Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 ✝ RögnvaldurGuðbrandsson fæddist í Tröð í Kolbeinsstaða- hreppi 7. ágúst 1933. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð 30. nóvember 2018 eftir skammvinn veikindi. Foreldrar hans voru Bjargey Guðmundsdóttir, fædd á Dunki í Hörðudal 16. nóvember 1910, og Guð- brandur Magnússon, fæddur á Hallkelsstaðarhlíð 4. nóvem- ber 1894. Hann var einn úr hópi tólf systkina, sem fædd- ust og ólust upp að mestu í Tröð, sex bræður og sex systur. Rögnvaldur naut venjulegrar farkennslu eins og þá tíðkaðist enn til sveita, kennt til skiptis á ýmsum bæj- um innan sveitar. Rögnvaldur vann öll hefð- Árið 1965 byggði hann sér nýbýli í landi Traðar og vann þar flest verk sjálfur, hvort sem var í hans fagi, húsasmíð- inni, eða múrverk og lagnir. Á nýbýli sínu bjó hann rausnar kúabúi sem einhleypur maður þar til hann gekk í hjónaband 17. júní 1979 með frænku sinni Guðrúnu Hallsdóttur frá Hallkelsstaðarhlíð. Þau eign- uðust ekki börn, en hjá þeim dvaldist oft tíma og tíma bróð- ursonur og nafni Rögnvaldar, Rögnvaldur Þorkelsson. Eftir tæplega þrjátíu ára búskap seldu þau jörðina með allri áhöfn og fluttu í Borgar- nes árið 2006. Þar áttu þau nokkur góð ár saman í glæsi- legu einbýlishúsi efst í bæn- um. Heimilishaldið þar eins og fyrri búskaparár ein- kenndist af mikilli snyrti- mennsku. Rögnvaldur missti konu sína, Guðrúnu, í ágúst 2014. Dánarorsök hennar var krabbamein. Eftir það bjó hann einn um tíma en fluttist loks til dvalar í Brákarhlíð. Útför Rögnvaldar Guð- brandssonar fer fram frá Kol- beinsstaðakirkju í dag, 12. janúar 2019, klukkan 14. bundin sveitastörf og var snemma laginn til verka. Hann tók bílpróf þegar hann hafði aldur til og keyrði vörubíl. Um 1952 fór Rögnvaldur til Keflavíkur til náms í húsasmíði hjá frænda sínum og dvaldist þá hjá systur sinni sem bjó í Keflavík. Að námi loknu vann hann nokkuð við smíðar hér og þar, kom meðal annars við í Búrfellsvirkjun og síðar vann hann að byggingu Loft- leiðahótelsins í Reykjavík, sem í dag heitir Hotel Natura. Hann hélt þó tryggð við sinn fæðingarstað og bjó í Tröð í félagi við nokkur systkini sín eftir að foreldrarnir fluttu að Álftá í Hraunhreppi ásamt yngri systkinunum. Rögnvald- ur tók húsin í Tröð í gagngert viðhald og endurbætur. Rögnvaldur bróðir minn er látinn. Hann kvaddi þennan heim að morgni 30. desember, á næstsíðasta degi ársins. Brottför hans var hæg og hljóðlát eins og allur hans ævi- ferill. Hann sofnaði að kveldi en vaknaði að morgni til þess eins að kveðja jarðlífið. Rögn- valdur var fæddur í Tröð í Kol- beinsstaðahreppi 7. ágúst 1933. Foreldrar hans voru Bjargey Guðmundsdóttir og Guðbrand- ur Magnússon. Þau hjón voru fædd hvort sínum megin alda- mótanna 1900 og má því kalla þau aldamótabörn. Og þau voru svo sannarlega börn síns tíma, ólust upp við kenningar um skylduna að aukast og marg- faldast og uppfylla jörðina, og ekki síður við ungmennafélags- andann, að efla hvern einstakl- ing til dáða og að verða sjálfum sér og þjóð sinni til sem mestra gæfu. Rögnvaldur var fimmti í röð tólf systkina, sem öll náðu fullorðinsaldri, sex systur og sex bræður, sem ólust upp að mestu í Tröð. Tíu þeirra eru enn á lífi. Bjargey og Guð- brandur fluttu síðar að Álftá í Hraunhreppi ásamt nokkrum yngri barnanna. En Rögnvald- ur var áfram í Tröð uns hann fór til náms í húsasmíði til Keflavíkur og lauk þar prófi í þeirri grein. Hann byggði