Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkis- ráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með til umsóknar styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 30. júní - 19. júlí 2019. Umsóknir sendist Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni stofnunarinnar, með tölvupósti, tomas.heidar2016@gmail.com, fyrir 25. janúar 2019. Auglýst er eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals og veittur er af Seðlabanka Íslands. Tilgangur styrksins, sem veittur er árlega, er að styðja framtak sem miðar að því að varðveita menningarverð- mæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Styrkfjárhæðin nemur þremur milljónum króna og verður henni úthlutað í apríl eða maí 2019. Heimilt er að skipta fjárhæðinni á milli tveggja eða fleiri umsækjenda. Umsóknir skulu sendar skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands eigi síðar en 8. mars 2019. Úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð eru aðgengileg á heimasíðu bankans og í afgreiðslu hans á Kalkofnsvegi 1. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Ýr Bernharðsdóttir á skrifstofu seðlabankastjóra. Seðlabanki Íslands · Kalkofnsvegi 1 · 101 Reykjavík · Sími: 569 9600 SEÐLABANKI ÍSLANDS auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Sýning er bæði fyrir börnog fullorðna og teikning-arnar sem sýndar eru ásýningunni eru ótrúlega metnaðarfullar og fallegar. Í þeim er falinn mikill fjársjóður,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, sýn- ingarstjóri Tíðaranda í teikn- ingum, sem fram fer á Bókasafni Kópavogs. Hún segir að á sýning- unni séu teikningar í kennslubók- um frá 1937 fram á tíunda áratug- inn. Teikningarnar komi frá Menntamálastofnun en sumar hverjar hafi áður verið í eigu Rík- isútgáfu námsbóka og Náms- gagnastofnunar. Guðfinna segir tilurð sýningarinnar vera þá að í fyrra hafi verið sett upp sýningin Barnabækur í 100 ár á Bókasafni Kópavogs. Við vinnslu hennar hafi teikningarnar hjá Mennta- málastofnun komið í ljós en efnið hafi verið svo mikið að sérsýningu hafi þurft fyrir það. Guðfinna segir að nýjustu teikningarnar á sýning- unni séu í Orðhák, teiknaðar af Halldóri Baldurssyni. Yngri kennslubækurnar séu ekki á sýn- ingunni af þeirri ástæðu á að tí- Ungi litli og Litla gula hænan til sýnis Sýning á frumritum myndverka listamanna í íslenskum námsbókum verður opn- uð af menningar- og menntamálaráðherra í Bókasafni Kópavogs í dag kl. 15. Kunnuglegar bækur og teikningar frá 1937 fram á tíunda áratuginn eru til sýnis. Litskrúðugt Litaglöð kápa prýðir forsíðu einnar af Við lesum bókunum. Margir eiga eflaust góðar minningar um bækurnar á meðan aðrir eiga síðri. Klassík Hver man ekki eftir Unga litla, annaðhvort sem nemandi eða for- eldri? Mikill metnaður var lagður í myndskreytingar kennslubóka og er enn. Einsleitni Teikning af drengjum í leikfimi. Leiðbeinandinn teinréttur í íþróttafötum og eini munurinn á drengjunum er hárlitur og stuttbuxur. Draugur Teikning með frásögn úr þjóðsögum í einni kennslubók fyrri ára. Myndin sem er hrollvekjandi myndi tæplega rata í kennslubækur nútímans. Fjársjóður Guðfinna Mjöll Magn- úsdóttir, sýningstjóri Tíðaranda í teikningum, skoðar teikningar sýn- ingarinnar í Bókasafni Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.