Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hólmfríður Bjarnadóttir, eða Hófý eins og við flest þekkjum hana, verður á skrifstofu Bændaferða 14. - 18. janúar milli kl. 11:00 - 16:00. Kíktu við í kaffi og fáðu upplýsingar um ferðir ársins frá einum vinsælasta fararstjóra Bændaferða. Hófý, fararstjóri Bændaferða verður á skrifstofunni 14. - 18. janúar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK sp ör eh f. Baldur Arnarson Gunnlaugur Snær Ólafsson Reglur um meðferð tölvupósta opin- berra starfsmanna eru í mótun. Meðal annars bíður Þjóðskjalasafn Íslands eftir viðbrögðum mennta- málaráðuneytisins í þessu efni. Meðferð tölvupósta hefur verið til umræðu í tengslum við braggamálið, eins og rakið er hér til hliðar. Eyðing tölvupósta getur varðað við lög um opinber skjalasöfn frá 2014. Samkvæmt 23. grein laganna skal Þjóðskjalasafn Íslands setja reglur um hvernig skjalastjórn og skjalavörslu í stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og afhendingarskyldra aðila skuli hagað. Samkvæmt 47. grein laganna geta brot á lögunum varðað allt að þriggja ára fangelsi. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segir þingmenn fá af- rit af tölvupóstum sínum þegar þing- setu þeirra lýkur. Tölvupóstarnir séu álitnir eign þingmanna. Alþingi varðveiti ekki tölvupósta þingmanna eftir að þeir hverfa af þingi. Póst- fanginu sé lokað og frumritum póst- anna eytt. Hvað varðar starfsmenn Alþingis sé meginreglan sú að varðveisla þeirra sé á ábyrgð starfsmannsins og yfirmanns hans. Starfsmenn eigi að færa yfir í skjalastjórnunarkerfið öll tölvupóstssamskipti sem hafi þýð- ingu við afgreiðslu mála á skrifstof- unni. Þegar starfsmaður hætti fái hann afrit af pósthólfi sínu en því sé yfirleitt lokað innan þriggja mánaða. Í framhaldi af því sé póstum starfs- manna eytt nema beðið sé um annað. Alþingi varðveiti yfirleitt ekki tölvupósta starfsfólks nema þá sem fara inn í skjalakerfið. „Við erum einmitt að vinna að endurskoðun á þessum reglum um þessar mundir,“ segir Helgi. Þarf sérstaka heimild Eiríkur G. Guðmundsson, þjóð- skjalavörður, segir tölvupósta opin- berra starfsmanna vera opinber gögn. Óheimilt sé að eyða slíkum póstum nema að fenginni sérstakri heimild. „Tölvupóstar sem varða mál sem eru til umfjöllunar, og hafa áhrif á þau, ættu að vera málsgögn og varðveitast í skjalavörslukerfunum. Það er óheimilt að eyða slíkum tölvu- póstum nema á grundvelli beiðna sem Þjóðskjalasafn hefur samþykkt. Við höfum gert tillögur að almennum reglum um meðferð tölvupósta. Þ.e.a.s. að þegar tölvupóstar sem varða afgreiðslu mála eru komnir í málakerfið geti menn eytt öðrum póstum eftir ákveðinn tíma.“ Sumt ber ekki að varðveita Með öðrum póstum á Eiríkur við ruslpóst og tölvupósta um til dæmis fundatíma og annað slíkt sem ekki á heima í málaskrá. „Slíkir póstar eru geymdir til væntanlegrar eyðingar í framtíðinni þegar búið er að setja slíkar reglur. Í febrúar 2017 sendum við mennta- og menningarmálaráðuneytinu tillögur okkar að reglum um tölvupósta. Nú eru lögin þannig að Þjóðskjalasafn á að setja reglur um skjalamál og skjalastjórn. Þetta er ein af þeim reglum sem við höfum gert tillögu um til ráðuneytisins um að verði settar. Ráðuneytið hefur þær enn til meðferðar. Með reglunum viljum við skýra hvernig fara skal með tölvu- pósta og gera stofnunum kleift að vista pósta sem skipta máli og eyða þeim póstum sem ekki skipta máli, án þess að þurfa að sækja um heim- ild í hvert skipti.“ Eiríkur segir aðspurður það geta verið matskennt í hvorn flokkinn tölvupóstarnir eru flokkaðir. „Það er þó ekki matskenndara en önnur gögn sem menn nota í málum. Það þarf alltaf að meta hvort póst- arnir varða málið. Það getur til dæmis verið matsatriði hvað telst til vinnugagna. Slíkt almennt mat á þó ekki að verða til vandræða við slíka flokkun,“ segir Eiríkur. