erum vinir. Hér má sjá eina þeirra. Danski kvikmyndaleikstjórinn Sus- anne Bier segir kvikmyndaverin í Hollywood hafa bætt sig þegar kemur að betri og veigameiri hlut- verkum fyrir konur, þeldökka og fólk sem tilheyrir minnihlutahóp- um. Enn eigi þó eftir að tækla eitt helsta tabú kvikmyndaborgarinnar en það er útlit leikaranna. Bier segir erfitt að fá framleið- endur til að ráða leikara sem mæta ekki fegurðarkröfum Hollywood. „Ef ég bendi á leikara eða leik- konur sem líta óvenjulega út er miklu erfiðara að fá þá samþykkta en aðra,“ segir Bier. Enginn segi hreint út að honum finnist tiltekinn leikari eða leikkona ekki nógu fal- legur eða falleg, svörin séu öllu loðnari. Bier spáir því að kvikmyndir muni þróast með þeim hætti að sýna flóknari mynd af mennskunni en þær hafa gert og að kven- leikstjórum muni fjölga. Hollywood sé líka að átta sig á því að breytinga sé þörf hvað kvenhlutverk varðar; þau þurfi að vera áhugaverðari og fjölbreyttari en þau hafa verið hingað til í kvikmyndasögunni. Margverðlaunuð Susanne Bier. Segir Hollywood verða að hætta að ein- blína á fegurð leikara og leikkvenna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.