Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 4
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við áttum gott samtal við Katrínu
Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um
málefni fatlaðs og langveiks fólks,“
sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir,
formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Hún fór ásamt Bryndísi Snæbjörns-
dóttur, formanni Þroskahjálpar, á
fund forsætisráðherra í fyrradag.
Þuríður sagði að þær Bryndís
hefðu óskað eftir fundinum. Tilefnið
var fyrst og fremst að ræða um
kjaramál örorkulífeyrisþega og
krónu á móti krónu skerðinguna.
Einnig að athuga hvort forsætisráð-
herra sæi einhverja leið til að bæta
kjör þeirra sem verst standa.
Örorkulífeyrir sat eftir
„Örorkulífeyrisþegar hafa setið
eftir undanfarið ár varðandi launa-
hækkanir,“ sagði Þuríður. „At-
vinnuleysisbætur voru hækkaðar
og fóru í tæplega 280 þúsund krón-
ur á mánuði en örorkulífeyrisþegar
sátu eftir með 238 þúsund krónur.
Örorkulífeyrir var vanalega aðeins
hærri en atvinnuleysisbætur enda
eru atvinnuleysisbæturnar hugsað-
ar sem skammtíma úrræði en ör-
orkulífeyrir eitthvað sem fólk þarf
að lifa af ævina á
enda. Það er
furðuleg ráðstöf-
un að hækka ekki
örorkulífeyrinn
að minnsta kosti
til jafns við at-
vinnuleysisbæt-
ur. Okkur finnast
það vera undar-
leg skilaboð frá
stjórnvöldum.“
Vistun fatlaðra á stofnunum
Þær Bryndís og Þuríður lögðu
einnig fram minnisblað um vistun
fatlaðs fólks á stofnunum og ræddu
við forsætisráðherra um þá skyldu
stjórnvalda að bregðast við því sem
vitað er um þau mál og að greiða
þeim sem urðu fyrir órétti bætur eft-
ir því sem hægt er. Þuríður nefndi
sérstaklega fatlaða einstaklinga sem
stjórnvöld vistuðu í fangelsinu á
Bitru og var rekstur fangelsisins
samtvinnaður vistun fötluðu vist-
mannanna með mjög óeðlilegum
hætti. Ríkið ætti að minnsta kosti að
viðurkenna að þarna hafi mannrétt-
indi verið brotin, að mati Þuríðar.
„Ég lagði á fundinum fram tillögu
um að stofnað verði embætti Um-
boðsmanns fatlaðs og langveiks fólks
sem heyri undir sérstaka mannrétt-
indastofnun. Þroskahjálp tók undir
það,“ sagði Þuríður. „Slík mannrétt-
indastofnun og embætti Umboðs-
manns fatlaðs og langveiks fólks
verða að koma til að vinna að mann-
réttindum þessa hóps. Lönd sem við
miðum okkur gjarnan við eru öll með
slík úrræði en við ekki.“ Þuríður
sagði að Íslendingar hefðu fullgilt
sáttmála Sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðs fólks. Með því væru
stjórnvöld búin að gangast undir það
að setja upp slíka mannréttinda-
stofnun.
Hún nefndi til dæmis áratuga
langa baráttu fyrir jöfnu aðgengi
allra. Það mundi ekki nást almenni-
legur árangur í því fyrr en hægt yrði
að beita stofnanir og fyrirtæki sekt-
um vegna brota á lögum og reglum
um aðgengismál. Víða skorti á varð-
andi aðgengi t.d. að ýmsum hótelum
og opinberum stofnunum. Aðgengið
væri ekki lagað þótt ítrekað væri
bent á misbrestina.
Starfshópur um hlutastörf
Formennirnir ræddu einnig at-
vinnumál fatlaðs fólks og hvernig
fjölga mætti hlutastörfum fyrir
þennan hóp hjá ríkinu. Mikill skort-
ur er á slíkum atvinnutækifærum
fyrir fatlað fólk sem getur unnið
hlutastörf. Þuríður sagði að for-
sætisráðherra hefði tekið vel í þetta
og rætt um að skipa starfshóp til að
móta stefnu um að fjölga hlutastörf-
um hjá hinu opinbera.
Örorkulífeyrisþegar hafa setið eftir
Formenn Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar leituðu liðsinnis forsætisráðherra Ræddu m.a.
