Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Angela Merkel,kanslariÞýskalands, kom í heimsókn til Grikklands á fimmtudag og var kært með henni og Alexis Tsipras, for- sætisráðherra landsins. Samkvæmt frásögn Der Spiegel kysstust þau og skiptust á vinsamlegum orðum líkt og spennan í samskiptum ríkjanna heyrði fortíðinni til. „Staðalímyndir lata Grikkjans og stranga Þjóðverjans eiga ekki lengur við,“ sagði Tsipras og bætti við að nú tækju við nýir tímar samvinnu milli Berlínar og Aþenu. Fyrir sjö árum tóku reiðir mótmælendur á móti Merkel í Aþenu og héldu á myndum af henni sem á höfðu verið máluð Hitlersskegg. Nú var spennan minni en engu að síður voru mót- mæli bönnuð á Syntagma-torgi við þing landsins. Þar mótmæltu 35 þúsund manns 2012. Lögregla var þó ekki aðgerðalaus að þessu sinni. Táragasi var beitt á um 700 mótmælendur. Tsipras sagði við komu Merkel að nú tæki allt annað Grikkland á móti henni, nú kæmi hún til lands sem státaði af hagvexti. Í fréttum af heimsókninni er gefið til kynna að nú sé efnahags- þrengingum Grikkja lokið, sam- band þeirra við Þjóðverja ein- kennist ekki lengur af stöðugum kröfum hinna síðarnefndu um aðhaldsaðgerðir og í fyrra hafi fjárhagslegum björgunar- aðgerðum lokið átta árum eftir að þær hófust. Málið er hins vegar alls ekki svo einfalt. Daginn áður en Mer- kel kom til Grikklands birti hag- stofa Evrópu, Eurostat, nýjar at- vinnuleysistölur þar sem fram kom að atvinnuleysi hefði ekki verið minna á evrusvæðinu í ára- tug eða 7,9% í nóvember. Mest var atvinnuleysið í Grikklandi, 18,6%. Ástandið í Grikklandi er því ansi langt frá því að vera sambærilegt við önnur evrulönd, hvað þá Þýskaland þar sem at- vinnuleysið mælist 3,3%. Enn dekkri verður myndin þegar at- vinnuleysi ungs fólks er skoðað. Í október í fyrra var atvinnuleysi meðal ungs fólks 38,5%, sem er skuggaleg tala. Þótt ráðamenn í Grikklandi, Þýskalandi, Evrópusambandinu og víðar tali eins og nú sé ástand- ið í Grikklandi að verða „eðli- legt“ tala tölurnar allt öðru máli. Nikos Konstandaras, dálka- höfundur gríska blaðsins Kaþim- erini, birti athyglisverða grein á síðum The New York Times í vikunni. „Ekki aðeins eru op- inberar skuldir meiri nú en þær voru 2009 heldur hafa laun al- mennings verið lækkuð, eignir hans gengisfelldar og glatast og skuldir margfaldaðar,“ skrifar hann. Konstandaras segir í greininni að árið 2009 hafi skuldir hins op- inbera verið 299,7 milljarðar evra eða 130% af landsfram- leiðslu Grikkja. Síð- an hafi Grikkir fengið 288,7 millj- arða evra að láni frá aðildarríkjum og stofnunum Evrópu- sambandsins og Al- þjóðagjaldeyr- issjóðnum. Þá hafi skuldir að andvirði 107 milljarða evra verið afskrifaðar árið 2012. Engu að síður hafi skuldir hins opinbera verið 357,25 milljarðar evra í fyrra, meiri en þær skuldir sem í upphafi var sagt að Grikkir réðu ekki við að borga. Gríska ríkið hefur verið sett í spennitreyju vegna skuldanna og hefur skuldbundið sig til ræki- legs aðhalds allt þar til þær hafa verið greiddar árið 2060. Aðhald- ið þýðir að greiðslur ríkisins til einstaklinga og fyrirtækja hafa tafist og skorið hefur verið niður til félagsmála, sjúkrahúsa