Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Níu líf – Sögur af landi er vinnuheiti á nýjum söngleik með lögum Bubba Morthens sem verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins eftir ár. Það var tilkynnt á blaðamanna- fundi í gær þar sem Bubbi sjálfur flutti brot úr nokkrum laga sinna ásamt fjórum leikurum Borgarleik- hússins og Þóri Baldurssyni hljóm- borðsleikara. Ólafur Egill Egilsson skrifar verkið og mun hann tengja tónlist og texta Bubba við merka atburði í sögu þjóðarinnar síðustu áratugi, eða frá upphafi ferils tónlistar- mannsins. „Saga og sögur Bubba eru um leið sögur okkar allra, sögur Íslands, frá verbúð til víðáttubrjálæðis, frá blindskerjum til regnbogastræta, hlýrabolum til axlapúða og aftur til baka,“ segir Ólafur Egill um verkið og vitnar um leið til nokkurra þekktra texta Bubba. Kristín Eysteinsdóttir borgar- leikhússtjóri ávarpaði viðstadda í gær og sagði að enn hefði ekkert verið ákveðið varðandi leikstjóra, aðra listræna stjórnendur eða leik- ara. Leikararnir í sýningunni munu flytja lög Bubba, studdir af hljóm- sveit. Nátengdur þjóðinni og sögunni Þegar Bubbi er spurður að því hvernig tilfinning það sé að vera við- fangsefni leiksýningar, þá er svarið einfalt: „Geggjað!“ Hann kveðst þakklátur fyrir að verkið verði ekki „einhver klisja um „Bubba“ og honum finnist mikilvægt að ekki verði einhver einn leikari að leika sig. „Ég held að þetta verði trúverðug sýning og heiðarleg,“ seg- ir hann og kveðst líklega koma eitt- hvað smávegis að undirbúningi verksins. „En ég mun reyna að halda mér til hlés og blanda mér ekki í þetta. Það er alltaf hætta á því að fari maður að rýna í eitthvað þessu líkt sem tengist manni, þá taki hégóminn yfir og það gæti orðið katastrófa!“ segir hann hlæjandi og kveðst treysta starfsfólki Borgar- leikhússins fullkomlega fyrir verk- efninu. Þegar Kristín borgarleikhússtjóri er spurð að því hvers vegna þau ráð- ist í að setja upp sýningu út frá lög- um Bubba, þá stendur ekki á svari: „Bubbi spannar svo langt tímabil og hefur verið nátengdur þjóðinni og okkar sögu í fjörutíu ár,“ svarar hún. „Ég fékk lagalistann hans sendan og þetta eru tæplega 850 lög! Höf- undarverk hans er magnað og líka hvernig honum tekst að lýsa ástand- inu í samfélaginu á hverjum tíma. Hann hefur alltaf verið að lýsa því sem er að gerast, eða verið á undan því.“ Og hún segir það hafa verið spennandi að finna þá nálgun með Ólafi Agli að fara í verkinu í gegnum stóra viðburði í sögu þjóðarinnar á þessum tíma og staðsetja Bubba þar fyrir miðju. „Hugmyndin er að ólíkir aðilar túlki Bubba í verkinu, konur, menn, barnakórar; við hyggjumst fylla sviðið af tónlistinni hans og alls- konar listamenn túlka hana.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sögur Íslands Bubbi kom fram á blaðamannafundinum þar sem verkið var kynnt og flutti ásamt leikurum hluta nokkurra laga sinna. Söngleikur með lögum Bubba  Frumsýndur í Borgarleikhúsi að ári Playing Hard IMDb 6,9/10 Bíó Paradís 17.30 First Reformed Metacritic 85/100 IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 22.00 Shoplifters Metacritic 93/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 17.40, 20.00 Roma Morgunblaðið bbbbb Metacritic 95/100 IMDb 8,6/10 Bíó Paradís 19.30 Suspiria Morgunblaðið bbbbm Metacritic 64/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 21.30 Kona fer í stríð Morgunblaðið bbbbb Metacritic 81/100 IMDb 7,6/10 Bíó Paradís 17.30 Nár í nærmynd Bíó Paradís 19.30, 22.20 Green Book 12 Metacritic 70/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 13.50, 16.20, 16.30, 19.20, 22.20 Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.00, 20.