Morgunblaðið - 12.01.2019, Síða 36

Morgunblaðið - 12.01.2019, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 ✝ Elías HólmgeirGuðmundsson fæddist 27. febrúar 1927 í Folafæti við Seyðisfjörð. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Bergi í Bolungarvík 1. jan- úar 2019. Foreldrar hans voru Guðrún Sig- urðardóttir, hús- móðir og verka- kona, f. 16.5. 1901, d. 21.6. 1999, og Guðmundur Salómonsson sjó- maður, f. 3.8. 1894, d. 9.4. 1963. Elías eignaðist 11 systkini: Ás- geir, f. 1919, Þórður Bjarni, f. 1922, Jónína Helga, f. 1923, Kristján Björn, f. 1924, Sigurður Borgar, f. 1925, Jón Valgeir, f. 1929, Sigurður Þorberg, f. 1931, Árni, f. 1933, Sigríður Sigur- borg, f. 1934, og tvíburar sem dóu í fæðingu 1935. Eina eftirlif- andi systkini Elíasar er Sigríður Sigurborg. Árið 1934 fór Elías í fóstur til frænda síns Þórðar Hjaltasonar, f. 5.1. 1904, d. 15.3. 1969, stöðvarstjóra Pósts og síma, og eiginkonu hans, Krist- ínar Guðmundsdóttur, hús- móður, f. 20.9. 1911, d. 18.9. 2005. Fóstursystkini: Sigurborg, Stjúpdætur Kristins eru Hafrún Kristín og Andrea Dögg. Lang- afabörn Elíasar eru níu og þrjú stjúplangafabörn. Frá sjö ára aldri bjó Elías upp í Bolungarvík. Hann lauk prófi frá Barna- og unglingaskóla Bol- ungarvíkur og Reykholtsskóla. Elías var sjómaður frá 17 ára aldri og fram yfir tvítugt en þá réðst hann til starfa á skrifstofu Einars Guðfinnssonar og var þar m.a. gjaldkeri. Árin 1957-1962 var hann útbússtjóri Kaupfélags Ísfirðinga og 1962-1997 stöðv- arstjóri Pósts og síma. Elías var um árabil umboðsmaður Flug- félags Íslands, Samvinnutrygg- inga og Samvinnuferða Land- sýnar og endurskoðandi Sparisjóðs Bolungarvíkur. Elías tók virkan þátt í félags- og menningarlífi Bolvíkinga. Hann var félagi í Ungmennafélagi Bolungarvíkur, stofnfélagi í Lionsklúbbi Bolungarvíkur, for- maður í báðum félögum og var í stjórn félags eldri borgara. Hann sat í 47 ár í sóknarnefnd Hóls- sóknar, lengst af sem gjaldkeri, og í hreppsnefnd Hólshrepps fyrir Alþýðuflokkinn frá 1958- 1971. Þá var hann í framboði til Alþingis fyrir sama flokk. Hann tók þátt í leiksýningum og söng með Karlakórnum Erni og er heiðursfélagi hans. Útför Elíasar fer fram frá Hólskirkju í dag, 12. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. f. 1937, Ragna, f. 1938, Ásgerður, f. 1940, Guðmundur, f. 1942, og Guðlaug, f. 1947. Eftirlifandi eru Ásgerður og Guðlaug. Hinn 25.8. 1951 kvæntist Elías Jónu Sveinborgu Haf- liðadóttur, f. 12.9. 1929, d. 26.8. 1980. Foreldrar hennar voru Árný Árnadóttir, f. 2.7. 1898, d. 6.5. 1988, og Hafliði Haf- liðason, f. 26.9. 1891, d. 24.4. 1980. Börn Elíasar og Sveinborgar eru: Árný menntunarfræðingur, f. 14.7. 1952. Synir Árnýjar og Theodórs Ottóssonar eru Rúnar og Grétar Sveinn. Hafliði tann- læknir, f. 10.8. 1954, kvæntur Jónu Helgu Magnúsdóttur og eru börn þeirra Magnús, Svein- borg, Rósa og Elísa. Rúnar, f. 26.9. 1957, d. 29.5. 1967. Hólm- fríður Kristín tölvunarfræð- ingur, f. 11.12. 1961. Sonur henn- ar og Daniels Osio er Elías Ignacio. Kristinn Þórður raf- eindavirki, f. 29.12. 