Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 51
www.sa.is eldra p Samtök atvinnulífsins styðja verkefnið og hvetja foreldra ungra barna til að taka þátt. VOFFI er metnaðarfullt verkefni sem gæti veitt samfélaginu dýrmætar upplýsingar því nú er lítið sem ekkert vitað um umfang fjarvista fólks frá vinnu vegna veikinda barna. Nýbökuðum foreldrum er boðin þátttaka í rannsókninni en einnig hægt er að skrá sig í rannsóknina hvenær sem er eftir fæðingu barnsins. Foreldrar allra barna sem fæðst hafa 1. janúar 2018 og síðar geta tekið þátt. Hægt er að óska eftir skráningu í VOFFA á Facebook og með tölvupósti á voffi@landspitali.is. Auk þess eru nánari upplýsingar á vef SA, www.sa.is. Rannsóknin er unnin með samþykki Vísindasiðanefndar og Persónuverndar. VOFFI er viðamikil rannsókn á vegum Barnaspítala Hringsins á veikindum ungra barna og fjarvistum foreldra frá vinnu vegna veikindanna. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að meta hvaða veikindi herja helst á ung börn, hve oft þau veikjast og hve margir vinnudagar eða námsdagar foreldra tapast vegna veikindanna. or m hjál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.