Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 ✝ Guðbjörg ElínSveinsdóttir fæddist á Fossi í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi 6. október 1932. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akra- nesi 21. desember 2018. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Þórðarson, f. 25.8. 1893, d. 27.12. 1979, og Pálína Svanhvít Guðbrandsdóttir, f. 14.9. 1893, d. 22.4. 1950. Guð- björg var yngst fimm systkina. Hin eru Ágústína, f. 22.2. 1919, Guðbrandur, f. 28.5. 1920, d. 15.6. 2010, Anna, f. 6.10. 1923, d. 29.10. 2018, og Þórður, f. 3.1. 1927. Guðbjörg giftist 26.12. 1952 Þráni Sigtryggssyni, skipstjóra og útgerðarmanni frá Ólafsvík, f. 1.9. 1928, d. 7.3. 2008. Börn þeirra eru: 1) Egill Viðar, f. 24.4. 1951, maki Hrefna Guðbjörns- dóttir, f. 1953, börn: a) Guð- björn, f. 1971, maki Guðrún Oddsdóttir, börn Hrefna, Unnur og Bryndís. b) Þráinn, f. 1974, maki Svandís Sigurðardóttir, börn María, Elín og Hafsteinn. c) Elísabet, f. 1978, maki Jón Harðardóttir, börn Ragnheiður, Þráinn og Lárus. c) Steinunn, f. 1989, maki Gunnlaugur Smára- son, börn Alex og Sunneva. 6) Berglind Sigrún, f. 25.9. 1961, fv. maki Heimir Maríuson, f. 1960, synir: Arnar, f. 1994, og Felix, f. 1999. 7) Sigtryggur Sævar, f. 2.6. 1967, maki Mar- grét G. Helgadóttir, f. 1967, börn: Valgerður, f. 1994, Helgi, f. 1998, og Þráinn, f. 2001. Guðbjörg ólst upp á Fossi í Staðarsveit. Hún lauk hefðbund- inni skólagöngu og gekk í far- skóla á Ölkeldu í Staðarsveit á árunum 1942-1945. Árið 1949 kynntist Guðbjörg Þráni og fluttist til Ólafsvíkur árið 1950 þar sem þau hófu búskap í for- eldrahúsum Þráins á Mosfelli. Síðar byggðu þau húsið Lyng- holt og bjuggu þar á árunum 1953-1960. Í ársbyrjun 1960 fluttu þau í nýbyggt hús á Grundarbraut 26 þar sem þau bjuggu alla tíð. Guðbjörg sinnti aðallega hús- móðurstörfum auk ýmissa verka tengdra útgerðarfélagi Þráins og bræðra hans. Hún vann við ræstingar á bæjarskrifstofunni um tíma og í saltfiskverkun hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur auk þess að taka að sér saumaskap. Síðar starfaði Guðbjörg ásamt manni sínum að rekstri Út- gerðarfélagsins Dvergs hf. Útför Guðbjargar fór fram frá Ólafsvíkurkirkju 5. janúar 2019 í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Harðarson, börn Anna, Aníta, Hörð- ur og Egill. d) Soffía, f. 1984, maki Friðbjörn Ásbjörns- son, börn Ásbjörn, Særún og óskírð. 2) Pálína Svanhvít, f. 24.3. 1952, maki Ingvar Sigurðsson, f. 1954, börn: a) Guðbjörg, f. 1979, maki Guðmundur Unnarsson, börn María og Mar- inó. b) Guðmundur, f. 1979. 3) Bryndís Jenný, f. 3.9. 1954, maki Valur Magnússon, f. 1952, dóttir: Lea, f. 1986, maki Magni Fann- berg, börn Lára og Marcus. 4) Sigurbjörg Erla, f. 12.1. 1957, maki Þröstur Kristófersson, f. 1956, börn: a) Guðbjörg, f. 1976, maki Björgvin Bjarnason, börn Þröstur og dóttir Guðbjargar Eydís. b) Ævar, f. 1980, maki Fjóla Magnúsdóttir, dætur Díana og Eva. c) Dagný, f. 1983, maki Jóhann Þorsteinsson, börn Óliver, Kamilla og Diljá. 5) Lilja Björk, f. 15.12. 1959, maki Lárus Einarsson, f. 1959, börn: a) Hermína, f. 1979, maki Krist- mundur Sumarliðason, börn Sumarliði, Viktor og Freydís. b) Elmar, f. 1981, maki Harpa Það er með mikilli hlýju og virðingu sem mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdamóður minnar, Guðbjarg- ar Elínar Sveinsdóttur, sem ég hef verið svo lánsöm að eiga samfylgd með frá því ég kom fyrst á heimili þeirra Þráins þeg- ar ég kynntist Tryggva syni þeirra. Ég fann strax fyrir hlý- legu viðmóti þeirra hjóna og reyndust þau mér, sem tengda- dóttur, einstaklega vel alla tíð. Guðbjörg var vönduð og heil- steypt að eðlisfari og hafði hlýja og notalega nærveru. Hún var hógvær og fylgdist vel með mál- efnum líðandi stundar og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Þá hafði Guðbjörg góðan húmor og oft var hlegið við hringlaga eldhúsborðið