1964. Maki hans er Vilborg Andrésdóttir og sonur þeirra er Arnar Freyr. Nú tjaldar foldin fríða sinn fagra blómasal. Nú skal ég léttur líða um lífsins táradal. Mér finnst oss auðnan fái þar fagra rósabraut, þótt allir aðrir sjái þar aðeins böl og þraut. (Þorsteinn Erlingsson) Elsku pabbi minn og fyrir- mynd í lífinu hefur nú fengið langþráða hvíld. Ég fæ ekki fullþakkað að hafa náð að dvelja hjá honum síðustu sólar- hringana sem hann lifði. Ljóð Þorsteins Erlingssonar við lag Mozarts var eitt af uppáhalds- lögum pabba og sungum við fjölskyldan það oft þegar við komum saman. Textinn finnst mér lýsa föður mínum svo vel. Hann sá ævinlega það jákvæða í lífinu og sýndi æðruleysi þótt líf hans væri á stundum tára- dalur. Hann varð fyrir þeirri miklu sorg að missa son sinn, níu ára gamlan, af hörmulegum slysför- um og rúmum áratug síðar veiktist mamma af þeim sjúk- dómi sem dró hana til dauða á nokkrum árum. Báðir þessir at- burðir höfðu mikil áhrif á fjöl- skylduna og mótuðu líf okkar. En jafnaðargeð pabba, bjart- sýni, léttleiki, hvatning og stuðningur alla tíð hjálpaði mik- ið. Og pabbi kenndi okkur svo margt. Hann brýndi fyrir okkur heiðarleika og samviskusemi og var fyrirmynd okkar í að leggja sig ávallt fram í því sem maður tæki sér fyrir hendur. Hann hvatti okkur systkinin til að mennta okkur en hann hafði sjálfur verið góður námsmaður og haft löngun til frekara náms. En síldin brást og auraráðin því rýr og þar með var sá draumur úti. Pabbi kenndi mér að vinna en ég fékk að hjálpa til í Kaup- félaginu sem lítil stelpa og síð- an vinna náið með honum hjá Pósti og síma. Hann var góður yfirmaður, ákveðinn og gerði kröfur, leiðbeindi og hrósaði og skapaði léttleika á vinnustaðn- um. Og hann kunni svo sannar- lega að gleðjast á góðri stundu, skála, syngja og njóta lífsins. Þrátt fyrir að unna Víkinni sinni og geta helst ekki verið í burtu þaðan í meira en í viku í senn var pabbi líka heimsborg- ari og ferðaðist víða. Við eigum ómetanlegar minningar um ánægjuleg ferðalög með honum. Þótt ferðalangarnir væru stundum þreyttir var Elli Hólm alltaf hress og kvartaði ekki. Pabbi lét sig heldur aldrei vanta á atburði innan fjölskyld- unnar og barnabörnin elskuðu Ell’afa. Hann lét sér líka mjög annt um barnabarnabörnin og mundi ávallt eftir að senda þeim jólagjafir. Ég og fjölskylda mín minn- umst pabba með miklu þakk- læti. Þá viljum við senda hug- heilar þakkir til starfsfólksins á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, þar sem hann dvaldi síðustu sex árin, fyrir al- veg einstaka og fallega umönn- un, hlýju og góðvild. Árný Elíasdóttir. Það var alltaf mikil tilhlökk- un að fara til Bolungarvíkur á sumrin að heimsækja Ella afa, og best var þegar ég var kom- inn á þann aldur að geta farið þangað einn og dvalið í nokkrar vikur. Það var ævintýri að gista á símstöðinni, sem hafði ótal króka og kima sem hægt var að gleyma sér í. Afi var þekktur hjá okkur barnabörnunum fyrir bestu kjötbollur í brúnni í heimi og oft tók hann fram harmonikk- una að loknum mat og spilaði og söng íslensk sönglög. Við ræddum mikið stjórnmál okkar á milli, og alltaf talaði afi