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók við fyrirspurn um málið. Svarið var enn í vinnslu í gærkvöldi. Reglur um tölvupósta í mótun  Þjóðskjalasafn Íslands bíður viðbragða menntamálaráðuneytisins  Þingmenn eiga sinn tölvupóst  Þjóðskjalavörður segir að varðveita beri tölvupósta er varða afgreiðslu mála hjá hinu opinbera Helgi Bernódusson Eiríkur G. Guðmundsson „Það er með öllu óheimilt að eyða svona gögnum og þarna var meira að segja afritunum eytt,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, um hugsanleg lögbrot vegna meðferðar skjala í svonefndu braggamáli. Í skýrslu innri endurskoðunar sé fullyrt að lög um meðferð skjala hafi verið brotin. „Við höfum óskað eftir því að borgarskjalavörður kæmi inn á fund borgarráðs og kynnti málin,“ sagði Eyþór, en tillögu um að Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, kæmi á fund borgarráðs var hafnað á fundi ráðsins. „Við leggjum áherslu á að borgarskjalasafnið finni út úr því hvernig stendur á því að skjöl voru ekki til og þeim eytt. Þegar það liggur fyrir þá verða menn að taka afstöðu til þess hvað er gert,“ svarar Eyþór spurður hvort vísa beri málinu til sakamálarannsóknar ef grunur er um lögbrot. Ótímabært sé að ræða það. Áður þurfi að upplýsa málið frekar. Vilja rannsaka braggapóstana BORGARSKJALAVÖRÐUR SKOÐI LÖGBROT Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samninganefndir iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins (SA) hittast á viðræðufundi fyrir hádegi í dag og eftir hádegið munu samninganefndir Starfsgreinasambandsins (SGS) og SA halda áfram viðræðum. Síðan verður samningafundur Landssam- bands verslunarmanna og SA á mánudagsmorgun, að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, fram- kvæmdastjóra SA. SGS og SA hitt- ust á samningafundi í gær og tíminn eftir hádegi fór í „heimavinnuna“ að sögn Halldórs. Þá er unnið að út- reikningum. Hann sagði að þessir vinnufundir væru mikilvægir og ljóst að þetta yrði ekki fríhelgi hjá þeim sem eru í kjaraviðræðum. Eftir að ræða launamálin Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, sagði að fundurinn með SA í gær hefði verið ágætur. „Þetta er búið að vera jákvætt í vikunni en það er ekki farið að ræða stærstu málin,“ sagði Björn. Hann sagði að menn hefðu verið að tína út það sem búið var að ræða í undirhópunum. Þeir fjalla um einstakar starfsstéttir, t.d. byggingaverkamenn, hópferðabíl- stjóra, fiskvinnslufólk og ræstinga- fólk. Tekist hefur að þoka þeirri vinnu áfram og eru einhver mál þeg- ar frágengin, að sögn Björns. Efling hefur tekið þátt í vinnu undirhóp- anna um einstakar starfsgreinar. Björn sagði að staðan gagnvart framhaldinu yrði metin eftir fundinn í dag. Hann kvaðst ekki þora að spá neinu um hvenær kjaraviðræðunum lyki. „Við erum bara í þessari vinnu og þó að það sé jákvæður tónn og annað þá er svo mikið eftir,“ sagði Björn. „Við eigum eftir að fara í gegnum alla umræðuna um launin og það sem þeim fylgir. Ég á ekki von á að við klárum þetta í janúar, ég er ekki bjartsýnn á það þó að þetta gangi ágætlega. Þetta er svo mikil vinna.“ Innan raða SGS eru 19 stéttar- félög og í þeim rúmlega 57 þúsund félagsmenn um allt land. Hvert félag fer með samningsumboð fyrir sína félagsmenn en þau hafa oft falið sameiginlegri samninganefnd SGS að fara með umboðið. Sem kunnugt er hafa Efling og Verkalýðsfélag Akraness afturkallað samningsum- boð sín frá SGS í þessum viðræðum. Morgunblaðið/Eggert Kjaraviðræður Samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins héldu viðræðufund í gær. Samninganefndirnar ætla að hittast aftur eftir hádegið í dag. Vinna undirhópa hefur gengið vel það sem af er. Mikil vinna er eftir vegna kjaraviðræðna  SA hittir iðnaðarmenn og SGS í dag  Jákvæðir fundir „Menn fundu leiðir til þess að fjár- magna starfsemi Hafrannsókna- stofnunar á þann máta að hún stæði á svipuðum slóðum og hún gerði í störfum sínum á árinu 2018,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. Í tilkynningu frá Hafrannsókna- stofnun í gærkvöld kom fram að dregið hefði verið úr fyrirhuguðum niðurskurði hjá stofnuninni í kjölfar stífra fundarhalda sjávarútvegs- ráðherra með starfsfólki atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytis. „Ég hafði aldrei heyrt á það minnst fyrr en í fjölmiðlum að menn væru að ræða það að segja upp tutt- ugu manns og leggja einu skipi,“ segir Kristján. Hann segir að alltaf hafi staðið til að finna leiðir til að bæta úr breytingum sem urðu á fjár- mögnun Hafrannsóknastofnunar. Laga þurfi fjármögnun stofnunar- innar þannig að það sé ekki verið að fjármagna varanleg verkefni með tekjustofnum sem fara upp eða nið- ur milli ára. thor@mbl.is Minna skorið niður í hafrannsóknum  Fundu leiðir til að fjármagna Hafró Morgunblaðið/Ómar Hafrannsóknir Stofnunin fylgist með hafinu og fiskstofnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.