Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Kvikmyndin Vesalings elskendur verður frumsýnd á Kvikmynda- hátíðinni í Gautaborg 27. janúar. Samkvæmt upplýsingum frá fram- leiðendum var myndin valin sem ein af níu bestu norrænum myndum í flokknum norrænar kómedíur, en stjórnendur hátíðarinnar ákváðu að beina sjónum sínum að slíkum myndum í ár vegna gæða þeirra að undanförnu. Kvikmyndin, sem er gamanmynd með rómantísku ívafi, fjallar um tvo bræður sem eiga erfitt uppdráttar í ástarmálum. Svíinn Maximilian Hult, sem þekktastur er fyrir Hemma (2013), skrifar bæði hand- ritið og leikstýrir, en myndin var al- farið unnin hérlendis og fara ís- lenskir leikarar með öll hlutverk. Í aðalhlutverkum eru Björn Thors, Jóel Sæmundsson, Sara Dögg Ás- geirsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Hafdís Helga Helgadóttir. Vesalings elskendur er framleidd af sænska fyrirtækinu LittleBig Productions AB gegnum framleið- endurna Önnu G. Magnúsdóttur og Anders Granström í samvinnu við Hughrif ehf. Myndin verður frum- sýnd hérlendis 14. febrúar. Vesalings elskendur til Gautaborgar Ljósmynd/Sigga Ella Bræður Jóel Sæmundsson og Björn Thors í hlutverkum sínum í myndinni. Afsteypur nefn- ist gjörninga- dagskrá sem fram fer á Kjar- valsstöðum í dag, laugardag, kl. 17 í tengslum við Róf, yfirlitssýn- ingu Haraldar Jónssonar. Á sýningunni má finna úrval verka frá öllum ferli hans síðustu þrjá áratugi. Haraldur hefur unnið í ólíka miðla og ómissandi hluti af verkum hans eru gjörningar. Þar, eins og í öðrum verkum, fæst hann við eimingu tilverunnar. Hann skoðar hvernig við greinum um- hverfi okkar, vinnum úr upplifun, tjáum okkur og eigum í sam- skiptum hvert við annað. Á hátíð- inni í dag verða fluttir valdir gjörn- ingar af ferli listamannsins ásamt frumflutningi á nýju verki. Á morgun, sunnudag, kl. 15 ann- ast Markús Þór Andrésson sýning- arstjóri leiðsögn um Róf á Kjarvals- stöðum. Sama dag milli kl. 14 og 16 verður gestum boðið í blóðnám, sem er verk á sýningunni. Gjörningadagskrá, leiðsögn og blóðnám Haraldur Jónsson Leikhópurinn Lotta hefur afmiklum metnaði og eljuauðgað leiklistarlíf land-ans frá því hópurinn var stofnaður fyrir 13 árum. Fyrsta ára- tuginn sem hópurinn starfaði sýndi hann aðeins úti við yfir sumartímann á ferðum sínum um landið, en síðasta vetur jók Lotta starfsemi sína til muna og hóf að sýna á sviði innan- dyra víðs vegar um landið að vetrar- lagi. Þá var mörkuð sú stefna að halda áfram að frumsýna ný barna- og fjölskylduleikrit á sumrin, en dusta rykið af eldri verkum hópsins og sýna í nýjum uppfærslum ávallt tíu árum eftir frumuppfærsluna. Þessu ber að fagna, ekki síst í ljósi þess að alltof fá ný íslensk leikrit eiga afturkvæmt á leiksviðið eftir að sýningartíma frumuppfærslunnar lýkur. Fyrsta vetrarsýning hópsins, í fyrra, var leikgerð Ármanns Guð- mundssonar á sögu L. Frank Baum um Dórótheu og vini hennar í Oz sem fyrst var sett upp sumarið 2008. Frá árinu 2009 hefur Lotta markað sér þá sérstöðu að sýna á sumrin ávallt ný leikrit þar sem unnið er á skapandi hátt með þekktar sögu- persónur hinna ýmsu ævintýra og þjóðsagna sem iðulega hefur boðið upp á nýjan og skemmtilegan lestur gömlu ævintýranna. Má í því sam- hengi nefna Hróa hött eftir Önnu Bergljótu Thorarensen frá árinu 2014 sem afbragðs dæmi um þessa skap- andi nálgun. Eina sýningin fram til þessa sem ekki er byggð á þekktri sögu er Litaland Önnu Bergljótar sem sýnt var sumarið 2016. Sumarsýningin 2009 og þar með vetrarsýningin 2019 er Rauðhetta eftir Snæbjörn Ragnarsson í leik- stjórn Ágústu Skúladóttur, sem Lotta frumsýndi í Tjarnarbíói um liðna helgi við góðar viðtökur. Þar blandar höfundur saman þremur æv- intýrum sem reikna má með að öll börn á landinu þekki. Þetta eru sög- urnar af Rauðhettu og úlfinum, grís- unum þremur sem byggja sér mi- straust hús í leit að skjóli undan úlfinum og loks systkinunum Hans og Grétu sem lenda í klóm vondu nornarinnar eftir að hafa verið út- hýst af eigin foreldrum. Þó að verkið sé nefnt eftir Rauðhettu má í raun segja að úlfurinn myndi límið á milli