og annarrar þjónustu. Um leið hafa skuldir einka- aðila snaraukist. Konstandaras segir að útistandandi lán fjög- urra stærstu banka landsins nemi 86 milljörðum evra og helmingur þeirra sé gjaldfallinn eða við það. Bankarnir eigi því í vandræðum með að dæla fé út í efnahagslífið og vextir séu háir. Konstandaras rekur hvernig fátækt hefur farið vaxandi, sem og hlutfall þeirra, sem eiga á hættu að fara niður fyrir fá- tækramörk. Skattar á fasteignir hafa verið hækkaðir og verðmæti íbúða hrapaði um 41% að með- altali á árunum 2007 til 2017. Sparifé á bankareikningum hef- ur dregist saman um næstum því helming í landinu. Mest sýtir Konstandaras þó fólksflóttann úr landinu. Fólks- flótti sé ekki nýtt fyrirbæri í Grikklandi. Áður hafi hins vegar hinir ófaglærðu ákveðið að freista gæfunnar á fjarlægum slóðum, en nú séu það hinir menntuðu. Rúmlega 700 þúsund manns hafi farið úr landi frá 2010. Kannanir bendi til að 92% þeirra séu með háskólamenntun. 18 þúsund læknar hafi flúið land. Grikkland hafi kostað menntun þessa fólks en geti ekki boðið þeim starfstækifæri og njóti því ekki krafta þeirra. Ástandið í Grikklandi er því allt annað en „eðlilegt“. Kreppan er langt frá því að vera afstaðin. Það kemur fram í pólitíkinni þar sem skotgrafirnar eru djúpar. Kosningar eru áætlaðar í októ- ber en gætu orðið fyrr, jafnvel í mars, og er ekki búist við neinum vettlingatökum. Grikkland ber því hörmulegt vitni hvað innleiðing evrunnar var vanhugsuð. Vegna evrunnar gátu Grikkir gengið að peningum á fullkomlega óraunhæfum kostakjörum. Þegar á bjátaði kom vitaskuld í ljós að Grikkir voru ekki borgunarmenn. Þá var hins vegar allt kapp lagt á að bjarga þeim sem veitt höfðu hin óraunhæfu lán og láta grískan al- menning sitja í súpunni. Þar er hann enn og mun sitja þar um langa hríð. Látið er eins og mestu þrenging- arnar séu að baki í Grikklandi en það er öðru nær} Sitja enn í súpunni Í frumvarpi stjórnlagaráðs segir að Ís- land sé lýðveldi með þingræðisstjórn. Þar er breyting frá núgildandi stjórn- arskrá og er tæknilegs eðlis þar sem íslenskt stjórnkerfi einkennist af þing- ræði. En hvað þýðir þetta? Ólafur Páll Jónsson lýsir lýðræði vel í grein sinni „Hvað er lýðræði?“ á vísindavefnum og er skilgreiningin skýrust í orðunum: „Lýðræði sem tæki til að taka ákvarðanir um hagsmuna- mál fólks – sem það kann þó að vera ósammála um – snýst ekki um að útdeila valdi heldur ein- faldlega um hvernig skuli taka ákvörðun í hópi fólks.“ Stjórnarskrá og lög útfæra smáatriði hins lýðræðislega ferlis sem við búum við á Ís- landi. Í stuttu máli er ferli ákvarðana þannig að við veljum okkur fulltrúa til að starfa á Alþingi Íslendinga. Þeir fulltrúar greiða svo atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni um þau mál sem tekin eru fyrir á þingi. Þar með er ákvörðun tekin. Það er hægt að gera ýmislegt til þess að hafa áhrif á sannfæringu þingmanna og þar með atkvæði þeirra. Eina formlega leiðin til þess er hins vegar að senda inn umsagn- ir um þingmál. Fyrir utan kosningar er eina formlega leið- in til þess að hafa áhrif á störf þingsins að senda inn um- sögn. Allir geta sent inn umsögn. Ekki bara