Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Eins og mörg undanfarin árhefst skákvertíð meðtveim vel skipuðum mót-um, Skákþingi Reykja- víkur annars vegar og MótX-mótinu sem fram fer í Stúkunni á Kópavogs- velli hinsvegar. Eins og oft áður eru nokkrir sem tefla í báðum mótunum en það er ánægjulegt hversu góð þátttakan er. Á Skákþingi Reykja- víkur, þar sem teflt er tvisvar í viku, eru þátttakendur 63 talsins en á MótX-mótinu, þar sem teflt er einu sinni í viku, eru keppendur 51 og tefla í tveim flokkum. Stigaþakið er býsna hátt í A-flokki, eða 2.200 Elo- stig, en B-flokkurinn er einnig vel skipaður. Meðal keppenda eru stórmeist- ararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Hjörvar Steinn Grétars- son, Þröstur Þórhallsson og Bragi Þorfinnsson. Í 1. umferð sl. þriðju- dagskvöld vakti skák Hjörvars Steins og Vignis Vatnars langmesta athygli en baráttan minnti á skylm- ingar þar sem Vignir var hvað eftir annað nálægt því að koma lagi á andstæðing sinn. En Hjörvar fann nokkra snjalla hróksleiki sér til varnar og hafði sigur: Hjörvar Steinn Grétarsson – Vignir Vatnar Stefánsson Hollensk vörn 1. d4 f5 Vinsæl byrjun hjá ungu skák- mönnunum í dag. 2. Bg5 h6 3. Bh4 g5 4. e3 Rf6 5. Bg3 d6 6. Rc3 Be6 7. Bd3 Dc8 8. h4 g4 9. Rge2 Bg7 10. Rf4 Bf7 11. h5 Rc6 12. De2 O-O 13. Bc4 e6 14. f3 He8 15. Bh4 Ónákvæmni að mati „vélanna“ og Vignir hittir á besta svarið. 15. ... Ra5! 16. Bd3 e5 17. dxe5 dxe5 18. Rg6 Rxh5?! Mun betra var 18. ... e5. Nú hrifs- ar Hjörvar til sín frumkvæðið. 19. fxg4 fxg4 20. Be4! He6 21. Rd5 Rc6 22. Dd3 Bxg6 23. Bxg6 Rf4! Eini leikurinn til að halda taflinu gangandi. 24. exf4 exf4+ 25. Kd2? Afleitur reitur. Best var 25. Be4 De8 26. O-O-O Hxe4 27. c3! með yfirburðastöðu. 25. ... Re5! Svartur snýr taflinu við! 26. Db3 Rxg6 27. Hae1 Kh8 28. Bf6 Hxf6 29. Rxf6 Dd8+ 30. Rd5 c6 31. He6 Og hér getur svartur unnið með 31. ... Rh4! 31. ... Kh7? 32. Hh5! Snarplega teflt, 32. ... cxd5 er nú svarað með 33. Dd3! og riddarinn á g6 fellur. 32. ... Rf8 33. He7 Rg6 34. Dd3 Dd6 35. Hd7! Þessi hróksleikur gerir útslagið. 35. ... Dxd7 36. Rf6+ Bxf6 37. Dxd7+ Bg7 38. Hf5 Kh8 39. Kc1 Re5 40. Dxb7 He8 41. Hxf4 Kh7 42. Dxa7 Kg6 43. a4 h5 44. Kb1 h4 45. Df2 Hh8 46. De2 Hh5 47. De4+ Kh6 48. Hf5 - og svartur gafst upp. Dagur sigraði í Montreal Dagur Ragnarsson varð efstur ásamt Kanadamanninum Chiku- Ratte á alþjóðlegu móti sem lauk í Montreal í Kanada um síðustu helgi. Dagur hlaut 6½ vinning af níu mögu- legum og náði öðrum áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli. Hann komst einn í efsta sæti eftir fjórar umferðir, hægði ferðina með nokkr- um jafnteflum en vann lokaskákina. Dagur er nú með 2.362 Elo-stig en til þess að hljóta útnefningu þarf lágmark 2.400 elo-stig. Dagur er meðal keppenda í MótX-mótinu í Stúkunni. Hastings-mótinu lauk um svipað leyti, en fyrir síðustu umferð voru Guðmundur Kjartansson og Vignir Vatnar Stefánsson aðeins hálfum vinningi frá efsta manni. Vignir þurfti að vinna síðustu skák sína með svörtu til að ná áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli en var frek- ar óheppinn með pörun, tapaði og hlaut 6 vinninga af 10 mögulegum. Hækkaði samt um 15 Elo-stig fyrir frammistöðuna. Guðmundur varð í 7.