Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ERT ÞÚ MEÐ HÁLSBÓLGU? Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú hillir undir langþráðar vegabæt- ur í Bláskógabyggð því á þessu ári verður byrjað að leggja bundið slit- lag á Reykjaveg (355), milli Laug- arvatnsvegar og Biskupstungna- brautar. Bæði heimamenn og sumarhúsa- eigendur á svæðinu hafa kvartað undan ástandi vegarins um árabil enda er þetta í dag malarvegur með slæmri hæðar- og planlegu og ein- breiðri brú, að sögn Svans G. Bjarnasonar, svæðisstjóra Vega- gerðarinnar á Suðurlandi. Svanur segir að þessi vegur hafi verið þung- ur í þjónustu hjá Vegagerðinni. Tilboð voru opnuð hjá Vegagerð- inni 8. janúar sl. í breikkun og end- urgerð Reykjavegar (355) í Blá- skógabyggð ásamt byggingu nýrrar 20 metra langrar eftirspenntrar brú- ar yfir Fullsæl. Brúin verður tví- breið. Lengd kaflans auk tengivega er 8 kílómetrar. Innifalið í verkinu er einnig efnisvinnsla í námum, ræsalögn, girðingarvinna og útlögn klæðingar. Hún verður tvöföld, alls 68 þúsund fermetrar. Sex tilboð bárust í vegagerðina. Borgarvirki ehf. og GT verktakar ehf., Hafnarfirði áttu lægsta tilboðið, 535,4 milljónir króna sem var 88,5% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 605 milljónir króna. Önnur til- boð voru svohljóðandi: Þjótandi ehf., Hellu 575,2 milljónir, Borgarverk ehf., Borgarnesi 577,7 milljónir, Suð- urverk hf., Kópavogi 623 milljónir, Mjölnir, vörubílstjórafélag, Selfossi 679,3 milljónir og Magnús Jónsson ehf., Selfossi 998,4 milljónir. Áfanga 1 í verkinu (3,5 km full- gerður vegur) skal ljúka fyrir 1. september 2019. Verkinu skal vera að fullu lokið 1. september 2020. Vegagerðin er nú að yfirfara til- boðin og meta bjóðendur. Það skýr- ist væntanlega í næstu viku við hvern verður samið, að sögn Svans. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur í gegnum árin hvatt fjárveit- ingavaldið til að tryggja fjármagn til úrbóta á Reykjavegi. Staða þessa máls gagnvart íbúum Bláskóga- byggðar sé óviðunandi. „Sveitar- stjórn Bláskógabyggðar leggur þunga áherslu á að uppbyggingu á þessum vegi verði tryggt brautar- gengi, enda samgönguæð milli Reykholts og Laugarvatns og auk þess mikilvægur gagnvart þjónustu við íbúa, s.s. við skólaakstur, og að endingu mikilvægur fyrir ferðaþjón- ustu á svæðinu,“ sagði í ályktun 2015. Vegagerðin sótti um fram- kvæmdaleyfi til Bláskógabyggðar 14. febrúar 2017. Leyfið var veitt enda er framkvæmdin í samræmi við gildandi aðalskipulag. Ljósmynd/Vegagerðin Reykjavegur Erfiður og holóttur vegur en mikið ekinn allan ársins hring. Á þurrrum sumardögum þyrlast rykið. Bundið slitlag verður lagt á Reykjaveginn  Langþráðar vegabætur á slæmum kafla í Bláskógabyggð Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap Apavatn Laugarvatn 355 35 37 Endurgerð Reykjavegar í Bláskógabyggð Geysir/Gullfoss Þi ng ve lli r Laugarvatn Fyrirhuguð breikkun og endur- gerð 8 km kafla Reykjavegar Ný 20 m löng brú yfir Fullsæl Árlegur viðbótarkostnaður ríkis- sjóðs við almannatryggingakerfið næmi rúmum 48 milljörðum króna ef ákveðið yrði að hækka mánaðar- legar ellilífeyrisgreiðslur um 120.000 kr. Þetta kemur fram í svörum Ás- mundar Einars Daðasonar félags- málaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um kostnað við hækkun elli- lífeyris. Helgi Hrafn spurði hver árlegur viðbótarkostnaður ríkissjóðs við al- mannatryggingakerfið yrði ef ellilíf- eyrir væri hækkaður þannig að sam- tala ellilífeyris og heimilisuppbótar til ellilífeyrisþega næmi 420.000 kr. Í dag er ellilífeyrir 239.484 kr. og heimilisuppbótin 60.516 kr. Í út- reikningum vegna svars við fyrir- spurn Helga Hrafns er gert ráð fyrir að ellilífeyririnn hækki um 120.000 kr. og sé 359.484, en heimilis- uppbótin haldist óbreytt. „Viðbótarkostnaður ríkissjóðs við þessa breytingu er áætlaður 48.459 millj. kr. á ári og er þá ekki gert ráð fyrir breytingum á frítekjumörkum eða skerðingarhlutföllum vegna framangreindra bótaflokka,“ segir í svari ráðherra. Tekið er fram í svarinu að í reikn- ingsdæminu sé einungis um að ræða kostnaðarauka vegna þeirra ellilíf- eyrisþega sem þegar hafa sótt um, eða fá greiddan ellilífeyri hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Í dag séu hins vegar um 6.000 einstaklingar, 67 ára og eldri, sem búsettir eru á Íslandi, sem ekki hafa sótt um ellilífeyri frá Tryggingastofnun. „Reikna má með að hluti þessa hóps hafi ekki sótt um ellilífeyri vegna þess að tekjur þeirra séu of háar til að þeir eigi rétt á ellilífeyri frá almannatryggingum. Ef fjárhæð ellilífeyris yrði hækkuð en aðrar reglur héldust óbreyttar þá leiddi það til hækkunar þeirra tekna sem valda því að bótaréttur fellur niður vegna tekna. Það gæti haft þau áhrif að einhverjir úr þessum hópi sem ekki eiga rétt á ellilífeyri núna vegna tekna mundu öðlast rétt til greiðslna,“ segir í svarinu og að erf- itt sé að áætla hversu hár sá viðbót- arkostnaður yrði. annaei@mbl.is 48 milljarða kostar að hækka lífeyri  Félagsmálaráðherra svarar til um áhrif hækkunar ellilífeyrisgreiðslna Morgunblaðið/Ómar Eldri borgarar Í dag er ellilífeyrir 239.484 kr. auk heimilisuppbótar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.