krónu á móti krónu skerðingu, aðgengi og stofnun embættis umboðsmanns fatlaðs fólks og langveikra
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aðgengismál Mörg málefni brenna á fötluðu og langveiku fólki, meðal ann-
ars takmarkað aðgengi að opinberum stöðum. Myndin er úr myndasafni. Katrín
Jakobsdóttir
Bryndís
Snæbjörnsdóttir
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019
Veður víða um heim 11.1., kl. 18.00
Reykjavík 5 rigning
Hólar í Dýrafirði 5 súld
Akureyri 3 rigning
Egilsstaðir -1 alskýjað
Vatnsskarðshólar 6 skúrir
Nuuk -7 léttskýjað
Þórshöfn 7 skúrir
Ósló 1 heiðskírt
Kaupmannahöfn 3 heiðskírt
Stokkhólmur 1 heiðskírt
Helsinki 0 heiðskírt
Lúxemborg 1 þoka
Brussel 7 léttskýjað
Dublin 9 skúrir
Glasgow 9 alskýjað
London 6 skýjað
París 7 rigning
Amsterdam 8 súld
Hamborg 7 skýjað
Berlín 4 súld
Vín -1 léttskýjað
Moskva -11 snjókoma
Algarve 15 heiðskírt
Madríd 6 heiðskírt
Barcelona 9 heiðskírt
Mallorca 9 léttskýjað
Róm 8 léttskýjað
Aþena 10 léttskýjað
Winnipeg -10 snjókoma
Montreal -18 léttskýjað
New York -3 heiðskírt
Chicago -2 þoka
Orlando 17 heiðskírt
12. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:02 16:11
ÍSAFJÖRÐUR 11:36 15:47
SIGLUFJÖRÐUR 11:20 15:28
DJÚPIVOGUR 10:39 15:33
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á sunnudag Norðlæg átt 8-15 m/s norðaustantil í
fyrstu og él, annars hægari breytileg átt og skýjað
með köflum. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum
fyrir norðan.
Vaxandi norðaustanátt og snjókoma með köflum, 15-23 m/s í kvöld, hvassast norðvestantil.
Hægari vestlæg átt um landið sunnanvert og slydda eða rigning. Kólnar í veðri.Prótínríkt og gott
venær sem er!
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vísindagarðar Háskóla Íslands hafa
kynnt nýjar lóðir við Hringbraut.
Þær eru fyrir
svonefnda rand-
byggð suður af
Læknagarði og
meðfram Hring-
braut. Bygging-
armagn verður
allt að 15 þús.
fermetrar, ásamt
um 4 þúsund fer-
metra bílakjall-
ara. HÍ á um
95% hlut í vísindagörðum en borgin
5%.
Með uppbyggingunni má segja að
nýja Landspítalasvæðið stækki til
suðurs. Hugmyndin er að innan
randbyggðar verði annars vegar
blanda af rannsóknar- eða nýsköp-
unarstarfsemi og hins vegar fyrir-
tæki með starfsemi sem þykir falla
vel að spítalanum á einhvern hátt.
Byggingarréttur á lóðunum er nú
til sölu. Hrólfur Jónsson, fv. skrif-
stofustjóri á skrifstofu eigna- og at-
vinnuþróunar hjá borginni, tók við
stöðu framkvæmdastjóra Vísinda-
garða Háskóla Íslands í kjölfar þess
að dr. Eiríkur Hilmarsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri vísinda-
garðanna, lést í fyrra eftir veikindi.
Uppbygging hefjist á næsta ári
Hrólfur segir aðspurður vonir
bundnar við að niðurstaða útboðsins
liggi fyrir í sumarbyrjun. Síðan geti
vinna við deiliskipulagið tekið ár og
frekari hönnun hálft ár. Samkvæmt
því sé raunhæft að framkvæmdir
geti mögulega hafist í lok árs 2020.
Hann segir að í gildandi deili-
skipulagi sé miðað við að rand-
byggðin verði þrjár hæðir. Hins
vegar hafi Vísindagarðar HÍ áhuga
á að auka við byggingarmagnið.
Gangi það eftir geti byggðin orðið
hærri.
Miðað sé við að um 30% af hús-
næðinu verði nýtt undir rannsóknir.
Hinn hlutinn verði með blandaðri
atvinnustarfsemi sem tengist á ein-
hvern hátt nýja spítalanum. Til
dæmis komi til greina að hafa þar
þjónustu fyrir starfsemi spítalans.
Hann segir aðspurður að rætt
hafi verið um íbúðir í randbyggð-
inni. Það kalli á breytt deiliskipulag.
Ljóst sé að ef íbúðir verða í rand-
byggðinni muni það hafa áhrif á
hönnunina, t.a.m. varðandi hljóð-
vist.
Bygging nýs meðferðarkjarna
Landspítalans er hafin. Milli hans
og fyrirhugaðrar randbyggðar mun
m.a. rísa 9 þús. fermetra viðbygging
við Læknagarð. Hún er hér sýnd á
teikningu til marks um umfangið.
Mynd: SPITAL
Meðferðarkjarni
Landspítalinn,
aðalbygging
Dag-, göngu-
og legudeildir
Atvinnuhús/
bílastæðahús
Rann-
sóknarhús
Heil-
brigðis-
vísinda-
svið HÍ
Sjúkrahús/
háskóli
Bíla-
stæðahús
Óráðstafað
Randbyggð
Randbyggð
Óráðstafað Óráðstafað
Óráðstafað
Fyrirhuguð randbyggð við Hringbraut
BSÍ reitur
Ko
rt
: V
ís
in
da
ga
rð
ar
H
ás
kó
la
Ís
la
nd
s
9.000 m2 nýbygging
Heilbrigðisvísindasviðs HÍ
austan við Læknagarð
Randbyggðin* verður minnst alls
15.000 m2 auk 4.000 m2 bílakjallara
*Randbyggð er skilgreind sem byggð sem myndar
lokaða samfellu eftir ytra jaðri götureits
Læknagarður
Hringbraut
Kynna randbyggð við
Hringbraut í Vatnsmýri
Vísindagarðar undirbúa 19 þúsund fermetra byggingu
Hrólfur Jónsson