á Grundarbrautinni í góðra vina hópi. Guðbjörg var alla tíð styrka stoðin í stórfjöl- skyldunni sem hægt var að leita til enda úrræðagóð og þar var skynsemin alltaf í fyrirrúmi. Guðbjörg ólst upp á Fossi í Staðarsveit og bar ávallt sterkar taugar til heimahaganna. Hún átti góðar minningar frá æskuár- unum þar sem hún ólst upp í hópi samhentra systkina á heim- ili sem stýrt var af miklum myndarskap. Oft barst í tal ábyrgðin sem henni og syst- kinunum var falin, langar göngu- ferðir í kirkju á Staðastað og samskipti barnanna í sveitinni. Guðbjörg var einkar handlag- in og lék allt í höndunum á henni. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur; allt varð að listaverki í höndum hennar. Hún fylgdist vel með tískunni og hafði áhuga og glöggt auga fyrir því að skapa fallega hluti sem vöktu eftirtekt. Á Grundarbrautinni má hvarvetna sjá handverk Guð- bjargar sem prýða hlýlegt heim- ili þeirra hjóna. Guðbjörg lagði rækt við sitt fólk og átti einstaklega gott sam- band við unga fólkið sem hún sýndi mikinn áhuga, fylgdist vel með, hvatti og var stolt af þeim. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði og þakklæti í huga fyrir allar góðu samverustund- irnar og þá hlýju og vinsemd sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Margrét Gróa Helgadóttir. Í dag kveð ég elsku ömmu mína hana Guðbjörgu Sveins- dóttur. Elsku amma mín, það sem ég er þakklát fyrir allar þær ynd- islegu stundir sem við höfum átt saman í gegnum tíðina sem eru ótalmargar. Ég var mikill heim- alningur á Grundarbrautinni enda ekki skrítið þar sem nær- vera þín var svo hlýleg og nota- leg. Ég gat ávallt leitað til þín þegar eitthvað bjátaði á og tókst þú alltaf á móti mér opnum örm- um. Þú varst mjög myndarleg í alla staði, mér fannst ekki leið- inlegt að koma í nýbakað bakk- elsi til þín eins og heimabakað brauð og hveitikökur sem var það allra besta, þú fékkst varla að kæla góðgætið því lætin voru svo mikil við að gæða sér á því. Einnig varst þú mikil hannyrða- kona og allt frá þér var hvað öðru fallegra, allt lék í höndun- um á þér hvort sem það var að sauma, mála fallegar myndir, hekla, prjóna, mála keramik eða bússela. Alla þá fallegu hluti sem þú gafst mér mun ég varðveita um ókomna tíð. Þú hafðir mjög gaman af því að fara á rúntinn og varst ávallt tilbúin að koma í smá bíltúr þegar kostur gafst. Okkur fannst ekki leiðinlegt að kíkja á og skoða glingur saman, eins mikill fagurkeri og þú varst og segi ég ætíð að ég hafi fengið „fagurkeraveikina“ beint í æð frá þér, elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustund og söknuður minn er mikill. Það verður tómlegt hér án þín, það verður skrítið að keyra fram hjá Grundarbrautinni og ekki hægt að droppa inn í smá kaffi og spjall líkt og ég fann fyrir núna um jólin. En minningin um þig mun lifa í hjarta mínu, guð varð- veiti þig, elsku amma mín. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Hermína. Kvöldið sem amma á Grundó kvaddi var einstaklega heiðskírt, algjör stilla, stjörnubjart og Staðarsveitin hennar ömmu skartaði sínu fegursta á vetrar- sólstöðum. Ég var svo heppin að alast upp í nágrenni við ömmu og afa. Oftar en ekki kom ég við á Grundarbrautinni á heimleið úr skóla og þar var amma ávallt tilbúin með alls kyns góðgæti sem okkur systkinunum þótti spennandi líkt og engjaþykkni og hveitikökur með smjöri. Í seinni tíð fórum við amma oft í bíltúra um Staðarsveitina og í kringum Jökul og voru það gæðastundir þar sem við nutum náttúrunnar, spjölluðum og hlustuðum á góða tónlist og oftar en ekki komum við heim eftir miðnætti á björtum sumar- nóttum. Amma var einstök kona, hún var hlý og góðhjörtuð en umfram allt stillt og hógvær. Við amma vorum alla tíð mjög samrýndar og miklar vinkonur. Við gátum setið tímunum saman og spjallað um allt milli himins og jarðar. Hún sýndi því sem ég tók mér fyrir hendur áhuga og hvatti mig ávallt. Það