Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Viðskiptablaðið sagði í vikunnifrá talningu á viðmælendum í Silfri Ríkisútvarpsins: „Tímaritið Þjóðmál lagði það á sig á dög- unum að telja viðmælendur, sem tóku þátt í „vettvangi dagsins“ í hin- um vinsæla um- ræðuþætti Silfri Egils í Ríkissjón- varpinu nú á haustönn.    Þar voru teknir tali 59 mannsfyrir jól (nokkrir tvisvar), en Þjóðmál röðuðu þeim eftir stjórn- málaviðhorfi, til hægri, vinstri og miðju, en auk þess voru nokkrir – aðallega blaðamenn – merktir hlut- lausir, þó eflaust mætti skipa þeim sumum á pólitískan bekk.    Meira en helmingurinn reynd-ust vinstrimenn. Það er ekki í neinu samræmi við fylgi flokka og varla í góðu samræmi við skyldur Rúv. um hlutleysi, jafnvægi og miðlun ólíkra skoðana.“    Í lögum um Ríkisútvarpið segir aðþað skuli í starfsháttum sínum „[á]byrgjast að sanngirni og hlut- lægni sé gætt í frásögn, túlkun og dagskrárgerð, leitað sé upplýsinga frá báðum eða öllum aðilum og sjónarmið þeirra kynnt sem jafn- ast“.    Auðvitað vita allir að Ríkis-útvarpið brýtur þetta laga- ákvæði reglulega og gróflega. Nú liggur fyrir talning um augljóst lögbrot þessarar ríkisstofnunar „í almannaþágu“ eins og segir líka í lögunum.    Ætli talningin verði til þess aðeitthvað verði gert til að fá Rúv. til að fara að lögum? Það er ekki líklegt. RÚV okkar allra á vinstri vængnum STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ 20–60% afsláttur af völdum raftækjum meðan birgðir endast. Rýmum fyrir nýjum vörum. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Ofnar. Keramik–, span– og gashelluborð. Veggháfar og veggviftur. Gaseldavélar. Kæliskápar. LAGERHREINSUN Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á fundi í gær að heimila Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að ganga frá smíða- samningi á nýjum dráttarbáti sam- kvæmt tilboði Damen Shipyards í Hollandi. Tilboðið hljóðaði upp á 7.594.00 evrur, eða jafnvirði tæplega 1.040 milljóna íslenskra króna. Þessi ákvörðun var tekin á grundvelli nið- urstöðu mats ráðgjafa og óháðs aðila á fyrirliggjandi tilboðum. Tilboð í smíði á nýjum dráttarbáti voru opnuð í nóvember sl. Báturinn átti að vera um 33 metrar á lengd og hafa 80 tonna togkraft. Alls bárust 15 tilboð frá átta skipa- smíðastöðvum og voru upphæðir á bilinu 844 til 1.394 milljónir. Lægsta tilboðið var frá skipasmíðastöð í Tyrklandi. Við mat á tilboðum gilti verð 50% og gæði 50% Í minnisblaði Gísla Jóhanns Halls- sonar yfirhafnsögumanns kemur fram að eftir yfirferð tilboðanna fékk bátur Damen Shipyards hæstu heildareinkunn, þegar búið var að leggja saman einkunn fyrir verð og gæði. Takist samningar er reiknað með að báturinn verði afhentur í febrúar 2020. Þeir bátar sem Faxa- flóahafnir hafa nú yfir að ráða eru allir frá hollensku skipasmíðastöð- inni. sisi@mbl.is Nýr bátur smíðaður í Hollandi  Tilboð í nýjan dráttarbát tæpar 1.040 milljónir  Tilbúinn í ársbyrjun 2020 Morgunblaðið/Ómar Magni Hann er stærsti og öflugasti dráttarbátur Faxaflóhafna núna. Dyravörðurinn sem er lamaður fyrir neðan háls eftir árás á skemmti- staðnum Shooters 26. ágúst segir að Artur Pawel Wisocki hafi kýlt eða sparkað í sig með þeim afleiðingum að hann féll niður tröppurnar á staðnum. Artur heldur því fram að dyravörðurinn hafi dottið. Þetta sagði saksóknari við aðal- meðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli tveggja manna sem ákærðir eru fyrir alvarlega líkams- árás gegn dyraverði á skemmti- staðnum Shooters. Skýrsla var tekin af slasaða dyra- verðinum á Grensásdeild Landspít- alans í hádeginu í gær. Hann hefur dvalið þar síðan í lok september og er búist við því að hann verði þar í allt að eitt ár. Dyravörðurinn sagði að Artur hefði kýlt eða sparkað og svo haldið áfram að láta höggin dynja þar sem hann lá og gat ekki hreyft sig. Fyrir liggur að Artur og hinn sem ákærður er, Dawid Kornacki, komu ásamt tveimur öðrum mönnum og réðust að dyravörðunum á Shooters. Artur elti annan dyravörðinn að bakdyrum staðarins og segir hann hafa fallið þar niður tröppur. Hinn dyravörðurinn kom fyrir dóminn í gær. Sá sagði að dyraverð- irnir hefðu lent í vandræðum með hóp manna. Þeim hefði verið hent út eftir að einn þeirra reyndi ítrekað að fara út af staðnum með glerglas, sem dyravörðurinn sagði að væri bannað. Við það hefðu mennirnir reiðst, haft í hótunum við dyraverðina og sagt að þeir myndu snúa aftur. Hann telur að um hálftími hafi liðið áður en mennirnir sneru aftur á Shooters. „Þá komu fimm eða sex menn og það var kallað á mig en ég var á kló- settinu en vinur minn, sá sem lam- aðist, kallaði eftir aðstoð,“ sagði dyravörðurinn. Hlé var gert á aðalmeðferð máls- ins og heldur hún áfram 28. janúar. Kýldi og sparkaði í dyravörð Shooters  Aðalmeðferð í máli árásarmanna Morgunblaðið/Eggert Aðalmeðferð Artur ásamt lög- manni sínum í héraðsdómi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.