Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019
Nú eru tólf dagar frá áramótum og gott að líta til baka og veltafyrir sér sprungnum áramótaheitum. Það er þegar búið að fásér aðeins of oft skyndibita, borða dýraafurð, sleppa rækt-inni, svara yfirmanninum fullum hálsi, fara á bílnum í vinn-
una og nagandi samviskubitið, sem haldið var í skefjum með fullkomnu
líferni fyrstu sjö daga ársins, er komið aftur, tvíeflt. Og þar með sprakk
enn eitt áramótaheitið; að láta sér líða vel á nýju ári.
Áramótaheit geta verið eins og girðingar. Þú lokar úti allt sem á ekki
við þinn lífsstíl. Réttlætir það með því að þú sért að bæta umhverfið eða
heilsuna, ná tökum á vigtinni eða taka þátt í átaki. Við veljum; ekkert vín,
engan sykur, engar dýraafurðir, engin kolvetni eða hvað það er sem fólki
dettur í hug að útiloka til að
taka með vali sínu ábyrgð á
heiminum og eigin hamingju.
Kannski eru lífsstílsgirð-
ingar lítið skárri en böð og
bönn trúarbragða sem byggð
eru á gömlum kenningum
eða uppátæki misgáfaðra presta. Það er skrýtið að lesa samtal fólks sem
þrasar um grænt eða kjöt. Kannski þarf ekki að velja þar á milli. Reynum
að leita lausna, finna göngustíga um lífsstílsflóruna og feta hinn gullna
meðalveg frekar en loka okkur sjálf inni í girðingu prinsippanna. Er
nauðsynlegt að fylgja lífsstílnum út í ystu æsar? Auðvitað velur fólk sjálft
fyrir sig en það velur líka fyrir börnin sín og unglingana. Hvernig líður
börnum sem þurfa sífellt að velja á milli þess að fylgja vali foreldranna
eða borða það sem félagarnir borða?
Kvíði unga fólksins var mikið til umfjöllunar á síðasta ári og orðið kuln-
un var valið orð ársins. Það er auðvelt að ganga yfir eigin mörk í vinnu og
tómstundum. Reyna að standa sig á öllum sviðum, leyfa sér ekki að slaka
á, hlaupa hraðar ef verkefnunum fjölgar, fá sér pillu ef verkir trufla, berja
sig áfram ef þreyta gerir vart við sig. Bera sig saman við Gunnur og Jóna
sem öll virðast vera að gera það gott. Getur verið að krafan um fullkom-
inn lífsstíl sé hluti af kvíðanum og kulnuninni?
Mér finnst margt í lífsstílsfræðunum núna svo harkalegt og minna á
sértrúarsöfnuði. Hvað gerir þú ef þér tekst ekki að fylgja markmiðunum?
Er í lagi að straffa sig og tyfta ef eitthvað fer úrskeiðis? Og hver er mæli-
kvarðinn á árangur af nýja lífsstílnum eða mataræðinu? Er það baðvigtin,
loftslagsbreytingar eða er það líðanin, og þá andleg eða líkamleg?
Við verðum að velja sjálf það sem okkur er hollt, kunna að segja nei
þegar álagið er of mikið, kunna að njóta, hvetja og fyrirgefa, ekki síður
okkur sjálfum en öðrum. Svo sem vér og fyrirgefum ætti að ná yfir okkur
sjálf líka. Lífið verður að vera skemmtilegt. Sumir eru svo dómharðir við
sjálfan sig og segja hluti við litlu sálina sína sem þeir myndu aldrei segja
við aðra. Við verðum að læra að elska okkur sjálf, því elska skaltu sjálfan
þig eins og náunga þinn.
Elska skaltu sjálfan þig
Tungutak
Lilja Magnúsdóttir
liljam@simnet.is
Getty Images/Thinkstock
Áramótaheit Stundum bara orðin tóm.
Þegar horft er til þróunar samfélags okkar síð-ustu áratugi er ljóst að hér verða til of dýraryfirbyggingar á mörgum sviðum. Það blasirað sjálfsögðu við hjá ríkinu og umhugsunar-
efni hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki
spornað meira gegn þeirri þróun á þeim vettvangi,
sem þó mætti ætla að flokkurinn teldi vera skyldu
sína.
Einu sinni höfðu þingflokkar enga starfsmenn. Síð-
an fóru þeir að ráða framkvæmdastjóra. Fyrir nokkr-
um dögum kom fram, að hjá þingflokki VG störfuðu
bæði framkvæmdastjóri og ritari og nú hefði verið
ráðinn sérstakur upplýsingafulltrúi. Dæmin í opinbera
kerfinu um slíka skríðandi kostnaðaraukningu eru
mörg og allt að sjálfsögðu borgað af skattgreiðendum.