er ýmislegt sem kem- ur upp í hugann þegar horft er til baka. Ég man þegar ég æfði mig í því að bakka í stæði inni á Klifi og amma var þar leiðbein- andi. Hún opnaði dyrnar marg- oft til þess að athuga hvort bíll- inn væri rétt staðsettur gagnvart línunum. Ekkert var gefið eftir enda við báðar þrjóskar og höf- um við oft hlegið að þessari sögu þar sem við hentumst til í göml- um beinskiptum vinnubíl. Söknuðurinn er mikill en minningarnar um yndislega ömmu eru dýrmætt veganesti í lífinu. Ég er rík af því að hafa kynnst þessari einstöku konu sem ég mun ávallt taka mér til fyrirmyndar. Mig langar að kveðja með orð- unum sem amma sagði alltaf við mig; „stelpan mín“. Stelpan þín, Valgerður Sigtryggsdóttir. Guðbjörg Elín Sveinsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Ástkær bróðir okkar og mágur, EIÐUR A. BREIÐFJÖRÐ blikksmíðameistari, Laugateigi 27, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 14. janúar klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund. Bertha R. Langedal Leifur Breiðfjörð Sigríður Jóhannsdóttir Gunnar Breiðfjörð Elín Aune Ástkær eiginkona mín og besti vinur, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. SIGURBJÖRG BJÖRGVINSDÓTTIR, Digranesheiði 34, er lést fimmtudaginn 13. desember, verður jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópavogi mánudaginn 14. janúar klukkan 11. Haukur Hannibalsson Heiða Jóna Hauksdóttir Arnar Stefánsson Hanna Þóra Hauksdóttir Björgvin Jónas Hauksson Cinzia Fjóla Fiorini Birgir Már Hauksson Harpa Rós Jónsdóttir Sigrún Edda Hauksdóttir Guðbjartur Árnason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, NJÁLL TRAUSTI ÞÓRÐARSON, andaðist á Hrafnistu Nesvöllum mánudaginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 22. janúar klukkan 13. Kolfinna Árnadóttir Ástfríður Svala Njálsdóttir Árný Dalrós Njálsdóttir Gísli Sigurðsson Jóhanna Njálsdóttir Kári Þorgrímsson Þórdís Anna Njálsdóttir Erlendur Salómonsson Kolfinna Njálsdóttir Óskar Birgisson og fjölskyldur Yndislega mamma mín, dóttir og systir, SIGURBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Dvergabakka 32, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 5. janúar. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju 1. febrúar klukkan 11. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið. Flavia Annis Rollini Magðalena Stefánsdóttir Esther Sigurðardóttir Helgi Sigurðsson Stefán Baldvin Sigurðsson Anna S. Jóhannesdóttir Sigrún Jensey Sigurðard. Kristján Bjarndal Jónsson Sigurður Sigurðarson Hildur Sandholt Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ALDA ÞORGRÍMSDÓTTIR, Brekkugötu 38, Akureyri, sem andaðist aðfaranótt föstudagsins 4. janúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. janúar klukkan 13.30. Ómar Garðarsson Rannveig Benediktsdóttir Smári Garðarsson Páll Garðarsson Sigurður Ö. Guðbjörnsson Eydís Garðarsdóttir Bjarni Einarsson Viðar Garðarsson Sigríður Á. Viðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN JÓNSSON málarameistari, Bakkahlíð 2, Akureyri, lést sunnudaginn 6. janúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. janúar klukkan 13.30. Heiðrún Björgvinsdóttir Jón Ari Stefánsson Hjördís Stefánsdóttir Heiðar Konráðsson Heiðrún Valdís og Hildur Védís Okkar ástkæra, ALFA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum þriðjudaginn 8. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ágúst Ormsson Ingibjörg Kristinsdóttir Jórunn Elídóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS BJARNASON, Klapparholti 12, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 9. janúar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Ólöf Haraldsdóttir Júlía Magnúsdóttir Ingibergur Gunnar Jónsson Sæunn Magnúsdóttir Haraldur Sigurðsson Bjarni Magnússon Ólína Helgadóttir Sigurborg Skjaldberg Baldur Snæhólm Einarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.