Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 43
ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Meginsvið rannsókna hennar hef- ur tengst mæði-visnuveiru, sem er skyld öðrum hæggengum veirum, svo sem alnæmisveirunni, HIV, og hefur það leitt til samvinnu við ýmsar rannsóknarstofnanir, hérlendis og erlendis. Valgerður hefur skrifað fjölda greina í erlend vísindatímarit og flutt fyrirlestra á ráðstefnum og við rannsóknastofnanir víða um heim. Valgerður segir að áhugi á mæði- visnurannsóknum á Keldum erlendis minni á hve alþjóðlegar vísindarann- sóknir eru og að framlag íslenskra vísindamanna í grunnrannsóknum hafi skipt máli. „Það er eðli grunn- rannsókna að þær taka tíma, en þeg- ar allt kemur til alls eru það þær sem hafa skilað okkur áfram á þekkingar- brautinni.“ Áhugasvið Valgerðar er mjög vítt. „Fyrst myndi ég nefna mitt nánasta umhverfi, börn og barnabörn, en svo hef ég frá því ég man eftir mér haft áhuga á náttúrunni, og þá ekki síst gróðri og ræktun. Ég er svo ljón- heppin að hafa eignast smáskika austast í Grímsnesinu, í hlíðum Mos- fells, og þar er ég byrjuð að leika mér og gera tilraunir með að rækta ýmsar jurtir.“ Fjölskylda Eiginmaður Valgerðar er Ögmundur Jónasson, f. 17.7. 1948,: fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og formaður BSRB. Foreldrar: Hjónin Jónas B. Jónsson, f. 8.4. 1908, d. 1.4. 2005, fræðslustjóri í Reykja- vík, og Guðrún Ö. Stephensen, f. 30.10. 1914, d. 11.1. 2011, húsmóðir. Börn: 1) Andrés, f. 14.6. 1974, verkfræðingur hjá Völku. 2) Guðrún, f. 17.3. 1979, hagfræðingur hjá Seðla- bankanum, maki: Jón Óskar Hall- grímsson, hagfæðingur hjá Kvik- myndamiðstöð. 3) Margrét Helga, f. 24.1. 1981, aðjúnkt við Háskóla Ís- lands, maki: Þorvarður Sveinsson, framkvæmdastjóri hjá Sýn. Barna- börnin eru sex. Systkini: Vilhjálmur Kristinn, f. 16.9. 1951, læknir í Noregi, Ólafur Bjarni, f. 14.1. 1955, vinnur hjá fjöl- skyldu- og styrktarsjóði BSRB, og Margrét Birna, f. 14.9. 1957, læknir við Landspítalann. Foreldrar: Hjónin Andrés Björns- son, f. 16.3. 1917, d. 29.12. 1998, út- varpsstjóri, og Margrét Helga Vil- hjálmsdóttir, f. 22.5. 1920, d. 7.5. 2016, húsmóðir. Valgerður Andrésdóttir Guðrún Ingibjörg Magnúsdóttir vinnukona í Skagafirði Ólafur Stefánsson vinnumaður í Skagafirði Ingibjörg Stefanía Ólafsdóttir húsfreyja Andrés Björnsson útvarpsstjóri í Rvík Björn Bjarnason bóndi í Brekku og víðar í Skagafirði Hallfríður Sölvadóttir húsfreyja Bjarni Jónsson bóndi í Skagafirði Vigdís Ketilsdóttir húsfreyja í Rvík Ásbjörn Ólafsson stórkaupmaður Unnur Ólafsdóttir listakona Gunnar Ólafsson bifreiðarstjóri Ólafur Gunnarsson rithöfundur Ólafur Ketilsson b. og hreppstj. á Kalmanstjörn í Höfnum Oddur Ólafsson læknir á Reykjalundi Vilborg Vilhjálmsdóttir húsfreyja í Rvík Ketill Ingólfsson stærðfræðingur í Philadelphiu Judith Ingólfsson fiðluleikari Sigurlína Björnsdóttir húsfr. á Hofi á Höfðaströnd Jón Ásbergsson fv. frkvstj. Íslandsstofu Pálmi Jónsson í Hagkaup Sólveig Jónsdóttir