-10. sæti með 6½ vinning en efstu skákmenn fengu 7 vinninga. Nokkrir snjallir hróksleikir Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Fallegt 188,5 m2 einbýlishús á einni hæð með rúmgóðum bílskúr á stórri eignarlóð. Eignin er skráð 188,5 m2, þar af íbúðarrými 136 m2 og bílskúr 52,5 m2. Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, þvottahús, 2-3 svefnherbergi, sjónvarpshol, eldhús, stofu og borðstofu. Eignin stendur á 1.000 m2 eignarlóð með þremur timburveröndum, leikskúr/geymsluskúr, heitum potti og stóru hellulögðu bílaplani með hitalögn. V. 79,9 m. Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080 fastmos.is // fastmos@fastmos.is Svanþór Einarsson Löggiltur fasteignasali S. 698 8555 Sigurður Gunnarsson Löggiltur fasteignasali S. 899 1987 Lækjartún 5 - 270 Mosfellsbær Opið hús þriðjudaginn 15. janúar frá kl. 17:00 til 17:30 Opið hús Sigríður Andersen dómsmálaráðherra gerði heiðarlega til- raun til að koma talnaviti fyrir kvenna- hóp þann sem undir forystu verkefnastýr- unnar Maríönnu Clöru Lúthersdóttur stóð fyrir mótmælum kvenna á Arnarhóli að áliðnu síðasta ári. Grundvöllur mótmæl- anna var goðsögnin um almenna launakúgun kvenna. Eins og vænta mátti voru móttökur kvennaskar- ans óblíðar og báru greinilegan keim af kunnuglegri rökfimi á þeim vettvangi. Víst hallaði á kon- ur í launum, þrátt fyrir að enginn gildur, vísindalegur fótur væri fyr- ir svo almennri staðhæfingu. Þorsteinn Víglundsson, aðstoð- arleiðtogi Viðreisnar og fyrrver- andi jafnréttisráðherra, sá einnig ástæðu til að snupra Sigríði vegna vanþekkingar á „glerþakinu“. Síðustu tvo áratugina hefur efnið verið þaulrannsakað vestan hafs og austan. Niðurstöðurnar eru býsna samhljóma. Það er ekkert glerþak. Kristin Skogen Lund forstjóri: „Það er trúa mín að skortur á kon- um í atvinnulífinu snúist um kon- una sem slíka. Margar þeirra hafa ekki áhuga á að standa sig.“ (Kristín var tvö ár í röð kosin valdamesta (mektigste) kona Nor- egs af viðskiptatímaritinu, Kapi- tal.) Tom Colbjörnsen, prófessor við viðskiptaháskólann í Björgvin (Bedriftsökonomisk Institutt), hef- ur rannsakað efnið til þrautar. Hann segir: „Konur burðast með [innri] tálmanir sem gera það að verkum að þær vanmeta iðulega eigin hæfni og efast um getu til að taka að sér yfirmannsstöðu á tind- inum.“ Anne Grethe Solberg, fé- lagsfræðingur að mennt, starfandi ráðgjafi í eigin fyrirtæki og „ráð- gjafi ársins“ í Noregi, hefur einnig rannsakað fyrirbærið: „Glerþaks- kenningin er komin til ára sinna … Kenningin hefur öðlast goðasagnakennt inntak um dulin og torgreinanleg áhrif kynferðis. Við verðum að skipta um sjóngler við rannsóknir á stjórnum og kynferði. Ég greini allavega ekkert glerþak í minni rannsókn,“ skrifar hún. Lögfræðingurinn Markus Plesner Dalin hefur brotið rann- sóknir um efnið til mergjar. Niðurstaða hans er þessi: „Konur eru jafn hraðskreiðar [körlum] á frama- brautinni velji þær rétta menntun. Þær virðast jafnvel stíga hraðar í met- orðum en karlar með sömu mennt- un. … Ef við reiðum okkur á rann- sóknir, en ekki eingöngu á álit og frásagnir, er engin ástæða til að ætla að glerþök séu raunveruleg í Noregi eða öðrum vestrænum ríkj- um.