En þetta snýr ekki bara að ríkinu. Hið sama á við
um sveitarfélög. Þau eru einfaldlega of mörg. Nú er
sennilega að hefjast markvisst átak um að fækka þeim
og það er gott en það snýr þó fyrst og fremst að
smæstu sveitarfélögunum. Hverju sjálfstæðu sveitar-
félagi fylgir ákveðinn fastur kostnaður hvort sem er
vegna starfsmanna eða kjörinna
fulltrúa.
Mestur sparnaður mundi hins
vegar nást með fækkun sveitar-
félaga á suðvesturhorninu og þá
sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
Það væri augljóslega skynsamleg ráðstöfun að sam-
eina t.d. Reykjavík, Kópavog, Seltjarnarnes og Mos-
fellsbæ í einu sveitarfélagi og Garðabæ og Hafn-
arfjörð í öðru. Með slíkum aðgerðum mundi nást
veruleg hagræðing í kostnaði við yfirstjórn, bæði
vegna kjörinna fulltrúa og skrifstofuhalds. Slík sam-
eining hefur aftur og aftur komið til tals á und-
anförnum áratugum og alltaf rísa þeir upp, hvar í
flokki sem þeir standa, sem eiga hagsmuna að gæta
vegna þessa fjölda sveitarfélaga á sama svæði og
koma með alls konar tilbúnar röksemdir gegn samein-
ingu.
Í síðustu lotu slíkra umræðna fyrir nokkrum árum
kom fram ný kenning, sem var sú, að til væri einhver
tiltekin stærð sveitarfélags sem væri heppilegri en
önnur. Samkvæmt þeirri kenningu ætti að skipta
Reykjavík upp í fleiri sveitarfélög!
Augljóst er að tvær borgar- og bæjarstjórnir í stað
sex mundu spara verulega peninga vegna kostnaðar
við kjörna fulltrúa og verulegur sparnaður mundi nást
með því að starfandi væru tvær borgar/bæjarskrif-
stofur í stað sex.
En opinberir aðilar eru ekki einu „skúrkarnir“ í
þessum efnum, ef svo má að orði komast. Nú standa
yfir kjaraviðræður á vinnumarkaði og þá beinist at-
hyglin bæði að fjölda sérstakra samtaka meðal at-
vinnurekenda og fjölda verkalýðs- og launþegafélaga.
Í stóru húsi við Borgartún eru mörg hagsmuna-
samtök atvinnurekenda samankomin. Er virkilega
þörf á öllum þessum samtökum til að gæta hagsmuna
atvinnuveganna? Er nauðsynlegt að hafa sérstakan
framkvæmdastjóra yfir hverju og einu félagi og sér-
staka skrifstofu með tilheyrandi mannahaldi? Hverjir
borga þennan kostnað? Það eru að sjálfsögðu fé-
lagsmennirnir, þ.e. fyrirtækin í hinum ýmsu greinum
atvinnulífsins, og þótt sá kostnaður kunni að skipta
stóru fyrirtækin litlu máli má ganga út frá því sem
vísu að hann skipti máli fyrir lítil fyrirtæki.
Þar að auki er reynslan sú að félagasamtök af þess-
ari gerð, sem eru auðvitað fyrst og fremst hagsmuna-
gæzluaðilar, hugsa meira um hagsmuni hinna stóru í
hópi félagsmanna þeirra en hinna smáu.
Getur ekki verið að atvinnulífið sjálft geti sparað
sér umtalsvert fé með því að draga úr þessu viðamikla
skrifstofubákni, sem orðið hefur til í kringum um það?
Hið sama á að sjálfsögðu við um verkalýðs- og laun-
þegafélög. Í kringum hvert og eitt félag hefur orðið til
skrifstofuhald með launuðum starfsmönnum. Kostn-
aður við það er greiddur af fé-
lagsmönnum og svo vel vill til fyr-
ir félögin að atvinnurekendur hafa
tekið að sér innheimtu félags-
gjalda með því að draga þau frá
launum.
Er ekki hugsanlegt að það sé kominn tími á end-
urskipulagningu verkalýðs- og launþegahreyfingar
með það að markmiði að draga úr kostnaði við yfir-
byggingu hennar?
