Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019
Eftir mikinn sam-
drátt í vegafram-
kvæmdum á árunum
eftir hrun og í kjölfar
aukins umferðarálags
samfara fjölgun er-
lendra ferðamanna
hefur ástand þjóð-
vegakerfisins versnað
til muna. Að mati
Samtaka iðnaðarins
er talið að uppsöfnuð
viðhaldsþörf þjóð-
vegakerfisins sé um 70 ma.kr. Þar
til viðbótar er uppsöfnuð þörf til
að ljúka ýmsum brýnum stofn-
framkvæmdum talin vera á bilinu
100-150 ma.kr.
Flestir eru sammála um mikil-
vægi þess að ráðist verði í stór-
átak í vegaframkvæmdum á
næstu árum. Nú þegar farið er að
hægja á framkvæmdum einkaaðila
við byggingu hótela og lúxusíbúða
benda aðstæður í efnahagslífinu
til þess að skynsamlegt sé að nýta
þann slaka til að ráðast í verulega
uppbyggingu í vegagerð.
Almenn sátt virðist ríkja um að
við forgangsröðun framkvæmda
verði tekið mið af umferðaröryggi
og álagi og áhersla lögð á að ljúka
framkvæmdum við stofnleiðir út
frá höfuðborgarsvæðinu og að
vinna að útrýmingu einbreiðra
brúa, fækka hættulegum veg-
köflum, byggja upp vegi á fjöl-
förnustu ferðamannastöðunum,
o.s.frv.
Skatttekjur af ökutækjum
og umferðinni
Fyrir liggur að árlegar tekjur
ríkisins af ökutækjum og umferð-
inni í formi vörugjalda, eldsneyt-
isgjalda, kolefnisgjalda, bifreiða-
gjalda o.fl. gjalda eru enn sem
komið er langt umfram þau fram-
lög sem fara til vegamála.
Stjórnvöld hafa haldið því fram,
að þessar tekjur séu að dragast
saman vegna orkuskipta í sam-
göngum. Þau rök standast ekki
skoðun þar sem þessar tekjur
hafa aukist jafnt og þétt fram á
þennan dag og munu gera áfram
að óbreyttu. Ástæðan er sú að
fjölgun rafbíla og annarra hrein-
orkubíla gengur afar hægt hér á
landi. Þannig varð t.d. 8% sam-
dráttur í innflutningi og skrán-
ingu nýrra rafbíla á árinu 2018
m.v. árið á undan. Hlutfall rafbíla
var aðeins 4% af nýskráðum fólks-
bílum á síðasta ári en til sam-
anburðar var þetta hlutfall 9 sinn-
um hærra í Noregi eða 34%.
Hlutfall rafbíla hér á landi í árs-
lok 2018 var aðeins um 1% af
fólksbílaflotanum m.v. 7% í Nor-
egi (þ.a. er hlutfall rafbíla í Osló
og Bergen um 17%).
Við þurfum því að taka okkur
verulega á í þessum efnum ef við
eigum að ná markmiðum um
orkuskipti í samgöngum og að
standa við aðgerðaáætlun stjórn-
valda í umhverfismálum.
„Markaðar tekjur“
til vegamála
Margir sem hafa hafnað upp-
töku veggjalda telja að nær væri
að láta framangreindar skatt-
tekjur renna til vegagerðar. Stað-
reyndin er hins vegar sú að
ákvæði um „markaðar tekjur“
sem áður voru í vegalögum sem
eyrnamerktar tekjur til vegagerð-
ar eru ekki lengur til staðar, eftir
að Alþingi samþykkti í maí sl. lög
nr. 47/2018 um opinber fjármál. Í
lögum þessum eru skýr ákvæði
um að markaðar tekjur ríkisstofn-
ana sem áður höfðu slíkar lög-
bundnar tekjur eru felldar niður
og að þessar tekjur skuli renna í
ríkissjóð. Í staðinn kom ákvæði
um að verkefni og rekstur við-
komandi stofnana skuli fjármagna
á grundvelli fjárheim-
ilda í fjárlögum.
Þetta á við um
rekstur og verkefni
Vegagerðarinnar og
ýmissa annarra rík-
isstofnana, s.s. RÚV,
Fiskistofu, Fjármála-
eftirlitsins, Íslands-
stofu, Samgöngu-
stofu, Mannvirkja-
stofnunar, Póst- og
fjarskiptastofnunar,
Umhverfisstofnunar
o.fl. stofnana sem
héðan í frá eru fjár-
magnaðar með framlögum í fjár-
lögum sem Alþingi samþykkir ár
hvert.
Breytingar þessar eru í sam-
ræmi við ábendingar frá OECD
og AGS og í takt við þróun sem
orðið hefur í flestum löndum sem
við berum okkur saman við.