sér nýbýli úr landi Traðar og gaf því nafnið Hrauntún. Það var réttnefni, því að býlið reis við jaðar Rauðhálsahrauns, sem talið er að hafi runnið eftir landnám, um 930, þótt engar heimildir séu til um þetta eldgos. Og túnin umhverfis nýbýlið stækkuðu ár frá ári. Hann byggði þar öll hús frá grunni, íbúðarhús, fjós og geymslu. Rögnvaldur vann þar nánast alla vinnu sjálfur með aðstoð frænda og vina, en fékk rétt- indamenn til að „skrifa upp á“ í þeim fögum sem hann hafði ekki réttindi sjálfur, svo sem rafmagns- og pípulögnum. Hann kom sér upp mjaltakerfi að hætti þeirra tíma og fjölgaði kúm en hafði fátt af hrossum og sauðfé. Eftir nokkurra ára búskap sem einbúi hóf Rögnvaldur sambúð með frændkonu sinni, Guðrúnu Hallsdóttur. Þeim varð ekki barna auðið en sam- band þeirra var einkar ástúð- legt, þótt ólík væru á margan hátt. Guðrún var ræðin, dró ekki dul á skoðanir sínar og stóð fast á þeim. Rögnvaldur var hins vegar fámáll en athug- ull, mundi allt sem hann las eða heyrði af máli manna. Hann svaraði öllum spurningum sem að honum var beint, en var ekkert að trana sér fram á fundum eða samkomum. Hann var afskiptalítill af félagsmálum en hafði samt ákveðnar skoð- anir og var ákaflega traustur í orðum og viðskiptum. Umgengni og snyrtimennska Rögnvaldar og þeirra hjóna beggja, innan stokks og utan, vakti athygli vegfarenda og allra sem þangað komu í heim- sókn. Meðal annars var það umtalað að þau gengju til mjalta og fjósverka í skjanna- hvítum fatnaði, en um leið og blettur sást á skrúðanum var honum skellt í þvottavélina. Við efri aldursmörk brugðu þau hjónin búi og fluttu í Borgarnes, þar sem þau keyptu sér fallegt einbýlishús. Rögn- valdur missti konuna í ágúst 2014 og syrgði hana sárt. Við hittumst oft bræðurnir við sjúkrabeð Guðrúnar. Mátti síð- ar oft á honum skilja að hann langaði ekki til að lifa mjög lengi eftir þann missi. Vertu kært kvaddur að lokum, bróðir og vinur. Guðmundur Guðbrandsson. Rögnvaldur Guðbrandsson Síminn hringir, ég svara, „sæl elska“ er þá sagt hlýrri glettinni röddu. Þetta ávarp átti Tóta, mín kæra vinkona og frænka. Elsku Tóta, þegar ég frétti af andláti þínu hugsaði ég til haustsins 1968 þegar ungar stúlkur hófu nám á Staðarfelli, sem þá var húsmæðraskóli á þessum fáfarna stað, þar hitt- umst við fyrst. Allt frá þessum vetri höfum við fylgst hvor með annarri, stundum var langt á milli okk- ar, við hittumst ekki oft, en nú í mörg ár hafa fundir okkar verið tíðir. Við höfum farið saman í ævintýraferðir, siglt um Ísa- fjarðardjúp, heimsótt Selárdal og Rauðasand, farið í Bjarn- arfjörð og margt fleira mætti tína til. Um alla þessa staði var Tóta fróð og naut ég leiðsagnar hennar. Berjadagar með Tótu á Reykhólum voru fastir liðir í til- veru minni. Það var kát kona sem kom í heimsókn til mín, þá nýkomin frá Tenerife, sagði frá íbúðar- kaupum og kvaðst hlakka til að dvelja í hlýjunni þar syðra yfir háveturinn. Við notuðum líka stundina til að ráðgera hvað við ætluðum að gera sem viðbót í berjaferðinni haustið 2019, því það fylgdi berjamónum að „hendast“ líka eitthvað. Við ætluðum að fara Þórunn Játvarðardóttir ✝ Þórunn Ját-varðardóttir fæddist 29. mars 1950. Hún lést 24. desember 2018. Útför Þórunnar fór fram 5. janúar 201 að gamla bæjar- stæðinu á Skógum. Tóta var dugn- aðarforkur, traust og góð vinkona, glaðvær og glettin. Lét aldrei bugast, alltaf tilbúin að gefa af sér, hug- hreysta og gleðja. Höfðingi heim að