Eiðakveðja - 01.09.1929, Síða 50

Eiðakveðja - 01.09.1929, Síða 50
-44- ást hafðir Þú meyja, éitt sinn skal hverr deyja, Hún fyltist lotningu og íhugun. Þórir jökull er ungur, mikill vexti og frxður sýnum - eða svo fanst henni hann hljóta að hafa verið. Hann var hraustur og skáld gott. Lífið var fult af unaði fyrir ung'a glæsimenn. En Þá komu grimmu örlögin. övinirnir vinna. sigur, höfðingjarnir falla, alt er tapað og' dauðadómur kveöinn upp yfir honum. Að- eins örfáum sinnum eftir að draga andann. Nú er bægt að telja hjartaslögin hans. Engin von um meiri frægð, Engin von að hjarga höfðingja sínum. fó skal ekki segja eitt æðruorð, heldur kemur Þessi skáldle'ga samlíking, Hún s jer Það glögt. Það ér nótt, dimm nott með stórhríð, Brotið skipsflak veltist úti á reginhafi. Öldurnar liða Það sund- ur á milli sín, Skipsbáturinn er á hvolfi oghrak inn og Þreyttur sjómaður reynir að komast á kjöl, En ekki er ylur úti á reginhafi. Það er enginn efi á Því, að hjer muni lífið kveðja. "Skafl beygy attu skalli, Þó at skúr á Þik falli." Aldrei skal hugfallast, Þótt ískaldar öldurnar strjúki um vangann. "Ast hafðir Þú meyja". Minstu Þess nú,að Þú hefir notið hlýrri faðmlaga. Og einhvemtíma verður Þú að 'kveðja Þennan heim, - Þetta. var svo nákvaan líking. Skip valdanna hafði verið brotið úr höndum Þeim í brimsjó grimmra örlaga. Gissur sat á svikráðxim við alla ættina eins og stormbyl- ur á koldimTÍ nótt. Nú var síðasti áfangi Þóris að klífa í faðm dauðans svo, að óvinir hans hefðu ekki gaman af kveini eða æðru. Þó getur hann ekki orða bundist um kaldann, sem alstaðar leggur að. Nístandi hatur og grimd alt í kring. En Það má engin ahrif hafa á útlitið. Sá var hjer mestur, sem varð karlmannlegast við dnuða sínum. Það var líka gott að hafa notið lífsins. Þökk fyrir Þa.ð góða og fagra, og svo loks Þetta að deyja með SBemd. Hvaða boðskap hafði nú Þessi vísa að færa Svan-

x

Eiðakveðja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.