húsfr. í Rvík Jórunn Björnsdóttir húsfreyja í RvíkJón Birgir Pétursson fv. blaðamaður Sigurbjörg Björns­ dóttir húsfreyja í Deildar­ tungu í Reykholts­ dal Vigdís Jónsdóttir skólastjóri Húsmæðrakennaraskólans Soffía Guðbjörg Jónsdóttir handavinnuk. og verkstj. í Rvík Sigurbjörg Þorsteinsdóttir líffræðingur Kristín Björnsdóttir húsfreyja í Rvík Friðrika Geirsdóttir listakona Gunnlaugur Geirsson læknir Geir Gunnar Geirsson b. á Vallá Vilborg Eiríksdóttir ljósmóðir og húsfreyja í Höfnum Ketill Ketilsson hreppstjóri og dbrm. í Höfnum Vilhjálmur Kristinn Ketilsson kennari í Höfnum og starfsm. Landlæknisembættis í Rvík Valgerður Jóakimsdóttir kennari og húsmóðir í Höfnum og Reykjavík Margrét Einarsdóttir húsfreyja Jóakim Vigfússon hákarlaformaður við Hrútafjörð Úr frændgarði Valgerðar Andrésdóttur Margrét Helga Vilhjálmsdóttir húsmóðir í Reykjavík Byggð í Mosfelli Þar er Valgerður að rækta ýmsar jurtir. Laugardagur 90 ára Erla Ármannsdóttir 85 ára Edda Snorradóttir Emilía Lilja Aðalsteinsdóttir Nanna Sigurðardóttir 80 ára Björn Tryggvi Guðmundsson Einar Jóhannsson Hermann Ragnarsson Skúli Jóhannsson Sverrir Jóhannsson Tómas Sigurjónsson 75 ára Egill Guðmundsson Guðmundur Sigfússon Gunnar Jónsson Halldór Þórðarson Jón Hallgrímsson Kristján A. Kjartansson Laufey Leifsdóttir Reidar Kolsöe 70 ára Gunnar Ólafur Alexandersson Gústaf Adolf Ólafsson Gyðríður Einarsdóttir Haraldur Sigmar Árnason Jósef Kristjánsson Magnús Magnússon María Pálsdóttir Monique Jacquette Valgerður Andrésdóttir Þorsteinn Sigfússon 60 ára Danuta Halina Chmal Eva Þórunn Ingólfsdóttir Hafsteinn Hafsteinsson Helga Jónína Steindórsdóttir Helga Vattnes Sævarsdóttir Inga Gerður Ingimarsdóttir Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir Laufey Árnadóttir Tómas Pétur Óskarsson Örn Friðriksson 50 ára Björk Sigurðardóttir Björn Þór Baldursson Brynjólfur Gunnarsson Haraldur Tryggvi Snorrason Ingi Jóhann Guðmundsson Jolanta Malgorzata Kossakowska Páll Antonsson Sigríður Jóhannsdóttir 40 ára Aurelijus Mekas Birgir Siemsen Birgitta Gröndal Davíð Viðarsson Egill Samson Finnbogason Gunnar Egill Egilsson Ingrún Vala Hlynsdóttir Linda Thijssen Magnús Viðar Heimisson Þórhallur Ólafsson 30 ára Birkir Svavar Árnason Brynjar Freyr Þórhallsson Búi Steinn Kárason Elsa Rut Jóhönnudóttir Erlendur Magnús Hjartarson Jón Guðmar Þóroddsson Katrín Lillý Jónsdóttir Lilja Björk Sigurjónsdóttir Marek Waldemar Krawczynski Pawel Komorowski Páll Helgason Raimonda Sereikaite- Kiziria Sigríður Auðna G. Hjarðar Vasile Grigorean Sunnudagur 95 ára Herdís Jónsdóttir Ragna Friðriksdóttir 90 ára Ingibjörg G. Hansen 85 ára Þórunn Sigurveig Sigríðardóttir Æsa Jóhannesdóttir 75 ára Birgir Þórðarson Elín G. Ólafsdóttir Guðmundur Malmquist Hilmar Óskarsson Kristín Herbertsdóttir 70 ára Árni Rúnar Baldursson Elísabet Harpa Steinarsdóttir Guðfinna Ólafsdóttir Helga Jónsdóttir Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir Jóhann Þorsteinn Bjarnason Kristjana Björg Gísladóttir