sækja. Elsku Tóta, ég ætla að muna þig alla tíð. Nú hringir enginn sem segir „sæl elska“. Nú segi ég: Vertu sæl elska og takk fyrir allt. Börnum Tótu og þeirra fólki, systkinum hennar og öðrum ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Megi minning um góða konu lifa. Erna Benediktsdóttir. Kveðja til Tótu „systur“ okk- ar er nokkuð sem við áttum ekki von á að vera að skrifa núna, frekar gerðum við ráð fyrir að vera að plana 25 ára út- skriftarferð til Noregs. Hún var ein af 20 þroska- þjálfasystrum sem útskrifuðust vorið 1994 og hafa haldið „systrasambandi“ síðan. Tóta var mikið náttúrubarn, tíndi ber og grös og kunni að nota íslensku jurtirnar til að bæta og kæta heilsuna, hafði mikinn húmor, var hláturmild, góð og réttsýn manneskja. Aldrei féll styggðaryrði af hennar vörum um neina mann- eskju en frekar gerði hún sér far um að sjá gott í öllum. Minnisstæð er ferð á Strand- ir þar sem það fyrsta sem Tóta gerði á áfangastað var að útbúa fjallagrasamjólk, síðan dró hún upp úr farteskinu alls konar hollustu úr sveitinni sinni. Í New York-ferðinni okkar var náttúrubarnið virkilega á heimavelli svo skringilega sem það hljómar, innan um fólks- mergð og skýjakljúfa. Mikið skemmtum við okkur þegar Tóta settist niður og spáði fyrir okkur, hvort sem það var í spil, völur eða bolla, og spádómar hennar rættust oftast, sérstaklega þegar hún var að spá í ástamálin. Hún spáði bara góðu og okk- ur grunar að stundum hafi fal- ist heilræði í spádómum henn- ar, hún þekkti hverja okkar vel og vissi hvað okkur var fyrir bestu. Söknuðurinn er sár en við yljum okkur við góðar minn- ingar og Tóta verður svo sann- arlega með okkur í anda í Nor- egi. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Fyrir hönd þroskaþjálfa- systra, Ragnhildur Þorsteinsdóttir. Það var alltaf til- hlökkunarefni að fá boð frá Sólveigu og fjölskyldu í afmælis- fagnað á Hrauntungunni í Kópa- vogi í byrjun hvers árs, bæði var það að maður gat gengið að því sem vísu að veitingar yrðu allar fyrsta flokks og líka það að á meðan veislan stæði gæti maður fylgst með samræðum og sögum fólks í kringum sig og þannig uppfært sjálfan sig í þessum vinahópi fjölskyldunnar. Fyrir okkur var Sólveig alltaf mikill lífskúnstner, hún sem hafði eytt fyrstu árum fjölskyldunnar í Þýskalandi á námsárum Einars, kannski ekki við svo mikil ver- aldleg efni en það var alltaf gam- an að hlusta á hana segja frá þeim tímum á sinn einstæða hátt, ekki hástemmd lýsingarorð eða miklar upphrópanir heldur allt á hennar einstaka rólega hátt. Þannig virðast þau hafa fundið saman leiðsögu í gegnum lífið þótt ýmislegt hafi ábyggilega komið upp á viðburðaríkri ævi þeirra. Starf Einars í álverinu í Straumsvík á sínum tíma kallaði líka á að Sólveig væri tilbúin til að taka á móti gestum og gangandi á svo til öllum tímum sólarhrings- ins sem hún leysti alltaf af hendi ljúflega og í öllum rólegheitum. Vissum við að Einar mat alltaf heimabaklandið sitt að verðleik- um. Það var alltaf notalegt að njóta samvista við þau á aðventunni, hlusta á Sólveigu segja frá ferð- um hennar og Einars og síðan með dætrum sínum til litlu bæj- anna í Þýskalandi og rifja upp gamla tíma frá æsku og uppvexti þeirra og hvernig fólk notaði að- ventuna til samveru í gamla daga. Fyrst og fremst minnumst við Sólveigar sem góðrar mann- eskju, sem mátti helst ekkert aumt sjá og ef slíkt kom upp var reynt að gera eitthvað í því sem Sólveig Kristinsdóttir ✝ Sólveig Krist-insdóttir fædd- ist 2. janúar 1934. Hún lést 21. desem- ber 2018. Sólveig var jarð- sungin 7. janúar 2019. kannski fór ekki alltaf hátt. Við sendum systkinunum, Guð- mundi, Helgu, Kristínu og Berg- hildi, og fjölskyldum þeirra okkar inni- legustu samúðar- kveðjur Inga Guðmunds- dóttir og Bjarni Rúnar Harðarson. Það er erfitt að trúa því að Sól- veig vinkona mín hafi dáið skömmu fyrir jól, hún sem var svo mikið jólabarn. Við kynnt- umst í borginni Darmstadt í Þýskalandi, þar sem ég er fædd og uppalin, en eiginmenn okkar lögðu þar stund á nám í verk- fræði. Hún hafði alla tíð unun af að ferðast til Þýskalands og lagði þá oft leið sína á Weihnachts- markt í Annaberg-Buchholz í Erzgebirge, einn fallegasta jóla- markað í Þýskalandi. Hún gaf mér eitt sinn tréfígúrur sem eru undir litla jólatrénu mínu um hver jól. Í fyrra gaf hún mér litla blikkdós með mynd af gömlu Dresden í Þýskalandi en í henni var þýsk jólakaka, Christstollen, sem var afar góð. Á þessum rúmu sextíu árum sem við þekktumst hittumst við reglulega annaðhvort hjá okkur Baldvini eða heima hjá Sólveigu og Einari með fjölskyldum. Í seinni tíð vorum við Sólveig dug- legar að hittast á ýmsum veit- ingastöðum í bænum. Þessi vin- skapur var mér mikils virði. Ég mun sakna Sólveigar sárt en minningarnar um skemmtilegar samverustundir og einstaklega gestrisna og umhyggjusama konu munu lifa með mér. Ég votta Guðmundi, Helgu, Kristínu Andreu, Berghildi Ýri, tengda- börnum og barnabörnum samúð mína. Að vísu að vísu er stundin hverful og stutt en gefum dýpt hennar gaum sem alkyrrð vatni og auga (Þorsteinn frá Hamri) Lotte Gestsson. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU FRIÐBJÖRNSDÓTTUR frá Grenimel, Grenivík. Anna Pétursdóttir Kristinn Skúlason Birgir Pétursson Aðalheiður Jóhannsdóttir Sigurbjörg H. Pétursdóttir Jón Bragi Skírnisson Friðbjörn Axel Pétursson Jón Ásgeir Pétursson Elín Berglind Skúladóttir Guðrún Hildur Pétursdóttir Helgi Teitur Helgason ömmu- og langömmubörn Við þökkum innilega fyrir hlýhug og heiður sýndan minningu DR. VALGARÐS EGILSSONAR læknis og rithöfundar, Hólatorgi 4, Reykjavík, sem lést 17. desember 2018. Katrín Fjeldsted Arnhildur, Jórunn, Vésteinn og Einar Valgarðsbörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG ELÍN SVEINSDÓTTIR frá Fossi í Staðarsveit, Grundarbraut 26, Ólafsvík, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, föstudaginn 21. desember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum starfsfólki HVE Akranesi fyrir góða og hlýja umönnun. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlýhug. Egill Viðar Þráinsson Hrefna Guðbjörnsdóttir Pálína S. Þráinsdóttir Ingvar Sigurðsson Bryndís J. Þráinsdóttir Valur Magnússon Sigurbjörg E. Þráinsdóttir Þröstur Kristófersson Lilja Björk Þráinsdóttir Lárus R. Einarsson Berglind S. Þráinsdóttir Sigtryggur S. Þráinsson Margrét G. Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir hlýhug og alla þá samúð sem okkur var sýnd við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HARALDS S. HOLSVIK, Markholti 16, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóðlækningadeildar 11G Landspítalans fyrir einstaka umönnun og hlýju. Gígja S. Guðjónsdóttir Guðjón D. Haraldsson Valbjörg Þórðardóttir Guðrún Dagmar Haraldsd. Grétar Ólafsson Gígja Björg, Þórður, Marteinn og Dagmar Guðjónsbörn Ólafur Harald Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.