Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Mjög rúmgóð og falleg 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í nýlegu fjölbýli í Dalshverfi í Reykjanesbæ. Staðsett í göngufæri frá nýjum gunnskóla. Stærð 120,7 m2 Verð kr. 34.900.000 Bjarkardalur 33, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Landsréttur staðfesti sl. miðvikudag mánaðarlangan nálgunarbannsúr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem er bannað að nálgast ólögráða stúlku. Maðurinn og stúlkan, sem bæði eru í neyslu, hafa verið par og hefur maðurinn aðstoðað stúlkuna við að strjúka af heimili sínu. Segir í kæru lögreglu að maðurinn hafi hlotið dóm fyrir að aðstoða aðra stúlku við að strjúka árið 2017. Það var móðir stúlkunnar sem fór fram á að lögregla bannaði mann- inum að hafa samband við stúlkuna. Leitarbeiðni var send út í þrígang vegna stúlkunnar í lok síðasta mán- aðar, en hún hafði þá nýlega lokið langtímameðferð. Sækja í hvort annað Fram kemur í úrskurði héraðs- dóms að stúlkan og maðurinn sæki í félagsskap hvort annars og að þeim verði ekki haldið hvoru frá öðru, nema manninum verði bannað að nálgast stúlkuna þar sem hún sé enn barn að aldri. Telur dómurinn enn fremur að haldi samskipti þeirra áfram þá verði meira en smávægi- legur ami af því bæði fyrir stúlkuna og foreldra hennar og með því verði brotið enn frekar gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Samkvæmt nálgunarbanninu er manninum bannað að koma á eða í námunda við heimili stúlkunnar og á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis það. Ennfremur er honum bannað að veita henni eftir- för, nálgast hana á almannafæri eða hafa samband við hana með öðrum hætti, meðal annars símleiðis og á samfélagsmiðlum. annaei@mbl.is Má ekki nálgast ólögráða stúlku  Landsréttur staðfesti nálgunarbann Morgunblaðið/Hanna Landsréttur Staðfesti úrskurð hér- aðsdóms um nálgunarbannið. Úthlutunarnefndir launasjóðs lista- manna hafa lokið störfum og út- hlutað samtals 1.600 mán- aðarlaunum. Um er að ræða launasjóð hönnuða, myndlist- armanna, rithöfunda, sviðs- listafólks, tónlistarflytjenda og tón- skálda. Alls bárust 890 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum. Umsækjendur voru samtals 1.543. Úthlutun fá 358 listamenn. Starfslaun listamanna eru 392.498 krónur á mánuði samkvæmt fjár- lögum 2019. Um verktakagreiðslur er að ræða. 358 listamenn fá starfslaun í ár Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Markmið endurskoðaðs samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar- innar er meðal annars að stuðla að jafnvægi framboðs og eftirspurnar á markaði og auka frelsi sauðfjár- bænda til að nýta önnur tækifæri. Stefnt er að fækkun sauðfjár með ýmsum aðgerðum, þó ekki meira en um 10% sem svarar til 47 þúsund vetrarfóðraðra kinda. Aðlögun að markaði Sauðfjárræktin hefur glímt við erfið vandamál síðustu árin. Fram- leiðslan hefur verið mikið umfram innanlandsmarkað og lágt verð feng- ist fyrir stóran hluta þess kjöts sem flutt hefur verið á erlenda markaði. Í kjölfarið lækkaði verð á kjöti sem bændur leggja inn í afurðastöðvar. Unnið verður að fækkun sauðfjár og aðlögun framleiðslu að innan- landsmarkaði með ýmsum hætti. Gerðir verða samningar við bænd- ur sem áhuga hafa á að draga úr eða hætta framleiðslu. Bóndinn fær áfram stuðningsgreiðslur sam- kvæmt búvörusamningi þótt hann snúi sér að annarri starfsemi sem hann gerir út frá býli sínu. Greiðsl- urnar fær hann í allt að fjögur ár. Heildarstuðningur er óbreyttur frá núverandi samningi en breyt- ingar gerðar á fyrirkomulagi bein- greiðslna. Markmiðið er að draga úr vægi greiðslna sem tengdar eru við framleitt kjötmagn eða gripafjölda en áhersla lögð á stuðning sem er síður hvetjandi til offramleiðslu. Hluti stuðningsgreiðslna verður notaður til að efla markaðsstarf og fækka fé. Sett verður á svokölluð innanlandsvog. Hún felur í sér að Matvælastofnun áætlar sölu á kinda- kjöti á ári og munu álagsgreiðslur vegna gæðastýringar skiptast á þann hluta heildarframleiðslunnar sem ætlaður er til innanlandsmark- aðar. Oddný Steina Valsdóttir, formað- ur Landssamtaka sauðfjárbænda, telur mikilvægt að með sam- komulaginu komi til ferlar til að tak- ast á við sveiflur í rekstrarumhverfi sauðfjárræktarinnar. Þá sé áfram stefnt að því að jafna stöðu sauð- fjárbænda, meðal annars með því að hafa þá bændur í forgangi við ráð- stöfun kvóta sem lítinn stuðning fá, og draga úr kostnaði. Hún telur að aðlögun framleiðsl- unnar að markaði gerist tiltölulega fljótt. Segir að nokkur fækkun hafi nú þegar orðið. Þá séu jákvæð tákn á lofti í umhverfinu þannig að mark- miðið nálgist. Aukið frelsi til athafna „Samningurinn býður bændum aukið frelsi til athafna með þeim ráð- stöfunum sem felast í aðlög- unarsamningum að breyttum bú- skaparháttum,“ segir Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra. Hann vonast til að aðlögun fram- leiðslu að markaði bæti hag atvinnu- greinarinnar. „Það að stilla fram- leiðsluna og stuðninginn við innanlandsneyslu ætti að geta skilað sér í því að þeir bændur sem halda áfram geti aukið verðmæti fram- leiðslu sinnar,“ segir Kristján um leið og hann bendir á að ástandið á markaði sé betra en það var á síð- asta ári. Sauðfjársamningur bænda og rík- isins gildir til ársins 2026. Gert er ráð fyrir annarri endurskoðun á árinu 2023. Fé fækkað um allt að 10% Morgunblaðið/Árni Sæberg Áfangagil Bændur draga fé af Landmannaafrétti í sundur við Áfangagil. Gangi áætlanir eftir verður víða færra fé í réttum á næstu árum. Gert er ráð fyrir því að bændur geti nýtt önnur tækifæri á jörðum sínum og búið þar áfram.  Hvati í endurskoðuðum sauðfjársamningi til að laga framleiðslu að markaði  Sauðfjárbændur geta snúið sér að öðru en haldið greiðslum á aðlögunartíma Morgunblaðið/Eggert Undirritun Unnur Brá Konráðsdóttir verkefnisstjóri, Bjarni Benediktsson, Kristján Þór Júlíusson, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, og Oddný Steina Valsdóttir skrifuðu undir samninginn í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.