Markmið þeirra var að auka skil-
virkni og gegnsæi, efla fjárlaga-
og áætlanagerð og að styrkja fjár-
málastjórn ríkisins. Það heyrir nú
til undantekninga að skatttekjur
erlendra ríkja af bifreiðum, áfengi
og tóbaki, útvarpsgjaldi, auðlinda-
og eftirlitsgjöldum o.fl. þáttum
renni sem „markaðar tekjur“ til
tengdra málaflokka eins og áður
var.
Ný samgönguáætlun – áform
um veggjöld
Samkvæmt nýrri samgöngu-
áætlun sem samþykkt var á Al-
þingi fyrir jól munu fjárframlög
ríkisins á næstu 5-15 árum ekki
duga til að standa undir brýnum
framkvæmdum í vegagerð. Í áætl-
uninni kemur fram, að til að mæta
þessari fjárþörf sé gert ráð fyrir
upptöku veggjalda á stofnleiðum
út frá höfuðborgarsvæðinu til að
fjármagna framkvæmdir til að
ljúka við tvöföldun Reykjanes-
brautar, Suðurlandsvegar og
Vesturlandsvegar.
Nú er unnið í nefndum Alþingis
og í starfshópi á vegum ráðherra
að undirbúningi og nánari út-
færslu en gert er ráð fyrir að Al-
þingi afgreiði málið í vor. Fram
hefur komið, að stefnt sé að því
að taka upp rafræna gjaldtöku
með myndavélum á þremur stöð-
um í jaðri höfuðborgarsvæðisins.
Gert er ráð fyrir að hönnun og út-
boð framkvæmda geti hafist síðar
á þessu ári og að framkvæmdum
verði lokið eftir 5-8 ár.
Áætlaður kostnaður vegna þess-
ara framkvæmda er talinn vera
um 50-60 ma.kr. Stefnt er að því
að stofna með lögum sérstakt
hlutafélag í eigu ríkisins um þetta
tiltekna verkefni. Félagið myndi
afla lánsfjár til að fjármagna
framkvæmdirnar og annast inn-
heimtu veggjalda til að standa
undir vöxtum og endurgreiðslu
lána. Innheimta veggjalda myndi
hefjast eftir lok framkvæmda eða
um miðjan næsta áratug. Fram
hefur komið að miðað við 3% vexti
og 20 ára lánstíma þyrfti fjárhæð
veggjalds að vera á bilinu 100-
1.000 kr. eða að meðaltali 300-600
kr. á ferð. Eigi veggjöld jafnframt
að fjármagna kostnað vegna
reksturs og viðhalds við þessa
vegi má gera ráð fyrir að fram-
angreindar fjárhæðir þurfi að
hækka um allt að 50% sem þýðir
að meðalveggjaldið þyrfti að vera
á bilinu 450-900 kr.
Veggjöld eru ekki heppileg
leið við þessa fjármögnun
Eins og gefur að skila eru mjög
skiptar skoðanir um þessi áform
stjórnvalda. Ýmsir hafa borið
þessa fyrirhuguðu gjaldtöku sam-
an við veggjöldin sem innheimt
voru í Hvalfjarðargöngunum.
Þessi tvö verkefni eru mjög ólík
og engan veginn samanburðarhæf.
Þar var innheimt afnotagjald sem
eingöngu var notað til að standa
straum af gerð og rekstri gang-
anna og þar gátu ökumenn jafn-
framt valið annan kost, að aka
gömlu leiðina um Hvalfjörð. Þess-
ar forsendur eru ekki til staðar í
þeim vegaframkvæmdum sem nú
eru til umræðu.
Að mínu mati eru veggjöld í
þeirri útfærslu og í þeim tilgangi
sem nú er rætt um ekki heppileg
leið og ekki til þess fallin að víð-
tæk sátt náist um hana í þjóð-
félaginu. Helstu ókostir veggjalda
í þessu verkefni eru:
Veggjöldin eru ósanngjörn
leið sem mismunar fólki eftir bú-
setu. Þau endurspegla ekki notk-
un á þeim leiðum sem falla undir
fyrirhuguð framkvæmdasvæði.
Veggjöldin koma hart niður á
þeim sem búa á og í nágrenni höf-
uðborgarsvæðisins og þurfa að
aka daglega framhjá „gjalds-
töðvum“ (myndavélum). Margir
hinna óheppnu munu aðeins aka
stuttan kafla af þeirri leið sem
framkvæmdum er ætlað að ná til.
