Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur í Bogasal Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna í Myndasal Heiða Helgadóttir – NÆRandi á Vegg Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17 VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17 LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is Sýningin Hreyfing verður opnuð í dag, laugardag, klukkan 17 í sýn- ingarrýminu Midpunkt í Hamra- borg 22 í Kópavogi. Á sýningunni eru verk fjögurra myndlistarmanna sem allir fást á einhvern hátt við hreyfingu, líkamlega áreynslu, dans eða kóreógrafíu. Listamenn- irnir eru þau Árni Jónsson, Elísabet Birta Sveinsdóttir, Gígja Jónsdóttir og Curver Thoroddsen. Gestum býðst að taka þátt í átak- inu, því líkamsræktaraðstaða verð- ur í rýminu og hægt að nýta sér hana meðan myndverkin eru upp- lifuð. Gestum býðst þannig að vera beinir þátttakendur í hreyfingunni og, samkvæmt tilkynningu, að upp- fylla þannig áramótaheitin um leið. Árni Jónsson er útskrifaður úr LHÍ og fæst við leikmyndagerð í kvikmyndum og leikhúsi, sem er mjög áberandi í vídeóverkum hans. Elísabet Birta er dansari og mynd- listarkona sem kannað hefur hlut- gervingu líkama með gjörningum, innsetningum og vídeóverkum. Gígja Jónsdóttir er útskrifuð úr San Francisco Art Institute í myndlist en er einnig með bakgrunn í dansi. Curver Thoroddsen er þekktur í bæði tónlistar- og myndlistarheim- inum og beitir blönduðum miðlum og gjörningum. Midpunkt er rekið af hjónunum Ragnheiði Sigurðardóttur Bjarn- arson og Snæbirni Brynjarssyni. Með sýningunni vilja þau bjóða fólki upp á árekstur kóreógraf- ískrar hugsunar og myndlistar, sem fái fólk til að sjá hreyfingu í nýju ljósi. Sýna verk um hreyfingu og áreynslu Gjörningar Sena úr einu vídeóverkanna á sýningunni Hreyfing í Midpunkt. Á teknóvængjum þöndum leiðar en raftónlistargeirinn. Þetta var ekki svona; á tíunda áratugn- um var Thule sæmilega áberandi með sitt efni í almennum áhuga- mannakreðsum en í dag er eins og huliðshjálmur liggi yfir þessari senu. Og þetta er í öfugu hlutfalli við iðjusemina í útgáfu, en í fyrra var mikill handagangur í öskjunni. Plötur eru þó oft gefnar út í Evr- ópu þar sem þær ferðast ekki út fyrir klúbba og DJ-menningu við- komandi landa, lög og plötur lúra einatt á Bandcamp eða Soundcloud og tónlistin er þess eðlis að hún þolir illa dagspilun í útvarpi. Auk þess eru þeir sem á bak við tónlist- ina standa oft „andlitslausir“, bak- sviðsmenn og græjugaurar sem trana sér lítt fram. Að þessu sögðu áttu tveir að- ilar, Andi og Futuregrapher, ágæt- is innslög á árinu og þeir stóðu sig auk þess vel í fjölmiðlatengingum. Futuregrapher hefur lengi verið með iðnari raftónlistarmönnum og stendur sig auk þess vel sem út- gefandi (Möller Records). FALK- útgáfan átti þá gott ár. Hún hefur venjulega einbeitt sér að einkar jaðarbundnu efni en á síðasta ári kom út slatti af tiltölulega aðgengi- legu teknói og „húsi“. T.a.m. kom út virkilega fín plata með hinum danska Asmus Odsat og hinum pólska ERZH. Einnig mjög fínar plötur með astvaldi, Jónbirni og AAIIEENN, plötur með fjórum til sjö lögum oft. Teknóboltarnir Volruptus og Bjarki áttu stuttskífur og skemmtilegt hvernig íslenskir raftónlistarmenn leika sér með ís- lenskuna, þrátt fyrir að plöturnar séu aðallega á erlendum markaði. Plata Bjarka heitir Óli Gumm og á Það er nóg á seyði í íslenskri raf-, hús- og teknótónlist og síðasta ár var giska gjöfult útgáfulega séð. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það er nóg um að vera í ís-lenskri dægurtónlist, ég getstaðfest að þessir útlendu fjölmiðlar og ferðamenn eru að segja dagsatt þegar þeir undra sig á virkninni hér uppi á skeri. Hins vegar eru geirarnir missýnilegir. Við tökum vel eftir því sem er að gerast í poppi og rokki, hipphoppið fer framhjá fáum og þungarokks- sveitir á borð við Dimmu og Skálmöld eiga oggulítinn stað í hjartanu á ömmu gömlu. Grasrótin, t.d. það sem hið merka listasamlag post-dreifing hefur staðið fyrir, er huldari. En ég er farinn að sjá (og heyra) að enginn geiri er meira utan alfara- Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Þótt myndlistarkonurnar Eirún Sig- urðardóttir og Jóní Jónsdóttir kalli ekki allt ömmu sína, var þeim svolít- ið brugðið skömmu fyrir tökur á kvikmyndinni Sálnasafn, sem þær hafa veg og vanda af í nafni Gjörn- ingaklúbbsins, og sýnd verður kl. 17 í dag, 12. janúar, í Bíó Paradís. „Há- tíðarsýning,“ segja þær og að mynd- in sé í fullri Gjörningaklúbbslengd, 18 mínútur. Nánasta framtíð Sálnasafns gæti að þeirra sögn falist í stutmyndahá- tíðum víðsvegar um heim og tengslum við myndlistarsýningar ýmiskonar. Málið er í ferli. „Við erum Gjörningaklúbburinn og Gjörningaklúbburinn er við. Þannig hefur það verið frá árinu 2016 þegar sú þriðja hætti í hópn- um. Við vinnum á mörkum list- greina og erum svolítið að kyssa kvikmyndalistina að þessu sinni,“ segja þær og hverfa rúm tvö ár aft- ur í tímann þegar klúbburinn átti tvítugsafmæli. Sjálfstætt kvikmyndaverk „Meðal annars af því tilefni varð Sálnasafn til, fyrst sem viðamikill þátttökugjörningur í samvinnu við sviðslistahátíðina Everybody’s Spectacular. Gjörningurinn var framinn í Hvalfirði sumarið 2016 og eins og til stóð tókum við í framhald- inu upp sjálfstætt kvikmyndaverk af honum á einum sólarhring en án þátttöku áhorfenda,“ segja Eirún og Jóní og taka fram að myndin bygg- ist á gjörningnum en sé ekki heim- ildamynd um hann. Þær eru allt í senn handritshöf- undar, framleiðendur, hugmynda- smiðir og útlitshönnuðir mynd- arinnar. Og svo leika þær líka í henni ásamt hátt í tuttugu manna hópi listamanna. „Mikið einvalalið leikara, dansara og myndlistar- manna, sem auk þess að skapa hver sinn karakter, tók þátt í að búa til sviðsmyndina og andrúmsloftið allt um kring.“ Þar sem Gjörningaklúbburinn vinnur í alls konar miðlum fannst þeim Eirúnu og Jóní fara vel á að fá miðil til að skoða hús sem að hluta var vettvangur gjörninganna ásamt hlöðunni, fjósinu og öllum koppa- grundum þar um slóðir. Það var þá sem þeim var brugðið eins og áður er getið. Mikil óværa í húsinu „Myndin tekst á við margræðar víddir hugans og er í senn safn sálna og sálnaflakk í óræðum aðstæðum listar og náttúru. Tiltækið með mið- ilinn átti að hjálpa okkur í hug- myndaferlinu að skynja það sem við skynjuðum ekki. Svo fór að miðillinn fann fyrir mikilli óværu í húsinu, sem hafði lengi verið mannlaust. Við gátum ekki byrjað að vinna því hann réð okkur frá því og taldi slíkt bein- línis geta verið hættulegt,“ segir Eirún. „Hann sagði að fólk færi að slaga, detta niður stiga, rífast og þvíum- líkt,“ skýtur Jóní inn í. „Við köll- uðum til annan miðil, en hann náði ekki að hreinsa út þessa neikvæðu orku frekar en sá fyrri, og það tókst raunar ekki fyrr en sá þriðji kom til sögunnar,“ heldur Eirún áfram. Þær trúa því algjörlega að nei- kvæð orka hafi verið í húsinu. „Við hefðum þó trúlega ekkert vitað ef miðillinn hefði ekki komið með okk- ur þarna í upphafi. Miðlar segja að sálir, sem eiga erfitt með að skilja við, komi sér stundum fyrir í húsum sem hafa staðið lengi auð. Þær eru kallaðar flökkusálir eða hústöku- sálir,“ segja þær og bæta við að miðlarnir hafi sem betur fer einnig skynjað jákvæða orku, sem þær nýttu sér í gjörningunum og kvik- myndinni. Upptökur af hreinsun Miðlarnir þrír koma ekki fram í myndinni frekar en áhorfendurnir, sem tóku þátt í gjörningunum. „Hins vegar fengu áhorfendur að heyra upptökur í rútunni á leiðinni frá Hallgrímskirkju til Hvalfjarðar af því þegar reynt var að hreinsa óvær- una úr húsinu,“ segja Eirún og Jóní og láta þess getið að hústökusálirnar hafi verið á bak og burt áður en tök- ur hófust. „Við erum svolítið að kyssa kvikmyndalistina“  Gjörningaklúbburinn heldur hátíðarsýningu á Sálnasafni Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir Uppábúin Leikstjórarnir Eirún og Jóní fremst og leikhópurinn í Sálnasafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.