Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 15% afsláttur 15% afsláttur ofnar ryksugur 20% afsláttur Gerið góð kaup! 15-50% afsláttur af gæðavörum ORMSSON janúar dagar lágmúla 8 SÍmI 530 2800 FYRIR HEIMILIN Í LANDINU 15% afsláttur Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is „Allir þessi neikvæðu þættir sem við viljum sjá dragast saman eru að gera það og allir þessu jákvæðu þættir sem við viljum að aukist eru að gera það,“ segir Sonja Ýr Þor- bergsdóttir, for- maður BSRB, um niðurstöður rann- sóknar á til- raunaverkefni ríkisins á stytt- ingu vinnuvik- unnar. Þættirnir sem Sonja vísar til eru meðal ann- ars álag og streitueinkenni sem hafa minnk- að og starfsánægja og starfsandi sem hafa aukist. Sonja fjallar um niðurstöðurnar undir yfirskriftinni: „Eftir hverju erum við að bíða?“ á málþingi um styttingu vinnuvikunnar sem fram fer í Hörpu í dag. Alda, félag um sjálfbærni og lýð- ræði, stendur fyrir málþinginu og er markmið þess að auka skilning á þeim möguleikum sem stytting vinnuvikunnar hefur í för með sér fyrir íslenskt samfélag. Fimm ríkisstofnanir styttu vinnuvikuna Sonja mun fjalla um niðurstöður- nar úr tilraunaverkefni ríkisins sem hófst 2015 þegar fjármálaráðherra veitti verkefninu vilyrði á þingi BSRB. Árið 2017 var vinnustundum fækkað úr 40 í 36 á fjórum vinnu- stöðum hjá ríkinu, það er Þjóðskrá, Útlendingastofnun, Lögreglu- stjóranum á Vestfjörðum og Ríkis- skattstjóra. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að einkenni álags hjá starfs- fólki minnka og það finnur fyrir betri líðan í vinnu og á heimilinu. Þá hefur dregið úr kulnun á þeim vinnustöðum sem tóku þátt í verk- efninu. Óbreytt afköst Í niðurstöðunum kemur jafnframt fram að stytting vinnuvikunnar hef- ur ekki áhrif á afköst í starfi og er það ein meginástæða þess að BSRB fer fram á að vinnuvikan verði stytt án launaskerðingar. „Áhrifin eru já- kvæð án þess að hafa áhrif á afköst- in,“ segir Sonja. Ekki er eftir neinu að bíða að mati Sonju og segir hún ljóst að stytting vinnuvikunnar verði eitt af for- gangsverkefnum í kjaraviðræðum BSRB þegar samningar aðildar- félaganna losna í lok mars. „Aðild- arfélögin eru ekki búin að gera sínar kröfugerðir en á þinginu okkar í október var alveg ljóst að þetta er eitt af stóru málunum okkar.“ Stór breyting krefst samstarfs Þá segir hún að það komi til greina að vinna að styttingunni í samvinnu við félög á almennum vinnumarkaði. „Það er vilji fyrir því að ef við æt- um að gera svona stóra breytingu á vinnutímaskipulagi á Íslandi að við tölum okkur saman, félögin á opin- bera markaðnum og á almenna vinnumarkaðnum, það er eitt af því sem er til skoðunar.“ Nánar verður fjallað um niður- stöður verkefnisins um styttingu vinnuvikunnar hjá ríkisstofnunum á mbl.is í dag. Niðurstöður úr tilraunaverkefni með styttingu vinnuvikunnar Meðaltöl svara í júní 2018 á fi mm punkta kvarða Heimild: BSRB Tilraunavinnustaðir Samanburðarhópar Álag í starfi2,8 3,5 Andleg streita1,7 2,2 Líkamleg streita1,7 2,4 Kulnun í starfi1,6 2,3 Stytting vinnuvikunnar eitt af stóru málunum  Formaður BSRB segir að ekki sé eftir neinu að