Eiðakveðja - 01.09.1929, Síða 63

Eiðakveðja - 01.09.1929, Síða 63
-57- ir eru hverfulir. Þá um vorið er kristni lögtekin hjer á landi. Þá er ólafur konungur frjettir Það, verður hann svo glaður, að hann veitir brottfarar leyfi öllum íslendingum, er hann hafði í gisling haft. Kjartan vill nú brott 03 halda honum Þá hvorki samvistir við Ingibjörgu nje fagurmæli korungs. Ingibjörg gefur Kjartani að skilnaði moturinn fegra Segir hún Það skuli vera bekkjargjöf hahs til Guð- rúnar. Má af Því ráða, að Kjartan hafi gjört upp- skátt um ástir Þeirra Guðrúnar, en Það hefði hann tæplega gjört, ef honum hefði verið hugleikið að ganga að eiga Ingibjörgu. Konungur gefur Kjartani að skilnaði sverð gott. Var Það búið mjög og hinn besti gripur. Marga hluti hafði konungur stórvel gjört til Kjartans, og skiljast Þeir með kærleikum.Með -slík- ar virðingar heldur Kjartan nú til Islands. Per hann að vist til föður síns. Þau Bolli og Guðrún búa Þá að Laugum. Kjartan frjettir nú gjaforö Guðrúnar. Ekki sáu menn hann bregða sjer við Það. Líklegt er Þó, að hann hafi borið harm sinn í hljóði, sem hraustum dreng sæmdi, Þar sem fóstbróðir hans á hlut að máli. Ekki er að sjá, að hann láti sig konuvalið miklju skifta. Hann tekur að kalla má Þá fyrstu, sem á vegi hans verður, líklega til Þess að hefna sín á Guðrúnu, sýna henni, aó hann ætli sjer ekki að trega hana æfilangt. Er Það og sönntin fyrir beiskju hans til Guðrúnar, og nokkurskonar hótun um að gjalda liku likt. Frændfólkið er neytt til að umgangast hvert ann að. ösvifur og ólafur eru vinir góðir og halda upp- teknum hætti um heimboð. Pundum hvorratveggja hjón- anna ber saman i heimboði ölafs. Þar verður leik- völlur heimsku og harma. Kjartan gengur fram hjá Guðrúnu, sýnir henni jafnvel litilsvirðingu, en Hrefnu, konu sina, hefur hann til skýjanna.

x

Eiðakveðja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.