Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur misst sambandið við vissa vini – það er þitt að endurvekja vinskapinn. Þú sýnir vígtennurnar í samningalotu sem framundan er í vissu máli. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert úthaldsgóð/ur og það kemur sér vel þegar þú verður beðin/n um að taka að þér flókið verkefni. Allt sem viðkemur keppnisíþróttum, fjármálaviðskiptum og list- um gengur að óskum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þrátt fyrir góðan ásetning geta af- skipti orðið til þess að færa mál til verri vegar. Kurteisi kostar ekkert og skuldbindur ekki. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hik þitt við að skuldbinda þig í til- teknu máli er ákveðin vísbending. Þú færð góðar fréttir af fjölskyldumeðlim sem býr erlendis. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slepptu takinu og láttu aðra sjá um sig og sína. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Beindu kröftum þínum að heimili og fjölskyldu í dag. Slakaðu á í kvöld yfir góðri bók og reyndu að gleyma öðru í smástund. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vingjarnleiki og góðsemi þín heillar aðra. Farðu yfir fjármálin með makanum og reynið að finna leið til að komast í gott frí saman. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hafðu samband við ættingja eða systkini og bjóddu í heimsókn. Skoðaðu alla möguleika vel áður en þú lætur til skar- ar skríða í ástamálunum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mundu að þú berð ábyrgð á þínum mistökum en hins vegar er óþarfi að ganga um með hauspoka þeirra vegna. Ekki líta um öxl. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur sterkar skoðanir á hlut- unum og því er hætt við að þú lendir í rök- ræðum í dag. Fjölskyldan treystir á að þú standir við loforð sem þú gafst henni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt stóru hlutirnir kalli á að- gerðir er ekki rétt að láta smáatriðin sitja á hakanum. Þú færð grænt ljós á hugmynd sem þú fékkst. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú munt hugsanlega þiggja góð ráð frá vinnufélaga sem er þér eldri og reynd- ari. Framlög eru góð til síns brúks en mað- ur kemur mestu til leiðar með því að taka þátt. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Í fimleikasölum finna má. Finnst hún líka í sænum. Í ritverkum hana rekst ég á. Á reiki hjá Vinstri grænum. Helgi R. Einarsson kemur hér með lausnina úr Mosfellsbænum: Í sölum, bókum, sænum sjá má LÍNU fína. Hjá veslings Vinstri grænum menn vandræðast með sína. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Í loftfimi er línudans á línubátnum okkar. Ég lít í bókum línufans og lína VG rokkar. Sigrún á Sunnuhvoli sendir ráðn- ingu gátunnar, – „upp á von og óvon“ eins og hún segir: Línudans er list sem fáir kunna. Línuýsu draga þeir úr sænum. Línu i Mogga las hún Blöndals Gunna. Línur skýrast senn hjá Vinstri grænum. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Fimar dömur dansa á línu. Dregin er lína upp úr sænum. Línu sá reyndar í riti fínu. Á reiki er línan hjá Vinstri grænum. Þá er limra: Er Oddur bað fraukunnar fínu og forríku, hennar Línu, Oddi hún tók, þeirri endemis blók, og odd braut af oflæti sínu. Síðan kemur ný gáta eftir Guð- mund: Laugardags á morgni mínar misjafnlega búningsfínar vísnagátur verða til, varla neitt ég í því skil: Ómerk talin er sú kvinna. Afar þörf í sendiferð. Smala hjörð er hennar vinna. Hún er bíll af verstu gerð. Bjarni Sigtryggsson yrkir: Hún Lauga var alls ekki löt; hún litaði og bætti sín föt. Hún plantaði hríslum í Húnavatnssýslum til að kolefnisjafna sitt kjöt. Bjarki Karlsson er uppörvandi: Hrörnun sækir, haltur má hjálpartækjum ýtast, holdið rækja maður má meðan hækjur nýtast. Páll Ólafsson orti á Presthólum um Ólöfu Hjálmarsdóttur: Hænsnin eru mesta mein mitt og allra á bænum, þó er verri Ólöf ein áttatíu hænum. – Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Lesið á milli línanna „ÞEGAR ÉG VAR STRÁKUR BJÓ FJÖLSKYLDAN Í ALVEG EINS BÍL. NÚ VERÐ ÉG BÍLVEIKUR ÞEGAR ÉG SÉ ÞÁ.” „Í ALVÖRU! ÞÚ VERÐUR AÐ VIÐURKENNA AÐ HANN ER ANSI FREKUR AF SEX MÁNAÐA GÖMLU BARNI AÐ VERA.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að kyssa og fá koss til baka. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MAMMA MÍN ER RÉTT ÓKOMIN! ÉG VIL AÐ ÞÚ GERIR HEIMSÓKNINA ÁNÆGJULEGA FYRIR HANA! ÉG SKIL. AF HVERJU ERTU ÞÁ ENNÞÁ HÉRNA? ÉG HELD EFTIR SMÁ GLEÐI FYRIR SJÁLFAN MIG HÉR ER ÉG KOMINN TIL AÐ GLÆÐA LÍF ÞITT GLEÐI STRAX FARINN? Víkverji var nýverið á mannamótiþar sem fór fram umræða um það hversu erfitt væri að heyra það sem leikarar segðu í þáttaröðinni Ófærð. Víkverji gat reyndar ekki tekið undir þessa gagnrýni þar sem hann heyrir ágætlega það sem fram fer í þáttunum, en það vakti athygli hans að þegar leitað var svara hjá Ríkissjónvarpinu um þetta mál var meðal annars bent á að þetta væri algengt vandamál annars staðar á Norðurlöndum þar sem þar ættu sjónvarpsáhorfendur því að venjast að útsendingar væru textaðar. Mátti draga þá ályktun að fyrir vikið kæmi þeim í opna skjöldu að heyra talað saman á móðurmáli sínu á skjánum. x x x Þetta fannst Víkverja nokkuð nýstárleg skýring því að nú tala íbúar á Norðurlöndum iðulega sam- an á sínu móðurmáli án þess að þau samtöl séu textuð, en njóta þess þó að geta hváð, sem ekki er hægt þeg- ar horft er á sjónvarp. x x x Um leið rifjaðist upp fyrir Víkverjafrétt sem hann las fyrir nokkru um að Danir þyrftu allajafna á heyrnartækjum að halda nokkrum árum fyrr á ævinni en gerðist ann- ars staðar á Norðurlöndum. Var þetta rakið til þess að Danir töluðu hratt og umluðu um leið. Því hyrfi skilningurinn er heyrnin dapraðist. x x x Einnig rifjaðist upp frétt, sem birt-ist fyrir nokkrum árum, um að danskir leikarar umluðu svo mikið að myndast hefði eftirspurn eftir því að sýna danskar myndir með dönsk- um texta. Í fréttinni sagði að danskir leikarar hefðu varið sig með því að uml gerði myndir raunsæislegri. Hvað sem því líður flögraði sú hugs- un að Víkverja að íslenskan gæti verið á sömu leið og raunsæisuml tekið völdin. Og þó. Sama kvöld heyrði hann á tal fólks á sýningu á Ríkharði III. í Borgarleikhúsinu þar sem leikhúsgestur einn hafði orð á því að hann hefði skilið hvert einasta orð leikaranna á sviðinu, það væri eitthvað annað en í Ófærð. Raun- sæisumlið hefur enn ekki náð inn á leiksviðið. vikverji@mbl.is Víkverji En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóh: 1.12) Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.