Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 52
Stirni Ensemble fagnar nýju ári með
franskri veislu á Sígildum sunnudegi
í Norðurljósum Hörpu á morgun kl.
16. Efnisskráin er í senn hefðbundin
og ný, en margar nýjar útsetningar
sérstaklega gerðar fyrir Stirni munu
heyrast í fyrsta sinn. Þá verður frum-
flutt verk eftir Martial Nardeau, sem
hann tileinkar Hafdísi Vigfúsdóttur
flautuleikara og Grími Helgasyni
klarinettuleikara. Auk þeirra skipa
Stirni þau Björk Níelsdóttir sópran
og Svanur Vilbergsson á gítar.
Franskt fínirí í Hörpu
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 12. DAGUR ÁRSINS 2019
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.108 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Íslandsmeistarar KR halda sér í
hópi fjögurra efstu liða Dominos-
deildar karla í körfuknattleik eftir
nauman sigur á Keflvíkingum,
80:76, í æsispennandi leik í Vest-
urbænum í gærkvöld þar sem úr-
slitin réðust á lokasekúndunum. KR
náði því Stjörnunni og er með 18
stig eftir þrettán umferðir en
Njarðvík og Tindastóll eru með 24
og 22 stig í efstu sætum. »2
KR í fjórða sæti
eftir nauman sigur
Svavar Knútur, söngvaskáld og
sagnamaður, heldur tónleika í
Hannesarholti í dag, laugardag, kl.
17. Svavar Knútur sendi nýverið
frá sér plötuna Ahoy! Side A, sem
er plata vikunnar á Rás 2 þessa
vikuna. Hann mun leika lög af
nýju plötunni í bland við eldra
efni. Þá mun Svavar Knútur segja
sögur og gera sitt best til að
kitla hjarta- og
hláturtaugar við-
staddra. Börn fá
ókeypis í fylgd
með foreldrum
eða öfum og
ömmum.
Síðdegissöngvar
með Svavari Knúti
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslendingar eru þekktir fyrir að
sleikja sólina á Kanarí og fjölmenntu
þangað um jól og áramót. Hjónin
Esther Magnúsdóttir og Halldór
Einarsson í Henson voru í hópnum,
en tilgangur Halldórs var annar en
allra hinna. „Ég fór í þessa ferð með
það að markmiði að slaka á og mála
fimm vatnslitamyndir og þær eru
nánast búnar,“ segir hann.
Halldór er með marga hatta.
Hann hefur verið áberandi í við-
skipta- og íþróttalífi landsmanna
auk þess sem hann hefur vakið at-
hygli fyrir söng. Hann er listamaður
og hefur alla tíð verið drátthagur.
Íþróttabúningar, sem hann hefur
framleitt í áratugi, bera þess augljós
merki.
Hann gerir samt lítið úr listinni og
segist einkum mála ánægjunnar
vegna. „Ég hef alltaf teiknað mjög
mikið og fékk 9,8 í einkunn hjá Jó-
hanni Briem, listmálara, í Gaggó
Vest, en ég teiknaði líka fyrir annan,
sem var vonlaus á þessu sviði, og
hann fékk 10! Ég fór í Myndlista-
skólann, þar sem Hringur Jóhann-
esson og Veturliði Gunnarsson
kenndu mér en ég var sem byrjandi
miðað við marga aðra.“
Halldór málar vatnslitamyndir og
er í myndlistarklúbbi ásamt öðrum
karlmanni og sex konum. „Við hitt-
umst eitt kvöld á hálfsmánaðar
fresti á veturna og þar mála ég en
annars er fátt um fína drætti á þessu
sviði.“ Bætir samt við að áhugi sé
fyrir hendi að fara á námskeið á
Englandi. „Það er stefnan, þegar
svigrúm gefst til þess.“
Hógværðin uppmáluð
Í þessu sambandi leggur hann
áherslu á að ekki sé hægt að merkja
miklar framfarir hjá sér og úr því
vilji hann bæta. „Við Hemmi Gunn
heitinn vorum í skákklúbbnum Peð-
inu í áratugi en mér fannst mér aldr-
ei fara fram. Sama á við um mynd-
listina en það blundar í mér að ná
þar framförum.“
Halldór áréttar að hann eigi langt
í land. Rifjar upp að eitt sinn hafi
hann gefið enskum vini sínum mynd,
sem hann málaði af Landeyjafjöru
með sýn til Vestmanneyja. „Síðan
var brotist inn hjá honum og bók-
staflega öllu stolið, innanstokks-
munum, bílnum og nefndu það.
Meira að segja rammanum utan af
myndinni, sem ég gaf honum, en hún
var skilin eftir!“ Bætir við að hann
hafi ekki sannreynt söguna en þyki
hún góð enda sé hún lýsandi um
stöðuna.
Ferðin um jól og áramót stóð yfir í
13 daga. „Þetta er lengsta frí sem
við Esther höfum tekið síðan við fór-
um á heimsmeistaramótið í fótbolta
á Spáni 1982, en ferðin núna lukk-
aðist svo vel að ég get vel hugsað
mér að fara aftur síðar með litina,
pappírinn og penslana,“ segir Hall-
dór.
Í sólina á Kanarí til
þess að mála myndir
Morgunblaðið/Eggert
List Halldór Einarsson með vatnslitamyndirnar sem hann vann að í fríinu.
Halldór Einarsson í Henson vann að fimm myndum í fríinu
Á Kanarí Halldór einbeittur á svölum hótelsins við iðju sína.
*Verð miðast við WOW Basic aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
Tilboðið á aðeins við ef bókað er flug fram og til baka.
SKÍÐINFLJÚGA
FRÍTTMEÐ
SALZBURG FRÁ
12.999kr.*
Tímabil: janúar - febrúar 2019
Dreymir þig snævi þakta fjallstinda og skjannahvítan
púðursnjó? Þá er Salzburg áfangastaðurinn fyrir þig,
enda stutt í bestu brekkurnar. Skíðin, eða snjóbrettið,
fljúga frítt með ef þú bókar fyrir miðnætti 13. janúar
á wowair.is. Fáðu frí frá rigningunni og upplifðu
ævintýralega Alpafegurð í vetur.