Margir munu því þurfa að
greiða há gjöld á hverju ári fyrir
litla notkun. Á sama tíma mun
stór hluti þjóðarinnar sleppa að
mestu leyti við að greiða þessi
gjöld þótt viðkomandi noti aðra
hluta þjóðvegakerfisins til jafns
við hina óheppnu sem þurfa að
greiða á þessum leiðum.
Gera má ráð fyrir að stofn-
kostnaður við undirbúning og
kaup á flóknum tæknibúnaði
(myndavéla- og innheimtukerfi)
verði mjög hár og að þessi bún-
aður úreldist á 7-10 árum.
Gera má ráð fyrir að inn-
heimtu- og rekstrarkostnaður og
afskriftir vegna tekna sem ekki
innheimtast verði allt að 10-20%
af tekjum.
Ökumenn þurfa að kaupa fyr-
irframáskrift til að njóta afslátt-
arkjara. Viðbúið er að margir eigi
erfitt með að standa undir háum
fjárútgjöldum vegna þessa, eink-
um hinir tekjulágu, s.s. námsmenn
og einstæðir foreldrar.
Þessi gjaldaleið nær illa til
erlendra ökumanna á ökutækjum
sem eru á erlendum númerum.
Líklegt er að innheimta
álagsgjalda (sekta) vegna vanskila
og ökutækja sem ekki hafa verið
skráð inn í kerfið verði bæði flók-
in og dýr.
Miðað við framangreindar for-
sendur má gera ráð fyrir að
reiknað meðalveggjald (gjald án
afsláttar og undirflokkunar) fyrir
hjón með tvo bíla sem búa í Kjós-
inni og sækja vinnu inn á höf-
uðborgarsvæðið verði allt að 4-500
þ.kr. á ári (8-10 m.kr. á 20 árum)
á meðan við hjónin sem búum í
Kópavogi þurfum aðeins að greiða
1-2 þ.kr. á ári í þessi sömu veg-
gjöld. Líklega ökum við svipaða
vegalengd á hverju ári á þjóð-
vegakerfinu, þó aðallega á
Kringlumýrarbraut og Miklubraut
á meðan þau í Kjósinni eru svo
óheppin að þurfa að aka daglega
framhjá myndavélum í veggjalda-
kerfinu. Er einhver sanngirni í
þessu?
Síðar mun ég varpa fram hug-
myndum að einfaldari og sann-
gjarnari leið til að fjármagna stór-
átak í vegaframkvæmdum á
næstu 5-8 árum.
Stórátak í vegafram-
kvæmdum – Fjármögnun
Eftir Pálma
Kristinsson » Að mínu mati eru
veggjöld í þeirri út-
færslu og tilgangi sem
nú er rætt um ekki
heppileg leið og ekki til
þess fallin að víðtæk
sátt náist um hana.
Pálmi
Kristinsson
Höfundur er verkfræðingur.
mannvirki@simnet.is
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Fyrirtæki til sölu
• Skiltagerð með góðum tækjum og miklum viðskiptasamböndum við
stórfyrirtæki og stofnanir, áhugavert tækifæri.
• Ferðaþjónustufyrirtæki á Selfossi, 20 milljón króna ebitda framlegð,
mjög arðbær rekstur.
• Bar/skemmtistaður á besta stað í Reykjavík, gott viðskiptatækifæri.
• Ísbúðir í Reykjavík, nokkrar góðar ísbúðir í Reykjavík á góðum
staðsetningum.
• „Fine dining“ veitingastaður í 101 Reykjavík, velta um 170 milljónir.
• Austurlenskur veitingastaður í Reykjavík, góður hagnaður.
• Holræsa hreinsunarfyrirtæki í góðum rekstri, ebitda framlegð um
18 milljónir.
• Innflutningsfyrirtæki og heildverslun með sælgæti.
• Nokkrar verslanir í Smáralind.
• Erum að leita að fyrirtækjum í heilbrigðisgeira til kaups fyrir öflugan
aðila í dreifingu á heilbrigðisvörum.
Við vinnum að sölu á nokkrum
áhugaverðum fyrirtækjum.
Frá árinu 2006 höfum við sérhæft okkur í alhliða ráðgjöf og aðstoð
við kaup, sölu og sameiningar fyrirtækja og komið að gerð fjölmargra
samninga. Verðmæti þeirra hefur verið frá þrjátíu milljónum og yfir
milljarð. Investis hefur unnið að kaupum og sölum á heildverslu-
num, smásölum, veitngahúsum, veitingahúsakeðjum, fiskvinnslum,
upplýsingatæknifyrirtækjum, sérhæfðum innflutningsfyrirtækjum og
matvælafyrirtækjum. Auk þess erum við ráðgefandi við endurskipu-
lagningu og fjármögnun fyrirtækja.