við mann eins og maður væri full- orðinn. Ég man sérstaklega eftir for- setakosningunum í Bandaríkj- unum árið 1992, þegar Bill Clinton náði kjöri, en við rædd- um mikið kosti og galla þeirra Clintons, Bush og Ross Perots sem kom á ská inn í baráttuna. Við vorum báðir Clintons-menn ef ég man rétt. Það var ótrúlega gott að vera nálægt afa, hann hafði mjög góða nærveru og var alltaf í góðu skapi. Hann sýndi öllum í kringum sig mikinn áhuga og vissi alltaf upp á hár hvað var í gangi í lífi barnabarnanna. Þá kunni hann listina að lifa betur en flestir og var ekki að stressa sig á litlu hlutunum. Hann hafði mjög gaman af því að ferðast og mér þótti ótrúlega vænt um þegar hann kom ásamt foreldr- um mínum að heimsækja mig til Ástralíu þar sem ég var í námi, hann þá 79 ára gamall. Ég var heppinn að kynnast Ella afa svona vel og fá tæki- færi til þess að eyða með hon- um óteljandi skemmtilegum stundum sem gleymast seint. Grétar Sveinn Theodórsson. Þegar ég sest niður og skrifa minningarorð um Ella bróður er mér efst í huga þakklæti fyr- ir okkar góðu samveru gegnum árin. Elli var einstakur maður, skapgóður og léttlyndur. Þegar við systkinin komum saman var hann oftar en ekki hrókur alls fagnaðar. Reglulega hittumst við nokkur systkinin hjá Kristni, syni Ella, og þá var spilað og sungið af hjartans lyst enda Kristinn snillingur með harmonikkuna. Af okkur tólf systkinunum er ég, Sigga syst- ir, ein eftir. Að leiðarlokum læt ég fylgja vísuna um heimahag- ana sem okkur systkinum var öllum svo kær og við sungum ósjaldan saman. Ég fæddist upp til fjalla í fornfálegum bæ, á vetrum sást hann varla, þá var hann hulinn snæ, þar gróf hann pabbi göng í skaflinn þegar þrumdi á þaki hríðin ströng. Nú er ég orðinn þreyttur og ellin þyngir spor. Hve orðinn er ég breyttur, og óðum dvínar þor, það skyggir vinur, skjótt! Að kumli köldu geng ég úr kroppnum dregur þrótt. En hérna skulu heima mín hvíla lúin bein, og hér skal sál mín sveima við sjálfs mín bautastein. Þann bæ sem ég hef byggt, því guð og himinn hérna mitt hjarta finnur tryggt. (Guðmundur Guðmundsson) Sigga systir. Sigríður Sigurborg Guðmundsdóttir. Á nýársdag lauk mikill heið- ursmaður, Elías H. Guðmunds- son, jarðvist sinni, 91 árs að aldri. Elías bjó alla tíð í Bol- ungarvík og starfaði þar lengst af sem póst- og símstöðvar- stjóri. Elías var vinsæll yfir- maður og var eftirsótt að starfa á pósthúsinu í tíð hans. Sem ungur maður starfaði Elías um tíma í verslun og á skrifstofu hjá afa mínum, Ein- ari Guðfinnssyni, og sonum hans og man ég hann fyrst frá þeim tíma. Elías hafði unun af söng. Sögur fóru af því að Elías hefði ásamt þeim bræðrum, Jónatan föður mínum og Guð- finni, auk Guðmundar Krist- jánssonar sem síðar varð bæjarstjóri í Bolungarvík, gjarnan sungið í kvartett í gegnum skiptiborðið hjá fyrir- tækinu þar sem þeir störfuðu þá allir og heillað þannig ungar símastúlkur á Vestfjörðum í lok vinnudags. Þeir voru allir mikl- ir söngmenn og tóku virkan þátt í karlakórnum Ægi í Bol- ungarvík sem síðar varð hluti af karlakórnum Erni, öflugum karlakór á norðanverðum Vest- fjörðum. Þátttakan