Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 ✝ Hermann Jóns-son fæddist 13. nóvember 1938 í Móskógum, Fljót- um. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 1. jan- úar 2019. Foreldrar hans voru Jón Guð- mundsson, f. 1900, d. 1988, og Helga Guðrún Jósefsdóttir, f. 1901, d. 1971. Systkini Hermanns eru Al- freð, f. 1921, d. 2011, Guð- mundur Halldór, f. 1923, d. 1999, Aðalbjörg Anna, f. 1926, Ásmundur, f. 1928, d. 1958, Sig- ríður, f. 1930, d. 2011, Svavar, f. 1931, Kristinn, f. 1932, Baldvin, f. 1934, d. 2017, Halldóra Rann- veig Hrefna, f. 1935, Pálmi, f. 1937, Lúðvík Ríkharð, f. 1940, og Svala, f. 1945. Aðalheiður Agnes, f. 2002. 3) Auður, f. 1990, maki Kristján Árnason, f. 1986. Börn þeirra eru: Eyþór, f. 2010, Árni, f. 2015, og Emil, f. 2018. Barn Hermanns er Hólmkell Hreins- son, f. 1961, maki Kristín Sóley Sigursveinsdóttir, f. 1962. Börn þeirra eru: 1) Sveinn, f. 1989, maki Jóhanna Hildur Ágústs- dóttir, f. 1991. 2) Hulda, f. 1992. Hermann ólst upp í foreldra- húsum í Fljótunum, fyrstu árin í Móskógum en fluttist vorið 1940 með foreldrum og systkinum að Molastöðum í sömu sveit. Her- mann vann ýmis störf til sjós og lands 1954-1960, var bóndi í Merkigili í Eyjafirði 1960-1965 og bóndi í Lambanesi 1965-2001. Einnig var hann hreppstjóri frá 1982 í Holtshreppi og síðan í Fljótahreppi til ársins 1998. Þau hjónin fluttu til Sauðárkróks haustið 2003 þar sem þau voru virkir þátttakendur í störfum Félags eldri borgara. Á sumrin nutu þau dvalar í sumarbústað sínum í Fljótum. Útför Hermanns fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 12. janúar 2019, klukkan 14. Hermann kvænt- ist 1. desember 1959 Auði Ketils- dóttur frá Finna- stöðum, f. 19.10. 1937. Foreldrar hennar voru Ketill Sigurður Guð- jónsson, f. 1900, d. 1987, og Hólm- fríður Pálsdóttir, f. 1900, d. 1987. Barn Hermanns og Auðar er Hafþór, f. 1960, maki Anna Steingrímsdóttir, f. 1960. Börn Hafþórs eru: 1) Bryndís, f. 1980, maki Sigurður Hjartarson, f. 1967. Börn þeirra eru: Agnar, f. 2004, og Kári, f. 2008. 2) Hermann, f. 1981, maki Hrafndís Bára Einarsdóttir, f. 1983. Börn þeirra eru: Ragn- hildur Perla, f. 2013, og Sveinn Sævar, f. 2014. Börn Hermanns eru: Hafþór Árni, f. 2001, og Hermann frændi var okkur mjög kær, hlýr og traustur vin- ur, sem gott var að vera nærri. Tónelskur og skemmtilegur. Hermann var náttúrubarn. Sveitin var hans sáðmanns- kirkja og þau Auður bjuggu fal- legu búi, nýttu jarðargróðann og það sem Miklavatnið gefur. Ferðum norður í Fljót fylgdu samfundir við Hermann og Auði, höfðinglegar móttökur og óbrigðul vinátta. Oft brugðu þau sér yfir til okkar að Minni- Grindli og þá var stundum harmonikkan, sem Hemmi þandi af miklu listfengi, með í för. Við áttum það líka til að róa yfir Miklavatn í heimsókn í Lambanes og alltaf var jafn gaman að koma, heyra veiði- sögur og skoða handverk Auðar. Hermann lék listavel á harmonikku og hljómborð, spil- aði fyrir dansi um langt árabil, stjórnaði kórum og var kirkju- organisti um tíma. Hann harm- aði það raunar að hafa aldrei lært að lesa nótur, spilaði samt Bach á harmoníum eftir eyranu og sló ekki feilnótu. Þegar Hermann og Auður brugðu búi í Lambanesi áttu þau unga hryssu, Fiðlu, sem Hermann vildi ekki að færi til vandalausra og því keyptum við hana. Hún hafði gengið undir mömmu sinni þar til hún var orðin þrevetra, mannelsk og ágeng og gerði sér ekki alltaf grein fyrir því hvort hún væri maður eða meri. Fiðla færði okkur síðan Spes og það var gaman að fylgjast með áhuga frænda á uppvexti hennar og þroska. Við erum full þakklætis og saknaðar á kveðjustundu og biðjum Auði og afkomendum blessunar Guðs. Nú sefur jörðin sumargræn. Nú sér hún rætast hverja bæn, og dregur andann djúpt og rótt, um draumabláa júlínótt. Nú dreymir allt um dýrð og frið, við dagsins þögla sálar hlið. Og allt er kyrrt um fjöll og fjörð, og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stefánsson) Bjarnheiður og Sigfinnur. Í dag verður borinn til graf- ar föðurbróðir og vinur, Her- mann Jónsson frá Lambanesi í Fljótum. Á