Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Verðmætasköpun og þjóðarhagur Orkumarkaðir í mótun: Hilton Reykjavík Nordica Þriðjudagur 15. janúar kl. 8:30-10:00 (morgunkaffi hefst kl. 8:00). Verið öll velkomin Skráning á www.landsvirkjun.is. Dagskrá Magnús Árni Skúlason hagfræðingur hjá Reykjavík Economics og Gunnar Haraldsson hagfræðingur hjá Intellecon kynna nýja skýrslu; „Orkuauðlindir Íslendinga og hagsæld til framtíðar.“ Skýrslan verður aðgengileg á Landsvirkjun.is. Valur Ægisson og Dagný Ósk Ragnarsdóttir hjá viðskipta- greiningu Landsvirkjunar fjalla um raforkuviðskipti stórnotenda og tækifæri Íslands. Pallborðsumræður Magnús Árni Skúlason, Gunnar Haraldsson og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku, stýrir pallborði. Fundarstjóri er Signý Sif Sigurðardóttir, forstöðumaður fjárstýringar. Hvernig fást sem mest verðmæti úr orkuauðlindum Íslands? Hvar stendur íslenskur raforkumarkaður í alþjóðlegum samanburði? Hvernig er viðskiptum með raforku til stórnotenda háttað og hver eru tækifærin til framtíðar? Íslenska kalkþörungafélagið hefur endurnýjað raforkusamning sinn við Orku náttúrunnar; ON. Nýr samningur, sem var undirritaður á dögunum, er til fimm ára í stað tveggja eins og fyrri samningur og tók samningurinn gildi 1. janúar. Eins og áður annast Orkubú Vest- fjarða dreifingu raforkunnar. Á ársgrundvelli kaupir Kalkþör- ungafélagið um 29 gígavattstundir og er fyrirtækið langstærsti við- skiptavinur ON á Vestfjörðum. Að sögn Halldórs Halldórssonar, forstjóra Íslenska kalkþörunga- félagsins, dótturfélags Marigot hér á landi, hefur raforkunotkun í starfseminni á Bíldudal aukist und- anfarin misseri samfara aukinni framleiðslu. „Við lok fyrri samn- ings, sem rann út um áramótin, töldum við ekki ástæðu til annars en að framlengja það með nýjum og lengri samningi, sem tryggir okkur alla þá raforku sem við munum þurfa á að halda á samningstím- anum, raforku sem er auk þess ein- göngu vottuð og framleidd með um- hverfisvænu vatnsafli eða gufuaflsvirkjunum,“ segir Halldór. Endurnýja samning við ON  Kalkþörungafé- lagið kaupir 29 GWh Bíldudalur Íslenska kalkþörunga- félagið er við höfnina í bænum. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á lóðinni Suðurlandsbraut 34 / Ár- múla 31, sem er í eigu Reita fast- eignafélags. Gert er ráð fyrir að lóðin geti rúmað 4-500 íbúðir ásamt húsnæði fyrir atvinnustarfsemi. Iðnaðarhúsnæði sem fyrir er við Ármúla mun víkja fyrir þessari uppbyggingu, en gert er ráð fyrir að Orkuhúsið svokallaða muni standa áfram. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri og Guðjón Auðunsson, for- stjóri Reita, skrifuðu undir vilja- yfirlýsingu um samstarfið í gær á þaki Orkuhússins, með yfirsýn yfir byggingarsvæðið. Greint var frá áformunum í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Í viljayfirlýsingu kemur fram að deiliskipulag fyrir svæðið verði endurskoðað í samræmi við aðal- skipulag Reykjavíkur 2010-2030 og verða þrjár arkitektastofur fengn- ar til að vinna hugmyndir að breyttu skipulagi. Gert er ráð fyrir að lóðin verði minnkuð við Suður- landsbraut vegna fyrirhugaðrar legu borgarlínu. Áform sem voru kynnt í borgarráði í desember miða við blandaða byggð og að heildar- byggingarmagn á lóðinni verði að lágmarki 45.000 fermetrar, íbúðir verði 400 til 500 talsins og atvinnu- húsnæði 5-6.000 fermetrar. Þegar deiliskipulagshugmynd liggur fyrir verður uppbyggingin útfærð nánar og tímasett. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir geti hafist innan tveggja ára frá því nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt. athi@mbl.is 500 íbúðir við Orkuhúsið Morgunblaðið/Eggert Orkuhúsið Dagur B. Eggertsson og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita.  Borgin og Reitir sömdu í gær um uppbyggingu svæðisins Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður frá Pakistan sæti far- banni til 6. febrúar. Fram kemur í úrskurði héraðs- dóms að lögreglan telji að rök- studdur grunur sé um að maðurinn stundi mansal hér á landi, skipulagt smygl á fólki til og frá landinu, skjalabrot, fjársvik og peninga- þvætti þar sem hann nýti sér nauð- ung erlendra ríkisborgara í hagn- aðarskyni með því að útvega fölsuð skilríki og/eða skilríki annarra og út- vegi þeim starf með ólögmætum hætti. „Varnaraðili er erlendur ríkis- borgari og má ætla að hann muni reyna að komast úr landi eða leyn- ast, ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar verði honum ekki gert að sæta farbanni,“ segir í úrskurði Landsréttar. Sætir farbanni vegna gruns um mansal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.