í starfi kórsins átti vel við Elías og hann var vinsæll í hópi karla- kórsfélaga. Hann tók þátt í mörgum kórferðalögum og naut sín þar í hvívetna, enda kunni hann vel þá list að gleðjast á góðri stund. Elías söng með kórnum fram á efri ár. Hann var sæmdur heiðursmerki Ern- is og mætti jafnan á tónleika kórsins, nú síðast á jólatónleika á aðventunni. Elías tók virkan þátt í fé- lagsstörfum í Bolungarvík enda naut hann trausts samferða- manna sinna. Hann sat m.a. í hreppsnefnd Hólshrepps um árabil og var virkur félagi í Lionsklúbbi Bolungarvíkur. Á Lionsfundum kynntist ég því fyrst hve Elías var vel máli far- inn. Hann átti gott með að tjá sig og var afar hnyttinn í orð- ræðu. Elías var kjörinn í sóknar- nefnd Hólssóknar árið 1962 og tók við því sæti af fóstra sínum, Þórði Hjaltasyni. Elías varð frá fyrsta degi gjaldkeri í sóknar- nefndinni og starfaði sem slíkur allt til ársins 2009, eða í rúm 47 ár, þá kominn á níræðisaldur. Það kom í minn hlut að starfa sem formaður sóknarnefndar með Elíasi síðustu 17 starfsár hans. Okkur varð vel til vina og bar aldrei skugga á okkar sam- starf. Elías sinnti starfi sínu af mikilli nákvæmni og samvisku- semi. Þetta voru ár mikilla framkvæmda, þar sem nýtt safnaðarheimili var vígt, end- urbætur gerðar á kirkjugarði og Hólskirkju. Það voru því há- ar fjárhæðir sem fóru um hend- ur gjaldkerans á þessum árum og umfang bókhaldsins mikið. Á síðari hluta ævinnar átti Elías þess kost að ferðast víða. Hann fór m.a. margar ferðir til Ameríku, ekki síst til að heim- sækja Hólmfríði dóttur sína. Það var fróðlegt og skemmti- legt að hitta Ella og heyra hann segja ferðasögurnar. Hann lifði sig inn í frásögn- ina og tíundaði oft undur og stærð Ameríku og ævintýranna þar, dreyminn á svip. Þeim fækkar nú óðum mátt- arstólpunum af kynslóð Elíasar, sem um áratuga skeið unnu að hag byggðarinnar og íbúanna hér í Bolungarvík. Þeirra minn- umst við með virðingu og þakk- læti. Það var gott að eiga trúnað og vináttu Ella Hólm. Við Guðrún sendum afkom- endum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Einar Jónatansson. Forystu safnaðarstarfs í Hólssókn í Bolungarvík hafði lengi á hendi sæmdarfólkið Einar Guðfinnsson útgerðar- maður, Benedikt tengdasonur hans Bjarnason kaupmaður, Elías H. Guðmundsson póst- meistari, Guðmundur Hraun- berg Egilsson meðhjálpari og Sigríður J. Norðkvist organisti. Allt vildi fólk þetta kirkju og kristni vel. Það hafði vanist þeim anda íslensks mann- félags, er verið hafði við lýði lengi að prestar væru óum- deildir höfðingjar hver í sínu brauði; það voru þeir tímar þegar fólk þéraði prestinn, hætti að blóta, þegar hann nálgaðist, einstöku maður tók jafnvel ofan. Að ekki sé talað um virðinguna fyrir blessuðum biskupnum; þá lá nærri að menn féllu á kné. Presturinn var ótvíræður leiðtogi safnað- arins og sóknarnefndir skyldu vera honum til aðstoðar í starfi hans: stuðla að því að komið væri við klukku og farið með gott hvern helgan dag og var það ófrávíkjanleg regla í Hóls- kirkju frá dögum síra Þor- bergs – en kirkjusókn með af- brigðum góð; annast reikningshald, sjá