Margrét Brandsdóttir Skúli Víkingsson Steinar I. Einarsson Þóra Ágústa Harðardóttir 60 ára Alma Jenny Guðmundsdóttir Eiríkur Rúnar Þorvarðarson Elínborg Sigurðardóttir Elín Jóhanna Eiríksdóttir Svandís Berglind Reynisdóttir Þorbergur Hallgrímsson Þorgerður Guðrún Einarsdóttir 50 ára Ana Paula Veloso Pires Ásdís Gíslason Baldur Ólafsson Bryndís Halldórsdóttir Estela Carpio Agaloos Eva Hrund Pétursdóttir Geir Sigurðsson Gyða Björk Hilmarsdóttir Hjördís Björk Garðarsdóttir Ingvar Örn Garðarsson Jóhann Páll Kristbjörnsson Linda Villariasa Magnús Rafnsson Mario Ramil Opina Thi Oanh Ngo Þórir Örn Árnason 40 ára Björn Blöndal Björnsson Einar Ágúst Baldvinsson Elfa Rún Árnadóttir Friðþór Vestmann Ingason Hanna Ruth Ólafsdóttir Magni Þór Birgisson Monika Maria Wielgosz Szczepan Maczka Thanh Ðao Nguyen Wojciech Kalinowski 30 ára Abraham Hernandez Alducin Aðalheiður Lilja Árnadóttir Ari Húnbogason Árni Reynir Óskarsson Björgvin Ingi Pétursson Einar Örn Einarsson Iðunn Edda Ólafsdóttir Jakob Marel Viðarsson Katarzyna Kazienko Marlena Napiórkowska Rúnar Freyr Ragnarsson Unnar Geir Ægisson Til hamingju með daginn Kristján Hólm Benediktssonfæddist 12. janúar 1923 áStóra-Múla í Saurbæ, Dala- sýslu. Foreldrar hans voru hjónin Benedikt Sigurður Kristjánsson, f. 1895, d. 1987, bóndi þar, og Gíslína Ólöf Ólafsdóttir, f. 1892, d. 1931, frá Þórustöðum í Bitrufirði. Móðir hans lést þegar Kristján var átta ára og uppeldismóðir hans var eftir það seinni kona Benedikts, Vigfúsína Jónsdóttir. Kristján lauk prófi frá Héraðsskól- anum Reykholti, Íþróttakennara- skóla Íslands og Kennaraskóla Ís- lands og fór námsferðir til Banda- ríkjanna og Norðurlandanna. Kristján var m.a. íþróttakennari á Vestfjörðum, kennari við gagnfræða- skólann við Hringbraut og Hagaskóla þar sem hann var skólastjóri í for- föllum, framkvæmdastjóri Tímans og framkvæmdastjóri þingflokks Fram- sóknarflokksins lengi vel. Í borgarstjórn Reykjavíkur sat Kristján 1962-1986 og sat í borgar- ráði 1964-1984. Hann var forseti borgarstjórnar í eitt ár og formaður borgarráðs annað eftir að vinstri- menn felldu meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og stjórnuðu borginni 1978-1982. Kristján var í Útgerðarráði Reykjavíkur, Fræðsluráði Reykja- víkur og Menntamálaráði Íslands og formaður í báðum á tímabili. Þá var hann formaður Félags eldri borgara í Reykjavík um árabil. Kristján gegndi fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum. Kristján var íþróttamaður og átti lengi Dalamet í stökkum og hlaupum. Hann vann til margvíslegra verð- launa í badminton og var formaður TBR á tímabili. Eiginkona Kristjáns var Svanlaug Ermenreksdóttir kennari, f. 5.9. 1925, d. 16.3. 2010. Börn þeirra sem lifðu eru Baldur, f. 1949, sóknarprestur, Ólöf, f. 1951, lífeindafræðingur, Bene- dikt Sigurður, f. 1955 leiðsögumaður, og Ársæll, f. 1958, þvagfæra- skurðlæknir. Kristján lést 1. október 2015. Merkir Íslendingar Kristján Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.