kjósendur. Börn, borgarar annarra landa, hver sem getur sent tölvu- póst í eigin nafni. Nýlega komu fram tillögur um áætlanir stjórnvalda varðandi veggjöld. Þær birtust rétt áður en umfjöllun um samgönguáætlun átti að ljúka. Enginn hafði fengið tækifæri til þess að gera athugasemd eða senda inn umsögn um þær áætlanir sem voru svo umfangsmiklar að stjórnarandstaðan taldi rétt að fresta afgreiðslu málsins til að hægt væri að fá umsagnir og þær bárust í hundraðatali. Þegar það átti að afgreiða málið höfðu tæplega 70 umsagnir borist um það. Nú eru umsagnirnar komnar upp í 835. Um 90% af þeim umsögnum andmæla veggjaldaáætl- unum stjórnvalda. Ég ætla ekki að reikna með að hlutfallið endurspegli afstöðu fólks almennt um veggjöld en rétt eins og með kosningar; þeir sem greiða ekki atkvæði leyfa hinum að ráða, þá eru um- sagnir eina aðra formlega leiðin til þess að hafa áhrif á gang mála á þingi. Þeir sem vilja láta skoðun sína í ljós gera það með umsögn. Umsögn er vissulega ekki kosning. Það er ekki hægt að horfa bara á hlutfall jákvæðra og neikvæðra umsagna og segja sem svo að málið standi og falli með því hlutfalli, en þetta hátt hlutfall ætti að vera stjórnvöldum ákveðin vís- bending um næstu skref. Þannig á óformlega lýðræðið að virka. Þótt völdin séu ákveðin í formlegum kosningum get- ur sú niðurstaða, hversu lýðræðisleg sem hún er, aldrei ráðið afdrifum allra mála allt kjörtímabilið. Ef svo væri, þá værum við að kjósa einræði á fjögurra ára fresti. Meira beint lýðræði takk. Björn Leví Gunnarsson Pistill Lýðræðislegt ferli eða lýðræðislegt einræði? Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Heildarfjöldi fíkniefna-brota jókst lítillega milliáranna 2017 og 2018, eðaum 5%. Ef litið er til síð- ustu þriggja ára fjölgaði brotunum um 15%. Lagt var hald á töluvert meira magn af maríjúana í færri málum árið 2018 heldur en 2017. Þar munar mest um stórframleiðslu þar sem lagt var hald á yfir 17 kg. af efn- inu. Lagt var hald á töluvert minna magn af amfetamíni árið 2018 en ár- ið á undan en fleiri e-töflur þegar horft er á þær í stykkjatali. Minna var tekið af kókaíni en árið 2017 en þá var sérstaklega mikið tekið af því efni. Magnið af kókaíni var töluvert meira árið 2018 en árin fyrir 2017. Karl Steinar Valsson, yfirlög- regluþjónn á miðlægri rannsóknar- deild, segir flest málin af svipuðum toga. Skiptast þau helst annars veg- ar í svokölluð burðardýr sem koma til landsins með um 300 til 600 grömm og hins vegar pakkningar sem geta þá innihaldið nokkur kíló- grömm. „Mesta aukningin í þessu er raunverulega þessi stórbreyting á fjölda þeirra sem teknir eru við akstur undir áhrifum. Það liggur við það séu fleiri teknir fyrir fíkniefna- akstur en ölvunarakstur. Það er slá- andi staðreynd,“ segir Karl Steinar spurður um fjöldann. „Þetta skýrir engan massa samt. Sá sem er að aka er kannski með dagskammt eða ein- hver grömm á sér en ekki með kíló.“ Ísland stoppistöð fyrir hass Karl Steinar segir hins vegar að magnið af hassi sem hefur verið lagt hald á síðustu tvö ár sé athygl- isvert þar sem svo virðist sem Ís- land sé notað sem stoppistöð fyrir hass á leið til Grænlands frá Dan- mörku. „Miðað við okkar upplýs- ingar þá telja menn að það sé í ein- hverjum tilvikum öruggara að smygla hassi í gegnum Ísland með einhverjum hætti en að fara beint. Nota sér samgöngurnar milli Ís- lands og Grænlands.