bíða Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Vinnumarkaður Allt virðist benda til þess að styttri vinnuvika skili sér í betri heilsu launþega og aukinni starfsánægju. Afköstin breytast ekki. Sonja Ýr Þorbergsdóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Tíminn vinnur með öllum hug- myndum um styttingu vinnutímans. Umræðan hefur breyst mikið síðan þetta mál kom fyrst inn í umræðuna af þunga fyrir tæpum áratug,“ segir Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður í Öldu – félagi um sjálfbærni og lýð- ræði. Félagið stendur fyrir málþinginu í Hörpu í dag um styttingu vinnu- vikunnar. Á þinginu mun Guðmundur kynna möguleika fyrirtækja til að stytta vinnuvikuna. Hann vann út- tekt á því efni nýlega fyrir Eflingu stéttarfélag, sem ásamt ASÍ, BRSB og BHM, er bakhjarl málþingsins þar sem ýmsir koma með innlegg. Stytting vinnuviku er framkvæmanleg Í tilraunaskyni hefur vinnutími verið styttur úr 40 stundum á viku í 36 klukkustundum hjá nokkrum rík- isstofnunum, eins og kemur fram hér til hliðar. Hjá Reykjavíkurborg var gerð sambærileg tilraun hjá fjölda starfsstöðva og þykir reynslan þar, rétt eins og hjá ríkinu, vera góð. „Almennt sagt er orðinn meiri skilningur en var á því að stytting vinnuvikunnar sé framkvæmanleg. Vinnubrögð og starfshættir eru ekki óumbreytanlegir en slíkt er nú ein- mitt lykilinn að þessu. Reynslan sýn- ir líka að þar sem daglegur vinnu- tími hefur verið styttur úr kannski átta stundum á dag í sex til sjö hafa framleiðni og afköst haldist óbreytt. Ávinningurinn fyrir starfsfólkið – og þar með vinnuveitendur – er til að mynda betri líðan, færri veikinda- dagar og meira svigrúm til að njóta samveru með fjölskyldunni, sem skiptir alla miklu máli. Þann kostnað sem fyrirtækin bera vegna forfalla og veikinda má lækka með styttingu vinnuvikunnar,“ segir Guðmundur. Þarf gerjunartíma Samkvæmt evrópskum saman- burði vinna Íslendingar talsvert lengur en gerist í okkar helstu sam- anburðarlöndum. Á Íslandi er vinnu- tíminn í dag 45 stundir á viku, 41 í Belgíu og Þýskalandi og 39 í Dan- mörku og Noregi, svo lítið eitt sé nefnt. „Sjálfsagt er meiri áhugi á stytt- ingu vinnuvikunnar meðal yngra fólks en þess eldra – en ég vil trúa að þegar almenningur hefur sett sig inn í þetta mál breyti aldur litlu um við- horfin. Ég held að í dag þegar samn- ingar á vinnumarkaði eru lausir sé einmitt rétti tíminn til að koma svona umbótamáli í framkvæmd. Allt svona þarf gerjunartíma og mikilvægt er að festa þetta í kjara- samningum,“ segir Guðmundur. Í frumvarpi sem Píratar lögðu fram á Alþingi fyrr í vetur sé gert ráð fyrir styttingu vinnuvikunnar úr 40 stundum á viku í 35 og að vinnu- dagurinn verði sjö stundir í stað átta nú. Í umsögn Öldu var efni frum- varpsins fagnað og þar bent á að af- leiðing af tækni- og sjálfvirknivæð- ingu ætti að vera skemmri vinnuvika. Slíkt myndi auka lífsgæði á Íslandi og væri ekki vanþörf á. Afköstin óbreytt  Alda með málþing í dag um styttri vinnuviku  Umræðan er að breytast Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Steypa Íslendingar vinna margir hverjir langan vinnudag. Guðmundur D. Haraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.