Það er svo saga út af fyrir sig að í tengslum við
þessa viðamiklu yfirbyggingu í atvinnulífinu, bæði hjá
atvinnurekendum og launþegum, hefur vaxið upp ann-
að risastórt kerfi, sem er lífeyrissjóðakerfið. Og þar
skortir ekki peninga. Eru lífeyrissjóðir orðnir of
margir? Er kostnaður við rekstur hvers og eins orðinn
of mikill? Er hægt að draga mjög verulega úr þeim
kostnaði með mikilli hagræðingu lífeyrisþegum til
hagsbóta?
Það er ekki ósennilegt að með sama hætti og
bankakerfið á Íslandi er bæði orðið of stórt og of dýrt
eigi það við um lífeyrissjóðina að í kringum þá hefur
orðið til óþarflega stórt bákn.
Það er orðinn til töluvert fjölmennur hópur fólks,
sem hefur hagsmuni af því að þessum bát verði ekki
ruggað, og þess vegna má búast við að sá hópur muni
rísa upp og andmæla sjónarmiðum af þessu tagi, alveg
eins og gerist þegar rætt er um sameiningu sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu, eða þegja þau í hel.
Það eru hins vegar sameiginlegir hagsmunir at-
vinnurekenda, sem reka lítil og meðalstór fyrirtæki,
og almennra launþega að þessi mál verði tekin til um-
ræðu og þessi þáttur „kerfisins“, sem orðið hefur til í
samfélaginu, verði tekinn til umræðu.
Og svo vill til að upp úr þessum jarðvegi er að
spretta sú „nýja stétt“, sem greinarhöfundur heldur
fram að til sé að verða í okkar samfélagi og raunar
öðrum vestrænum samfélögum og Milovan Djilas
skrifaði um í kommúnistaríkjunum í samnefndri bók á
sínum tíma.
Of dýrar yfirbyggingar
Úr þessum jarðvegi er
„hin nýja stétt“ að spretta.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Einn skemmtilegasti ein-staklingshyggjumaður Banda-
ríkjanna á nítjándu öld var Lys-
ander Spooner. Hann var ákafur
baráttumaður gegn þrælahaldi og
stofnaði bréfburðarfyrirtæki í sam-
keppni við bandaríska póstinn, þótt
ekki tækist honum að raska einokun
hans. Ein bók hefur komið út eftir
Spooner á íslensku, Löstur er ekki
glæpur. Þar leiðir höfundurinn rök
að því, að ekki eigi að banna svo-
nefnd fórnarlambalaus brot, þegar
menn skaða aðeins sjálfa sig, ekki
aðra. Dæmi um það gæti verið
margvísleg ósiðleg og óskynsamleg
hegðun eins og ofdrykkja og önnur
fíkniefnaneysla, fjárhættuspil,
hnefaleikar, vændi og klám. Hins
vegar megi og eigi að banna brot,
þar sem menn skaða aðra.
Í grúski mínu á dögunum rakst ég
á óvæntan bandamann Spooners.
Hann er enginn annar en heilagur
Tómas af Akvínas, dýrlingur og
heimspekingur kaþólsku kirkjunnar.
Hluti af miklu verki hans, Summa
Theologica, hefur komið út á ís-
lensku, Um lög. Þar segir heilagur
Tómas (96. spurning, 2. grein): „Lög
manna eru sett fjölda manna, sem að
meiri hluta eru ekki fullkomlega
dygðugir. Og þess vegna banna
mannalög ekki alla þá lesti, sem
dygðugir menn forðast, heldur ein-
ungis alvarlegri lesti, sem meiri
hlutanum er fært að forðast, og
einkum þá, sem eru öðrum til sárs-
auka og sem eru þannig, að væru
þeir ekki bannaðir, væri ekki unnt
að viðhalda samfélagi manna; þann-
ig banna mannalög morð, þjófnað og
þess háttar.“ (Þýðing Þórðar Krist-
inssonar.)
Ég fæ ekki betur séð en dýrling-
urinn hitti alveg í mark. Ríkið á fullt
í fangi með að verja okkur gegn
þeim, sem vilja skaða okkur, svo að
það bæti ekki við því verkefni, sem
því verður ætíð ofviða, að siða okkur
til og koma í veg fyrir, að við sköðum
okkur sjálf. Í því felst auðvitað ekki,
að við leggjum blessun okkar yfir
ósiðlega eða óskynsamlega hegðun,
heldur hitt, að lítt framkvæmanlegt
er að breyta henni til batnaðar með
valdboði. Vænlegra er að reyna að
gera það með fordæmi og þegar það
dugir ekki til með fordæmingu og þó
án viðurlaga.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Löstur er ekki
glæpur
Ármúla 24 - s. 585 2800
LJÓS Í ÚRVALI