um að nóg væri til af kertum í guðshúsinu að ógleymdu messuvíni og oblátum, tryggja að unnt væri að jarða lík í kirkjugarðinum; allt endurgjaldslaust og í guðs- ástar skyni, þó aldrei að vita nema væri látinn koma til org- anistans konfektpoki með kærri kveðju og þökk á jól- unum. Mikil umskipti urðu þegar sumar sóknarnefndir voru ekki lengur hógvær og kirkjurækinn bakhjarl, áfram um það eitt að viðhalda kristnum sið í landinu, heldur aðsópsmikil ráð með for- mann á launum, er vildi halda sem flesta fundi þar sem margt og mikið bar á góma. Hirðir hirðanna mátti heita orðinn heldur lítilsráðandi (sem rímar raunar ágætlega við lúthersk viðhorf). Sem betur fer og Guði sé lof voru á þessu undantekn- ingar. En hvað um gildir, eitt er víst: af engum sköpuðum hlut hvorki á himni né jörðu stendur biskupum landsins eins mikill stuggur og einmitt þeim hópi fólks, sem víða hefur hreiðrað um sig í sóknarnefnd- um, dögum oftar í von um frek- ari mannvirðingar í hinu ver- aldlega regímenti. Um messusókn þess á helgidögum getur ekki. En Guð blessi það samt! Dr. Marteinn Lúther, kirkju- faðir hinnar evangelísk-lúth- ersku kirkju, kenndi að hinum kristna manni væri dauðinn ör- skammur svefn, enda er dauð- inn nefndur svefn í Heilagri ritningu og með réttu. En af þeim svefni, svo sem af sætum blundi, vaknaði hinn kristni aft- ur til lífsins með Guði. Það væri eins og að leggjast til svefns að kveldi, en vakna svo aftur að lítilli stundu liðinni við glampandi morgunsól. Þegar stofnað var Styrktar- félag vangefinna á Vestfjörðum með geysimikilli þátttöku íbúa landsfjórðungsins munaði ólítið um Elías. Hann var og áhuga- samur félagi Karlakórsins Ægis í Bolungarvík. Elías var fæddur sálusorgari, og það af Guðs náð. Mönnum var léttara um hjartað, er þeir fóru af hans fundi. Hann var enda vel gefinn og búinn næmri spauggreind. Guð gefi ástvinum hans alla himneska blessun og náð, hér og í komandi heimi. Hann blessi minningu drengsins góða, Elí- asar Hólmgeirs Guðmundsson- ar. Gunnar Björnsson, pastor emeritus. Elías Hólmgeir Guðmundsson Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Aðalstræti, Patreksfirði, lést á Landspítalanum 1. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 14. janúar klukkan 13. Laugardaginn 19. janúar klukkan 14 verður hún jarðsungin í Patreksfjarðarkirkjugarði. Kristín Viggósdóttir Hilmar Jónsson Haraldur Kr. Hilmarsson Helga Sigríður Úlfarsdóttir Bárður Hilmarsson Björg Sigmundsdóttir Birna Kristín Hilmarsdóttir og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU SNORRADÓTTUR frá Syðri-Bægisá, Öxnadal, húsfreyju í Stóra-Dunhaga, Hörgárdal. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu á Einihlíð fyrir hlýju og umönnun. Þórlaug Arnsteinsdóttir Jóhann Þór Halldórsson Sigrún Arnsteinsdóttir Jóhannes Axelsson Árni Arnsteinsson Borghildur Freysdóttir Hulda Steinunn Arnsteinsd. G. Ingibjörg Arnsteinsdóttir Þórður Ragnar Þórðarson Unnur Arnsteinsdóttir Friðrik Sæmundur Sigfússon Heiðrún Arnsteinsdóttir Friðjón Ásgeir Daníelsson og fjölskyldur Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.