Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Gangbrautarvarsla Vörður fylgist með vegfarendum á gangbraut yfir Hringbraut við Meistaravelli í Reykjavík. Borgaryfirvöld hafa ákveðið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gangbrautina vegna slysa sem hafa orðið þar. Gæslan hefst við upphaf hvers skóladags og er gert ráð fyrir því að hún standi fram á vor, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Eggert Loksins þagna radd- irnar í útvarp- inu sem skýra frá því að Vík- urskarð sé ófært. Loksins hætta okkur að berast fréttir af því að björg- unarsveitir hafi farið á Víkur- skarð að vetrar- lagi til að losa bíla og fólk úr hremmingum í þessari miklu snjóakistu. Loksins loksins hafa verið opnuð göng í gegnum Vaðlaheiðina sem greiða leið á milli tveggja stærstu þéttbýlisstaða Norð- urlands. Með opnun Vaðlaheiðar- ganga er stigið stórt skref í þá átt að stórbæta sam- göngur hringinn um Ísland. Hér eftir keyrum við í gegn- um heiðina. Hvílík breyting – hvílík bylting í samgöngum Norðlendinga og um leið allra Íslendinga. Hér hefur verið unnið þarft og gott verk sem hefur mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag. Allar vegabætur, hvar sem er á landinu, eru í þágu allra Íslendinga og þjóðinni til heilla. Allt orkar tvímælis þá gjört er. Menn lyfta varla skóflu við vegabætur hér- lendis öðruvísi en að það sé gagnrýnt. Vaðlaheiðargöngin hafa svo sannarlega ekki far- ið varhluta af því. Það varð ekki hjá því komist að það tæki sinn tíma og kostaði skildinginn að grafa í gegn- um heiðina. Hins vegar er ég þess fullviss að gagnrýnis- raddirnar þagna þegar fólk upplifir sjálft þessa stórkost- legu samgöngubót og ég veit líka að þær erfiðu hindranir sem varð að yfir- stíga við verkið gleymast fljótt. Samgöngu- bætur skipta gríðarmiklu máli þegar kemur að því að efla og styrkja innviði samfélagsins. Þær eru grunn- urinn, upphaf og endir allar upp- byggingar. Vaðlaheiðar- göngin auka umferðaröryggi, bæta samstarf sveitarfélaga á Norðurlandi, stækka og styrkja okkur sem eitt at- vinnusvæði og eitt þjón- ustusvæði (og sannarlega bæta þau aðgengi Húsvík- inga að Græna hattinum og tónleikum Ljótu hálfvitanna þar). Við verðum að muna að við erum ein þjóð í þessu landi. Við verðum einnig að muna að við eigum allt undir því að samtakamáttur okkar er það afl sem tryggir velferð okkar og sjálfstæði, varðveitir menningu okkar og stuðlar að bjartri framtíð. Með sam- takamætti okkar getum við tryggt bættar samgöngur um allt land með öruggu vega- kerfi. Megi gæfan fylgja öllum vegfarendum sem fara um Vaðlaheiðargöngin og megi allar góðar vættir vaka yfir byggðum Norðurlands. Til hamingju! Eftir Ásthildi Sturludóttur »Hér hefur verið unnið þarft og gott verk sem hefur mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag. Ásthildur Sturludóttir Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Til hamingju Nú þegar nýtt ár er gengið í garð með öllum þeim væntingum sem jafn- an eru í hugum fólks við slík tímamót er við hæfi að líta yfir farinn veg á liðnu ári. Þjóðvegur til Eyja Á vorþingi lagði ég fram frumvarp um að skilgreina betur ferjuleiðir við landið og að þjónusta við þessar leiðir yrði lögð að jöfnu við þjóðvegi landsins. Ég nefndi þær þjóð- ferjuleiðir í frumvarpi til breytinga á vegalögum. Í haust lagði ég frumvarpið aftur fram og nú með tilstyrk fleiri þing- manna úr Suðurkjördæmi. Þarna var ég að efna loforð við kjósendur í Eyjum sem kallað höfðu árum saman eftir bættri skilgreiningu á ferjuleiðinni til Eyja. Skýstrókar og aðrar náttúruhamfarir Höfundur lagði fram frumvarp um breytingu á lögum um Náttúruhamfara- tryggingu Íslands í tilefni af því að í lok ágúst sl. gengu skýstrókar yfir bæ í Álftaveri. Nær einsdæmi er hér á landi að skýstrókar valdi umfangsmiklu tjóni og hafa þeir hingað til ekki verið skilgreindir með þeim hamförum sem tryggingin nær yfir. Hugsanlegt er að þær loftslags- breytingar sem nú gætir kalli á breyttan viðbúnað í þessum efnum. Þar mætti til- taka nýlegar aurskriður sem og skógar- og gróðurelda, allt hamfarir sem við gæt- um þurft að takast á við í meira mæli en áður. Viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi Í lok árs fékk höfundur svar við fyr- irspurn til utanríkisráðherra um áhrif, ástæður og markmið viðskiptaþvingana gagnvart Rússlandi. Í svari ráðherra kemur fram að þvingunaraðferðir Vest- urlanda beinist fyrst og fremst gegn völd- um einstaklingum, fyrirtækjum þeirra og fjármunum, en gagnaðgerðir rússneskra stjórnvalda sem tóku gildi gagnvart Ís- lendingum í september 2015 felast hins vegar í eiginlegu innflutningsbanni. Í svarinu kemur fram að samdráttur í heildarútflutn- ingi til Rússlands hafi num- ið nálægt 90% á árunum 2016-17 samanborið við árin 2012-14. Tjón útflutnings- fyrirtækja af völdum bannsins er verulegt og mest og greinilegust hafa áhrifin orðið í þeim bæj- arfélögum á Íslandi þar sem vinnsla uppsjávartegunda er burðarás atvinnulífsins. Greinilegt er að afleiðingar þvingunaraðgerða Vest- urlanda gegn Rússlandi hafa haft mikil áhrif á íslenska útflutn- ingshagsmuni og mun meiri en flestra annarra þátttökulanda. Þess vegna er mikilvægt að þátttaka okkar í þeim verði endurskoðuð reglulega með það fyrir augum að verja íslenska hagsmuni. Sala Íslendinga á uppruna- ábyrgðum raforku Í haust lagði ég fram fyrirspurn til iðn- aðarráðherra um sölu á upprunaábyrgð- um raforku. Sem kunnugt er hefur verið sett spurningarmerki við að í orkubók- haldi Íslendinga virðist vera sem uppruni orkunotkunar innanlands sé mestmegnis úr kolum og kjarnorku. Farið var fram á að upplýst yrði um fjölda þessara ábyrgða, hverjir væru seljendur og kaup- endur síðustu sjö árin og hvort og hvern- ig þessi sala kunni að hafa áhrif á alþjóð- legar skuldbindingar Íslendinga í loftslagsmálum. Einnig að ráðherra meti hvort þessi sala geti haft áhrif á þróun raforkuverðs hér innanlands og hvort hann telji þessa sölu þjóna íslenskum hagsmunum og loks hvort ráðherra ætli að beita sér fyrir því að breyta þessu fyr- irkomulagi hvað varðar orkufyrirtæki í eigu hins opinbera. Vandi drengja Höfundur stóð fyrir sérstakri umræðu á Alþingi um stöðu og vandamál drengja og ungra karlmanna sem allt of margir virðast eiga í erfiðri tilvistarkreppu. Birt- ist þetta í meiri notkun hegðunarlyfja stráka á grunnskólaaldri, brottfalli pilta úr framhaldsskólum og óviðunandi sjálfs- vígstíðni meðal ungra karla. Einnig stór- fækkun karlmanna í háskólanámi og nú er svo komið að einungis 30% meist- aranema úr háskólum eru karlar. Hér þarf að grafast betur fyrir um ástæður þess að allt of margir ungir menn og drengir finna til óyndis í skólakerfinu og lenda utangarðs þegar skólagöngu lýkur. Það þarf að ræða málefni drengja með opinskáum, hugmyndaríkum og lausna- miðuðum hætti. Brottrekstur Síðla í nóvember, eftir að ég hafði lokið þátttöku minni við aðra umræðu fjárlaga, sat ég undir orðræðu sem spannst í hópi samstarfsmanna og ratað hefur í fjöl- miðla. Ég hef beðist afsökunar á þeim mistökum að sitja of lengi undir þessum umræðum. Einhverjir hafa staldrað við ummæli mín við þetta tækifæri um hæfileika for- manns Flokks fólksins til að leiða stjórn- málaflokk. Örskömmu síðar rak stjórn flokksins mig við annan mann úr flokkn- um. Þessa gagnrýni hafði ég, á því ári sem ég hef verið í flokknum, margítrekað látið í ljósi beint við formanninn, meðal annars á vettvangi þingflokksins og í stjórn flokksins, þar sem ég var kjörinn með flestum atkvæðum allra stjórn- armanna á landsfundi flokksins í sept- ember sl. Ég tel ekki forsvaranlegt að formaður stjórnmálaflokks sitji yfir fjárreiðum hans með því að vera jafnframt prókúru- hafi og gjaldkeri flokksins. Þá get ég heldur ekki sætt mig við að opinberu fé sé varið til launagreiðslna í þágu nánustu fjölskyldumeðlima stjórnmálaleiðtoga. Landslög kveða skýrt á um vandaða með- ferð þeirra fjármuna sem stjórn- málaflokkar þiggja úr almannasjóðum og er mikilvægt að eftir þeim sé farið. Lesendum Morgunblaðsins og lands- mönnum öllum óska ég árs og friðar. Eftir Karl Gauta Hjaltason »Ég tel ekki forsvar- anlegt að formaður stjórnmálaflokks sitji yfir fjárreiðum hans með því að vera jafnframt prókúruhafi og gjaldkeri flokksins. Karl Gauti Hjaltason Höfundur er alþingismaður utan flokka. Erilsamt ár að baki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.