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 22.00 Sambíóin Akureyri 19.30 Sambíóin Keflavík 19.30 Escape Room 16 Metacritic 50/100 IMDb 6,4/10 Smárabíó 17.20, 19.20, 20.00, 21.50, 22.20 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 19.30, 21.30 Holmes og Watson 12 Metacritic 24/100 IMDb 3,4/10 Smárabíó 19.50, 22.00 Háskólabíó 20.50 Borgarbíó Akureyri 21.30 Ben is back Metacritic 68/100 IMDb 6,9/10 Laugarásbíó 20.00, 22.15 Háskólabíó 17.50, 20.40 Borgarbíó Akureyri 19.30 Second Act IMDb 5,8/10 Laugarásbíó 17.50, 19.50, 22.10 Borgarbíó Akureyri 17.30 Adriana Lecouvreur Sambíóin Kringlunni 17.55 Bumblebee 12 Metacritic 35/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 14.50, 17.20, 19.50 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.00 Smárabíó 17.00 Mortal Engines 12 Morgunblaðið bbmnn Metacritic 48/100 IMDb 6,6/10 Smárabíó 19.40, 22.30 Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald Bönnuð börnum yngri en 9 ára. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 57/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 19.30, 22.20 Bohemian Rhapsody 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 49/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 19.50, 22.30 Smárabíó 16.20 Háskólabíó 15.30, 18.20, 20.30 A Star Is Born 12 Morgunblaðið bbbbm Metacritic 88/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Kringlunni 16.20, 19.15, 22.00 Spider-Man: Into the Spider-Verse Morgunblaðið bbbbm Metacritic 87/100 IMDb 8,8/10 Laugarásbíó 17.00 Smárabíó 13.10, 13.40, 14.45, 15.00, 16.40, 19.30, 22.10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.30 Sambíóin Keflavík 14.30, 17.00, 19.00 Háskólabíó 15.40, 18.10 Borgarbíó Akureyri 15.00, 17.15 Halaprúðar hetjur IMDb 5,8/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 13.40, 15.30 Sambíóin Akureyri 14.00 Sambíóin Keflavík 14.30 Nonni norðursins 2 Laugarásbíó 14.00 Smárabíó 12.40, 17.50 Háskólabíó 15.20 Ralf rústar internetinu Metacritic 71/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 13.50, 14.30, 17.00 Sambíóin Egilshöll 14.00 Sambíóin Kringlunni 13.50 Sambíóin Akureyri 14.00 Sambíóin Keflavík 16.15 The Grinch Laugarásbíó 13.50, 15.50 Smárabíó 13.20 Mary snýr aftur til Banks-fjölskyldunnar í London á tímum kreppunnar miklu. Metacritic 66/100 IMDb 7,6/10 Laugarásbíó 14.00, 17.00 Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.00 Sambíóin Kringlunni 13.40, 19.20 Sambíóin Akureyri 16.40 Háskólabíó 15.40, 18.15 Mary Poppins Returns 12 Robin Hood 12 Krossfarinn Robin af Lox- ley og Márinn félagi hans gera uppreisn gegn yfir- völdum. Metacritic 32/100 IMDb 5,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 19.50, 22.10, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 22.20 Aquaman 12 Arthur Curry kemst að því að hann er erfingi neðansjávar- ríkisins Atlantis. Metacritic 53/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 19.20, 20.40, 22.20 Sambíóin Egilshöll 14.00, 17.00, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 16.20, 21.45 Sambíóin Akureyri 19.30, 22.00 Sambíóin Keflavík 21.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna Kvikmyndir bíóhúsanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.