Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 84

Morgunblaðið - 13.12.2018, Side 84
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 40% AF ALLRI JÓLAVÖRU Í DESEMBER ARVE jólaskraut. Ø20 cm. 1.995 kr. ARVE jólaskraut. Ø35 cm. 4.995 kr. Oddhvassir blýantar nefnist al- þjóðleg skopmyndasýning um kven- réttindi og málfrelsi sem opnuð verður í dag kl. 17 í Borgarbóka- safninu í Gerðubergi. Sýningin er í boði Kvenréttindafélags Íslands og sendiherra Frakklands á Íslandi og eru höfundar skopmyndanna teikn- arar sem starfa víða um heim og sumir hverjir í löndum þar sem list þeirra leggur frelsi þeirra að veði. Alþjóðleg skopmynda- sýning í Gerðubergi FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 347. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Vonandi hjálpar það mér að hafa íslenska leikmenn og stelpur sem ég þekki við hlið mér og fyrir aftan mig. Við vonandi skellum í íslensk- an lás þarna í vörninni,“ segir Guð- rún Arnardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem hefur samið við Djurgården í Stokkhólmi og vonast til að mynda sterkt íslenskt þríeyki aftast á vellinum. » 1 Skellum vonandi í íslenskan lás í vörninni ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Söngvarinn Harold Burr heldur jólatónleika í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Burr var áður í hinni þekktu bandarísku söngsveit The Platters og mun í kvöld syngja jólalög af ýmsum gerðum. Burr hefur haldið fjölda tónleika hér á landi og komið nokkrum sinnum fram í Hann- esarholti. Á undan tón- leikunum býðst kvöldverður í jólaanda í veitinga- stofunum á 1. hæðinni og þarf að panta borð til að njóta hans. Harold Burr í jólaskapi í Hannesarholti Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Þrítug íslensk kona, Sara Nassim Valadbeygi, er tilnefnd til Grammy- verðlaunanna sem framleiðandi tónlist- armyndbands söngkonunnar Tierra Whack, Mumbo Jumbo. Fjögur önnur myndbönd eru tilnefnd í sama flokki og Mumbo Jumbo. Grammy-verðlaunin verða afhent í Los Angeles 10. febrúar. Að sögn Söru er Tierra Whack vel þekkt söngkona í Bandaríkjunum. „Grammy-verðlaunin eru ein virt- ustu tónlistarverðlaun í heimi og því mikill heiður að vera tilnefnd. Mestu þýðinguna hefur þetta fyrir Tierra Whack sem er ung og ótrúlega hæfi- leikarík listakona. Hún og leikstjórinn Marco Prestini eiga þetta innilega skil- ið og ég vona að tilnefningin opni fyrir þeim fleiri tækifæri,“ segir Sara en Mumbo Jumbo hefur fengið 468.000 áhorf á youtube frá því í október 2017. Sara er alin upp í Vesturbæ Reykja- víkur, gekk í Hagaskóla og MH en þaðan fór hún til Los Angeles í meist- aranám í kvikmyndaframleiðslu. „Ég fór í skóla sem heitir American Film Institute Conservatory sem er mjög virtur í faginu. Ég útskrifaðist 2015 og hef búið í LA síðan og unnið sem framleiðandi,“ segir Sara sem hóf störf í kvikmyndabransanum á Íslandi fyrir tvítugt. „Ég byrjaði sem aðstoðarmanneskja og vann mig upp eftir því sem árin liðu. Kvikmyndir, saga kvikmynda og gerð kvikmynda hafa alltaf heillað mig en það hefur eflaust eitthvað að gera með það að mamma mín, Hrönn Kristins- dóttir, er kvikmyndaframleiðandi. „Ég lít á mig sem skapandi kvik- myndaframleiðanda og hef áhuga á því að halda áfram að kynnast og vinna með skapandi fólki. Ég er sjálf alin upp við skapandi hugsunarhátt og margir af mínum nánustu vinum og ættingjum deila ástríðu fyrir sköpun og list,“ segir Sara, sem hefur meðal annars fram- leitt sex eða sjö stuttmyndir. Hún hef- ur verið framleiðslustjóri við gerð ís- lenskra kvikmynda svo sem Hjartasteins og nýverið kvikmyndar- innar Héraðsins sem Grímar Jónsson framleiddi og Grímur Hákonarson leikstýrði. Þar að auki hefur Sara unn- ið að tónlistarmyndböndum fyrir nokkra þekkta listamenn, svo sem Cold War Kids og Björk. „Þessa dagana fer allur tími minn í undirbúning fyrir mynd í fullri lengd sem ég framleiði og heitir Dýrið og er í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar,“ segir Sara. Fjölhæf Sara Nassim hefur í rúman áratug unnið í kvikmyndaiðnaði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Sara Nassim tilnefnd til Grammy-verðlauna  Framleiðandi Mumbo Jumbo-myndbands Tierra Whack Sara Nassim hefur gegnt ýms- um störfum í tengslum við framleiðslu á erlendum kvik- myndum og þáttum sem tekin hafa verið á Íslandi, svo sem Game of Thrones, Secret Life of Walter Mitty og Noah. Af inn- lendum kvikmyndum sem Sara hefur komið að má nefna Fúsa, Eldfjall, Rokland og Mömmu Gógó. Kvikmyndir SARA NASSIM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.