þessari stundu kemur upp mikill söknuður eft- ir góðan frænda og vin en líka rifjast upp margar góðar minn- ingar. Leiðir okkar Hemma lágu fyrst saman þegar ég var send- ur á Molastaði í Fljótum til afa og ömmu þar sem Hemmi ólst upp. Ég var þriggja ára gamall en þá var Hemmi 11 ára. Ég kynntist honum síðan næstu ár- in – þeim ljúfa og skemmtilega dreng. Hemmi var einstaklega músíkalskur og spilaði á fót- stigna heimilisorgelið og sungið var með. Síðan tók harmonikk- an við, hann var snillingur á það hljóðfæri. Snemma fór Hemmi í kaupa- vinnu austur í Eyjafjörð og síð- an lá leiðin á sjóinn. Það var glatt á hjalla á Molastöðum þegar Hemmi kom í heimsókn með skipsfélagana. Svo kom hann með kærustuna og eftir- lifandi eiginkonu sína í heim- sókn, hana Auði Ketilsdóttur frá Finnastöðum í Eyjafirði. Það var þröngt í litla bænum á Molastöðum og það var fylgst vel með þegar unga parið leit- aði upp frá bænum til að fá næði. Sumarið 1962 réðst ég sem kaupamaður til Hermanns og Auðar, en þau bjuggu þá mynd- arkúabúi á Merkigili í Eyjar- firði. Þar kynntist ég Auði betur, þeirri dugnaðar- og myndarkonu, og syni þeirra ungum, Hafþóri. Þau fluttu síðar í Lambanes í Fljótum og bjuggu þar uns þau hættu búskap. Áfram áttum við ótal góðar stundir saman og einlæga vináttu allt til enda. Þær eru margar minningarn- ar og ljúfar. En sár er sökn- uðurinn. Við Tóta sendum Auði, Hafþóri og Önnu og fjölskyld- um þeirra innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Helgi og Þórunn. Lærifaðir, umhyggjusamur, húmoristi, tónlistarmaður og vinur, þetta er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín, elsku Hermann. Ég var ekki há í loftinu, sjö ára, þegar ég fór að koma til ykkar Auðar í Lambanesi á sumrin og áttu þau sumur eftir að verða miklu fleiri. Alltaf var tekið vel á móti mér og hef ég alltaf búið að því sem þið kennduð mér bæði í leik og starfi. Ótal minningar koma upp í hugann um veru mína með ykkur í Lambanesi og væri það efni í heila bók að skrásetja þær allar hér en ég mun geyma þær vel í hjarta mínu. Þú reyndist mér og minni fjölskyldu ævinlega vel og var gott að koma til ykkar Auðar í heimsókn og manni alltaf tekið eins og maður væri kominn heim. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Elsku Hermann, minningin um góðan mann mun lifa i hjörtum okkar Bjarna og við biðjum góðan guð að styrkja elsku Auði og alla fjölskylduna þína á þessum erfiðu tímum. Iðunn. Það er erfitt að lýsa með orðum því þakklæti sem mér býr í brjósti að hafa átt Her- mann að í mínu lífi. Ég fékk það tækifæri að fá að vera hjá þeim Auði í sveit á sumrin í Lambanesi frá unga aldri. Á hverju vori gat ég ekki beðið eftir því að skólinn klár- aðist og ég kæmist norður í Fljót í sveitastörfin og út í náttúruna. Lyktin af vorinu, kyrrðin en samt oft snjór yfir öllu ennþá og ísinn nýfarinn af Miklavatni. Loksins var ég svo kominn til þeirra aftur í Lambanes. Samverustundirnar voru margar enda gengum við sam- an í mörg verk. Við spjölluðum um heima og geima, göntuð- umst og Hermann hermdi eftir sveitungunum með gaman- sömum hætti. Við fórum í girðingar um leið og snjór var farinn úr giljum og lautum. Netanna var vitjað kvölds og morgna. Tað stungið út úr fjárhúsum meðan tún spruttu og dyttað að ýmsu á bænum. Heyskapur og töðu- gjöld. Á „lögformlegum“ hvíldar- tíma bænda, eftir hádegismat- inn, fór ég með veiðistöng niður að vatni eða hlustaði á Bítlana. Á kvöldin var nikkan oft dregin fram og Hermann spilaði fyrir heimilisfólkið. Hermann var einstaklega þolinmóður að kenna mér, gutt- anum, til verka og hann leyfði mér að spreyta mig á hlutun- um. Þessi ábyrgð og lærdómur sem ég fékk í Lambanesi er dýrmætur og á stóran þátt í þeim manni sem ég hef að geyma í dag og fyrir það er ég þakklátur. Eftir að ég komst til fullorð- insára og fór að koma með fjöl- skylduna í Fljótin tók Hermann á móti þeim með sömu hlýju og kærleika og mér. Þau fengu að kynnast honum og þeim manni sem hann hafði að geyma. Ég á óteljandi margar góðar minn- ingar um Hermann sem munu ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Með söknuði, Guðmundur Halldór Jónsson. Fallinn er frá eftir snarpa baráttu við erfið veikindi góður félagi og vinur, Hermann í Lambanesi. Mig langar að kveðja hann með nokkrum orð- um þó að orð megi sín lítils. Það voru alltaf gleði- og ánægjustundir að koma í Lambanes og gestrisni og hlýju viðmóti þeirra hjóna við brugð- ið, ég kom við hjá þeim einu sinni sem oftar í sumar í sælu- reitnum sem þau Auður frænka mín höfðu komið sér upp í Ketilásnum. Sú ferð var nokkuð úr leið en mikið er ég ánægður að þetta skyldi gert. Hermann var bóndi í sinni sveit og leið líklega hvergi betur. Þarna var held ég allt sem honum fannst hann vanhaga um, a.m.k. er það mín upplifun. Hann var lunkinn veiðimaður og að fara með honum að vitja um netin voru góðar stundir, þegar heim í bæ var komið var sett soðning á hellu og borðuð með kartöflum og miklu smjöri, þetta var lostæti. Í nokkur haust fór ég með honum og Pétri bónda á Hraunum í Siglu- fjarðarrétt. Þar þekktu þeir alla kallana og þar var tekist á með glensi en líka alvöru, þeir kunnu á þetta drengirnir. Síðar um daginn þegar komið var í Stíflurétt og þeir inntir fregna úr Siglufirði gátu þeir verið drýgindalegir. Eitt sinn um páska var gestkvæmt og enn búið í gamla bænum og snjó- þungt mjög og hafði verið óveð- ur, fólk orðið leitt á spilum og taflmennsku, annað ekki að- hafst nema sinna gegningum. Einn morguninn meðan Her- mann var í fjósi tókum við Jón Helgi frændi hans vélsleða sem Hermann réði yfir ófrjálsri hendi og þeystum um, þegar bóndi náði til okkar var hann ekki skælbrosandi yfir uppá- tæki okkar en tók gleði sína fljótt þegar hann sá hve við vorum glaðir. Það er ekki hægt að kveðja þig Hermann nema minnast á þjóðmál og pólitík, þar blundaði áhugamál sem kom alltaf sterkt fram ef maður hitti þig. Verst þótti mér samt fyrir um það bil fimmtán árum þegar þú sagðir mér að þú hefðir kosið Fram- sóknarflokkinn í síðasta sinn, það væri ekki hægt að kjósa hann, búið að eyðileggja hann. Já, þannig varstu, hreinn og beinn. Eins er margs að minnast frá sumrinu sem við vorum við byggingu nýs íbúðarhúss í Lambanesi, þá var sko tilhlökk- un hjá ykkur hjónum að kom- ast úr gamla bænum í nýtt hús. Að lokum þakka ég fyrir allt gamalt og gott, góði vinur. Sigurður Hólm Freysson. Elsku Hermann, við munum minnast þín sem gleðipúka og ylja okkur við þær skemmti- legu minningar sem þú gafst okkur. Takk fyrir allt. Með þessu ljóði kveðjum við þig: En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Signý og Salóme. Hermann Jónsson Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 RANNVEIG STEINUNN BJÖRNSDÓTTIR andaðist mánudaginn 31. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóhannes Jökull Jóhannesson og fjölskylda Ástkær dóttir okkar, móðir, amma og systir, MARÍA ELLEN GUÐMUNDSDÓTTIR KREYE leiðsögumaður, lést á lungnadeild Landspítalans 20. desember. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk Maríu. Foreldrar börn og makar barnabarn systkini og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elsku mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, HALLDÓRS GUÐMUNDSSONAR. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landspítala og Heru. Anna Björnsdóttir Kristinn Ágúst Halldórsson Bentína Pálsdóttir Arnaldur Halldórsson Gyða Björg Olgeirsdóttir og barnabörn Okkar ástkæri faðir, afi og tengdafaðir, SIGURÐUR ÁRNASON, vélstjóri, lést þriðjudaginn 25. desember á heimili sínu. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sunneva Sigurðardóttir Alexander Arnarson Jane María Sigurðardóttir Gísli Þrastarson Gunnar Sigurðarson og barnabörn Við fjölskyldan þökkum af alhug öllum sem sýnt hafa samúð, gefið faðmlag og sent okkur hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar KRISTJÁNS VÍFILS KARLSSONAR, sem lést mánudaginn 10. desember. Hans er sárt saknað en minningin lifir. Anna Eyrún Halldórsdóttir Svala Björk Héðinn Sigurðsson Halldór Steinar Erla Þórhallsdóttir Karl Guðni barnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.