“ Terina Allen, ráðgjafi, leiðtoga- þjálfi og alþjóðlegur fræðari, gerði í Forbes-tímaritnu (ágúst 2018) grein fyrir fyrrgreindum innri tálmunum kvenna: 1) Konur gera ekki kröfur; 2) konur vanmeta getu sína og forðast tæknina; 3) konur treysta sér ekki til forystu og kin- oka sér við ágreiningi á vinnu- staðnum; 4) konur telja sig þurfa meiri sveigjanleika en gerist og gengur og vinna minna en karlar; 5) konur skilja ekki nauðsyn þess að setja ákveðna hluti í fyrirrúm, forgangsraða, vilja gína yfir öllu; 6) konur veigra sér við áhættu og eru hræddari við mistök. Í júníútgáfu sama blaðs gerir Homira Kabir, kvenleiðtogaþjálfi og ráðgjafi, niðurstöður rannsókna að umtalsefni. Þar kemur m.a. í ljós að konur séu áhættufælnar og hræddar við óheppilegar afleið- ingar, taki þær áhættu. Grein- arhöfundur segir svo viturlega: „Það er ógjörningur að hreinsa raunheiminn af áhættu og óöryggi, sérstaklega á flóknum vinnustöð- um sem eru sífelldum breytingum háðir. Það er einnig ógerlegt að inna gagnlegt starf af hendi án þess að sleppa bjarghringnum, láta slag standa og arka inn á óþekktar slóðir, enda þótt það bjóði heim hættu á mistökum og gagn- rýni. … [Þar bíða] áskoranir í sam- skiptum, sem eiga rót í ómeðvit- uðum og dómgreindarbrenglandi væntingum og siðboðum. Slíkar dómgreindarbrenglanir rista djúp í sál bæði karla og kvenna. Þær liggja oft og einatt í þagnargildi í mörgum stofnunum.“ Þjálfun telur Homira gagnlega, en þó: „Vel- flestar þjálfunarskrár beita hug- þjálfun (cogitive approaches) á grundvelli skynsemi og raka. …Þó að þessi nálgun gagnist sumum, dugar hún ekki til að ná kjarna þess, sem í sannleika heldur aftur af flestum kvenna.“ … „Þær hræð- ast vanþóknun þá sem vond ákvörðun kynni að hafa í för með sér.“ … „Þá erum við fyrst færar um að glíma af skynsemi við mis- tök og gagnrýni, þegar okkur lán- ast að kasta fyrir róða tilfinn- ingaseminni. [Þá getum við] lært og látið okkur vaxa fiskur um hrygg.“ Konrektor við háskólann í Osló, Ruth Valtvedt Fjeld, slær þó vissa varnagla við ofangreindun nið- urstöðum og veitir kvenleg ráð: „Að mínum dómi er heldur djúpt í árinni tekið þegar bent er á að konur skorti vilja til að sinna yf- irmannsstöðum. Það eru ljón í vegi margra kvennanna. Það er kostur að konur séu elskulegar og prúðar vilji þær vinna sig hratt upp met- orðastigann – og kunni daður.“ (Á Íslandi eru karlar rændir æru og starfi fyrir slík orð – minnir mig.) Þegar allt þetta er sagt hljóta það að vera ánægjuleg tíðindi að verulegur meirihluti íslenskra kvenna þverneitar því að karlar hindri þær á frambrautinni. Þetta var niðurstaða könnunar á vegum forsætisráðuneytisins fyrir hálfum öðrum áratug eða svo. Áfram stelpur! Goðsögnin um glerþakið Eftir Arnar Sverrisson »Hugtakið um glerþak hefur stundum verið notað til að skýra erfið- leika kvenna á frama- braut í atvinnulífinu. En er það goðsögn? Arnar Sverrisson Höfundur er ellilífeyrisþegi. arnarsverrisson@gmail.com Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.