ævintýranna þriggja, því faðir Hans og Grétu er veiðimaðurinn sem kem- ur Rauðhettu og ömmu hennar til bjargar eftir að úlfurinn hefur gleypt þær. Sé hlustað á upptöku hópsins á frumuppfærslunni sem gefin var út á geisladisk 2009 má greinilega heyra að leiktextinn hefur verið aðlagaður nýjum áhorfendum og uppfærður með skondnum vísunum í samtíman auk þess sem bætt hefur verið við fleiri lögum, sem koma úr smiðju Baldurs og Snæbjörns Ragnarssona og Gunnars Ben, og þjóna sýning- unni að vanda vel þó að fátt sé um eyrnaorma að þessu sinni. Lotta er fátækt leikhús í þeim skilningi að farandleikhópurinn hef- ur ekki mikið fé á milli handanna og þarf því að beita mikilli útsjónarsemi í allri útfærslu. Það ríkir hins vegar engin fátækt í hugmyndaauðgi hóps- ins undir listrænni forystu Ágústu Skúladóttur sem ekki aðeins leik- stýrir og semur skemmtilega dansa í samvinnu við Berglindi Ýri Karls- dóttur og leikhópinn heldur hannar einnig þénuga leikmynd í samvinnu við Andreu Ösp Karlsdóttur og Sig- stein Sigurbergsson. Trjánum í æv- intýraskóginum mátti þannig hæg- lega breyta í búr fyrir Hans og rimlatjöldin fyrir miðju voru í sam- spili við frábæra lýsingu Ólafs Ágústs Stefánssonar notuð á meist- aralegan hátt til að skapa flotta sjón- hverfingar í glímu úlfsins við grísina ólánsömu. Notkun dúkkuhúsa til að tákna heimili bæði Hans og Grétu og hús nornarinnar virkaði einstaklega vel og kallast með góðum hætti á við reynsluheim áhorfenda. Aðeins fimm leikarar skipta með sér tólf hlutverkum uppfærslunnar og á stundum var óskiljanlegt hversu hratt þeim tókst að skipta um gervi. Búningar Rósu Ásgeirsdóttur eru mikið fyrir augað í litadýrð sinni og draga upp skýra mynd af hverri per- sónu. Andrea Ösp Karlsdóttir var yndisleikinn og sakleysið uppmálað í titilhlutverkinu og fór á kostum sem vonda, sjóndapra nornin þar sem búningurinn og leikgervi setti punkt- inn yfir i-ið. Stefán Benedikt Vil- helmsson miðlaði með sannfærandi hætti þjáningu hins kúgaða veiði- manns sem skilur börn sín eftir úti í skógi þó að það sé honum þvert um geð. Anna Bergljót Thorarensen stökk leikandi létt milli þess að túlka hina ráðagóðu Grétu, einn grísanna og loks ömmu Rauðhettu. Sigsteinn Sigurbergsson gerði sér mikinn mat úr hlutverki gáfaða gríssins annars vegar og hins treggáfaða og sísvanga Hans hins vegar, sem verður í aðal- hlutverki í næstu vetrarsýningu Lottu að ári sem er mikið tilhlökk- unarefni. Árni Beinteinn Árnason í hlutverki úlfsins er nýr liðsmaður Lottu og smellpassar inn í hópinn með tilheyrandi leikgleði, nákvæmni í öllum tímasetningum og góðum tengslum við áhorfendur sem er lyk- ilatriði í fjölskyldusýningum. Hátt orkustig uppfærslunnar, hugmyndaauðgi í allri sjónrænni út- færslu og sprúðlandi skemmtilegheit í leiknum bera leikstjóranum fagurt vitni. Óhætt er því að mæla með Rauðhettu fyrir alla aðdáendur Lottu og þá sem vilja njóta fjöl- skylduleiksýninga í háum gæða- flokki. Barnshjartað glatt Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir Skemmtilegheit „Hátt orkustig uppfærslunnar, hugmyndaauðgi í allri sjónrænni útfærslu og sprúðlandi skemmti- legheit í leiknum bera leikstjóranum fagurt vitni,“ segir í rýni um Rauðhettu í uppsetningu leikhópsins Lottu. Tjarnarbíó Rauðhetta bbbbn Eftir: Snæbjörn Ragnarsson. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Tónlist: Baldur Ragnarsson, Gunnar Ben og Snæbjörn Ragnarsson. Söngtextar: Anna Bergljót Thorarensen, Baldur Ragnarsson, Gunnar Ben og Snæbjörn Ragnarsson. Leikmynd: Andrea Ösp Karlsdóttir, Ágústa Skúladóttir og Sigsteinn Sigur- bergsson. Búningar: Rósa Ásgeirsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Hljóð- mynd: Þórður Gunnar Þorvaldsson. Dans: Berglind Ýr Karlsdóttir, Ágústa Skúladóttir og leikhópurinn. Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Bergljót Thorarensen, Árni Beinteinn Árnason, Sigsteinn Sigurbergsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson. Leikhópurinn Lotta frumsýndi í Tjarnarbíói sunnu- daginn 6. janúar 2019. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.