Morgunblaðið - 12.01.2019, Side 20

Morgunblaðið - 12.01.2019, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 varð bikar-, deildar- og Íslands- meistari auk þess að vera hárs- breidd frá því að komast í úrslit í Evrópukeppninni. Frábær árangur sem gerði liðið það besta á Íslandi árið 2018, og Arnar Pétursson, sem stýrt hafði liðinu undanfarin ár, var óumdeil- anlega sá sem fremst stóð íslenskra þjálfara á síðasta ári. Einn dimman skugga bar þó á þegar Kolbeinn Aron Arnarson, markmaður ÍBV í handbolta til margra ára, varð bráðkvaddur á að- fangadag, aðeins 29 ára gamall. Það snerti alla Eyjamenn sem munu fjöl- menna í Landakirkju í dag að fylgja þeim góða dreng. Í fyrrakvöld var hans minnst með ljósum á Heima- kletti, mjög falleg kveðja. Ef áfram er talað um þjálfara úr hópi Eyjamanna má nefna Heimi Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðs- þjálfara, sem gerði Lars Lagerbäck að besta knattspyrnuþjálfara Sví- þjóðar. Líka Erling Richardsson, sem nú þjálfar handboltalið ÍBV karla auk þess að þjálfa hollenska landsliðið.    Já, Eyjamenn eiga víða glæsi- lega fulltrúa. Einn þeirra er tónlist- armaðurinn Júníus Meyvant, eða Unnar Gísli. Ljúflingur mikill og var eins og aðrir Eyjamenn á rölti um bæinn á aðventunni og alltaf til í spjall. Síðast sást hann á jóla- tónleikum danska sjónvarpsins. Söng tvö lög með Stórsveit DR og fékk frábærar viðtökur gesta. Annar á röltinu í bænum var Haraldur Ari Karlsson, leikstjóri með meiru, sem fyrir jól fékk heið- ursviðurkenningu Emmy-verð- launanna fyrir störf sín við gerð sjónvarpsþáttanna vinsælu Games of Throne. Ef við höldum okkur á listasvið- inu þá er Eyjakonan unga, Silja Elsabet Brynjarsdóttir söngkona, í hópi ungra tónlistarmanna sem voru valdir til að koma fram með Sinfóní- unni hinn 17. janúar nk.    Vestmannaeyingar stóðu á tímamótum á síðasta ári þegar upp- stokkun varð í bæjarstjórn. Elliði Vignisson hætti þá sem bæjarstjóri eftir 12 ára starf og við tók Íris Ró- bertsdóttir. Elliði stýrir nú sveitar- félaginu Ölfusi, sem honum hefur svo sannarlega tekist að koma á kortið. Ný bæjarstjórn í Vest- mannaeyjum samanstendur af ungu fólki sem Íris fer fyrir. Þar eiga kon- ur glæsilegan fulltrúa og er Íris fyrsta konan í stól bæjarstjóra í Vestmannaeyjum.    Tímamót verða líka á þessu ári þegar ný ferja kemur í stað Herjólfs sem þjónað hefur Eyjamönnum vel frá árinu 1992. Það er von okkar að með nýrri ferju nýtist Landeyjahöfn betur til hagsbóta fyrir samfélagið í Eyjum. Svo er það spurningin: Fáum við að veiða loðnu eða ekki? Gleði Vestmannaeyingar kunna að skemmta sér og halda jafnan veglega upp á þrettándann. Þar mæta jólasveinar, Grýla og Leppalúði, tröll og álfar og kveðja jólin. Grímuball fyrir unga fólkið er einnig hluti af þrettándanum og hvergi slegið af í búningagerð eins og þessi útgáfa af Frelsisstyttunni sannar. Mikið um að vera á 100 ára afmæli Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson ÚR BÆJARLÍFINU Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Á nýársdag var í fyrsta sinn hald- in sýning á öllum 38 verkum Jó- hannesar Kjarvals sem eru í eigu Vestmannaeyjabæjar. Er það stærsta safn verka meistarans fyrir utan Kjarvalsstaði. Sýningin mark- aði upphaf afmælisárs Vestmanna- eyjakaupstaðar sem varð 100 ára á nýársdag en lög þar að lútandi voru samþykkt 22. nóvember 1918. Tóku þau gildi 1. janúar 1919.    Afmælisins verður minnst með ýmsu móti og verður sérstakur hátíðarfundur í bæjarstjórn hinn 14. febrúar en þann dag árið 1919 var fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar. Eftir það tekur hver viðburðurinn við af öðrum út árið en hámarki ná hátíðahöldin á goslokum, í byrjun júlí. Hinn 3. júlí 1973 var Heimaeyj- argosið, sem hófst 23. janúar það ár, formlega blásið af. Þess hafa Eyja- menn minnst í mörg ár með mynd- arlegum hætti en nú verður dag- skráin veglegri en nokkru sinni.    Vestmannaeyingar kunna þá list framar flestum að skemmta sér og öðrum og einn af hápunktum árs- ins er jafnan þrettándinn sem hvergi á landinu er minnst eins glæsilega og í Eyjum. Grýla og Leppalúði, synir þeirra jólasvein- arnir og tröll af öllum stærðum og gerðum safnst saman á gamla mal- arvellinum. Þar er dansinn stiginn. Í ár voru tröllin 87, sum hver hrika- leg, og dagskráin með fjölmennasta móti.    Íþróttir eru stór þáttur í lífi Eyjamanna og með ólíkindum að ekki stærra samfélag skuli halda úti liðum í efstu deildum karla og kvenna í handbolta og fótbolta og öflugu yngriflokkastarfi. Það gleður Eyjahjartað þegar vel gengur. Sumarið 2017 urðu bæði karla- og kvennalið ÍBV bikarmeist- arar í knattspyrnu og í fyrra gerði karlalið ÍBV sér lítið fyrir og hirti alla þrjá bikarana í handboltanum, MANDUCA BURÐARPOKINN Manduca burðarpokinn er hannaður með það markmið að leiðarljósi að barn geti viðhaldið M-stellingu fóta og mjaðma. Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Seðlabanki Íslands hefur hlotið formlega jafnlaunavottun, fyrstur seðlabanka í heiminum að því er fram kemur í tilkynningu bankans. Formlegum úttektum á jafn- launakerfi bankans lauk í desember sl. Það var BSI á Íslandi sem fram- kvæmdi úttektina en BSI er faggild skoðunarstofa á Íslandi og umboðs- aðili BSI-group (British Standards Institution). Jafnlaunakerfið nær til allra starfsmanna bankans. Kerfið er samansafn af ferlum, launa- viðmiðum, skjölun, verklagi og fleiru til að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanataka í launamálum feli ekki í sér kynbundna mis- munun. „Seðlabanki Íslands leggur ríka áherslu á að fylgja ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla,“ segir ennfremur í tilkynningu bankans. Fyrstur seðlabanka með jafnlaunavottun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.