“ Hann segir ekkert benda til þess að hassneysla sé að aukast til muna hér á landi. Þá var neysla á kannabis eða maríjúana svipuð í fyrra og síðustu ár en kóka- ínneysla hefur aukist talsvert mikið á síðustu árum. Hann bendir einnig á að þrátt fyrir að magnið af amfeta- míni virðist minna í fyrra þá virðist það haldast í hendur við aukningu á e-töflum. „E-töflurnar fara upp núna og þá fer amfetamínið niður. Þetta eru oft á tíðum sömu neyt- endur.“ Hafa áhyggjur af heróíni Alls voru haldlögð 28 gr. af her- óíni á Íslandi í fyrra. Að sögn Karls Steinars er það eitthvað mesta magn af heróíni sem hefur verið haldlagt hingað til. „Ég hef svolítið áhyggjur af þessari þróun og hver þróunin í ár verður í framhaldinu af þessu,“ segir Karl Steinar. Hingað til hefur verið lagt hald á heróín ein- staka sinnum í minni pakkningum en í fyrra komu upp nokkur mál. „Við erum svolítið hugsi yfir þessu vegna þess að til viðbótar við þetta hefur heróín verið stöðvað erlendis á leið til Íslands eða heróín sem átti að senda um Ísland,“ segir Karl Stein- ar. „Í dag erum við því miður komin með grundvöll fyrir það að mönnum myndi detta í hug að fara að flytja inn heróín og eiga það. Einn þátt- urinn í heróíni er að þú þarft að geta verið með stöðugt framboð af efn- inu. Sumir vilja meina það að ástæð- an fyrir að það hefur ekki komið hingað fyrr sé einfaldlega það að á Íslandi sé auðveldara aðgengi að lyfjum sem menn eru oft neyta í staðinn fyrir heróín, t.d. Contalgini.“ Karl Steinar bendir á að mikið hefur verið rætt um aukið flæði af heróíni og þá vegna aukinnar fram- leiðslu ópíums í Afganistan. Slík aukin framleiðsla gæti mögulega haft áhrif hingað. „Það gerir það að verkum að framboðið í Evrópu mun aukast al- mennt mjög mikið. Þannig að það er eitthvað sem menn hafa haft áhyggjur af.“ Hafa áhyggjur af auknu heróínsmygli Fjöldi fíkniefnabrota 2016-2018 Fíkniefnabrot árið 2018** Varsla og meðferð Önnur fíkniefnabrot* Varsla og meðferð fíkniefna *Önnur fíkniefnabrot: Innflutningur Sala og dreifing Framleiðsla Ýmis brot **Bráðabirgða- tölur fyrir 2018 508 1.873 1.365 554 2.185 1.631 516 2.284 1.768 2016 2017 2018** Heimild: Embætti ríkislögreglustjóra Samtals 2.284 brot 1.768 229 165 110 12 Fíkniefni 2013 2014 2016 2017 2018 Hass (g) 680 1.329 6.097 24.337 11.685 Kannabisplöntur (stk.) 6.669 4.065 3.232 5.033 5.173 Kannabisplöntur (g) 47.512 12.914 12.805 19.997 22.517 Maríjúana (g) 32.871 63.571 43.874 34.070 71.937 Kannabislauf (g)** 47.241 21.440 30.008 39.062 34.891 Kannabisstönglar (g)** 7.831 3.260 12.815 11.541 5.101 Amfetamín (g) 34.189 4.784 9.838 13.588 4.708 Methamfetamín (g) 81 105 1.014 518 72 Kókaín (g) 2.535 1.736 8.035 26.924 18.583 E-töflur (g) 116 149 2.059 4.593 963 E-töflur (stk.) 14.824 1.454 2.258 2.699 7.815 Heróín (g) 1 0 0 9 28 LSD (stk.) 115 2761 427 1.021 427 Fíkniefni sem lagt var hald á af lögreglu og tollgæslu 2013-2018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.