Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 ✝ Áslaug H. Bu-rawa fæddist í Reykjavík 12. jan- úar 1926. Hún lést í Minnesota í Banda- ríkjunum 23. des- ember 2018. Móðir hennar var Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 24. júní 1893, og faðir hennar var Her- manníus Marinó Jónsson, f. 12. júní 1900. Al- systkini hennar voru Jón Gunn- ar, Guðmundur Jóhannes, Bald- ur Kristján, Oddgeir Kristinn og Ástráður Kristófer. Þau eru öll látin. Hálfsystir Áslaugar í móðurætt var Ingunn. Hálf- systkini Áslaugar í föðurætt voru Guðjón, Róbert, Jóhanna Sóley, Sævar og Hafsteinn. Áslaug ólst upp hjá móður sinni ásamt systkinum sínum. Hún gekk í hjónaband með George Burawa, f. 5. febrúar 1926, d. 4. desember 1980, þann 21. október 1950 í Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Sonur þeirra er Christopher Mark Burawa, f. 17. desember 1959 í Reykjavík. Kona hans er Christina Burawa og dóttir þeirra Indra Eydis, f. 12. febrúar 2011. Áslaug og George fluttust til Frankfurt í Þýskalandi árið 1951, þar sem þau höfðu skamma dvöl, fluttust þaðan til Maryland og síðan til Kali- forníu. George hóf störf hjá Bendix Field Engineering árið 1956 þar sem hann starfaði æ síðan og lá þá leið þeirra aftur til Ís- lands og þaðan til Bermuda árið 1964 þar sem þau voru til ársins 1968 uns þau fluttust til Ma- drid. Árið 1972 fluttu þau til Lau- rel í Maryland, þar sem George endaði sinn starfsferil. Eftir að George lést bjó Áslaug um tíma í Anna- polis í Maryland, en flutti árið 1990 til Arizona þar sem hún bjó í 10 ár. Þaðan fluttist hún til Íslands þar sem hún bjó í níu ár, en fluttist svo til Tennessee og síðast til Minnesota. Hún hafði brennandi áhuga m.a. á spænskri menningu og listasögu og lærði spænsku meðan á Spánardvölinni stóð. Hún gekk í Prince George’s Community College í Maryland eftir að hún flutti þangað, þar sem hún tók fjöldann allan af listasöguáföngum. Í Arizona starfaði hún í Arizona State University Art Museum um 10 ára skeið. Á efri árum togaði Ísland í hana og hún fluttist til Reykja- víkur árið 2001 og bjó þar til ársins 2010, en þá fluttist hún til Clarksville í Tennessee til að vera nær syni sínum og tengda- dóttur. Árið 2015 fluttust þau svo öll til Red Wing í Minnesota, þar sem Áslaug lést. Bálför hennar hefur farið fram í Red Wing. Áslaug föðursystir mín er látin, rétt tæplega 93 ára gömul. Hún bjó við versnandi heilsufar, bæði andlegt og líkamlegt, síðustu árin. Hún hafði þó átt gott og viðburða- ríkt líf og þónokkuð ævintýralegt og kvaddi það sátt. Áslaug var glæsileg heimskona, alltaf vel tilhöfð og tekið var eftir henni hvar sem hún fór. Hún var lífsglöð og skemmtileg og gat haldið uppi samræðum við hvern sem var um allt milli himins og jarðar. Hún var víðlesin og áhuga- söm um menn og málefni og hafði mjög jákvæða sýn á lífið. Hún fylgdist vel með lífi og starfi ætt- ingja sinna og leið vel ef fólkinu hennar leið vel. Áslaug var mér mjög kær og alltaf tilhlökkunarefni að hitta hana. Hún var höfðingi heim að sækja, tók alltaf sérstaklega vel á móti gestum og voru allir vel- komnir, kunnugir sem ókunnugir, hús hennar var öllum opið. Sumarið 1968 dvaldist ég hjá Áslaugu og fjölskyldu hennar í Madrid á Spáni. Hjá þeim upplifði ég ýmislegt sem ég hafði ekki upp- lifað áður, s.s. að fara á fínustu hótelin í miðborginni, bara svona til að fá sér kók í glasi með sítrónu og klaka, fara á veitingastaði minnst vikulega, hitta greifa og greifynjur og vera innan um alls konar fínt fólk. Þetta var daglegt brauð hjá þeim og þarna sá ég að líf þeirra var aðeins frábrugðið því lífi sem við hin lifðum heima á skerinu. Þau voru heimsborgarar. Þau bjuggu í fínu húsi með sund- laug í garðinum. Saumakona kom vikulega, sem í minningu minni var allt sumarið að sauma á mig kjóla. Þau voru með garðyrkjumann og að sjálf- sögðu heimilishjálp. Við fórum í vikulangt ferðalag til Portúgals um miðjan júlí og svo var farið á sunnudögum í styttri skoðunar- ferðir um borgina og nærsveitir. Um haustið fylgdi Áslaug mér til London þar sem við áttum saman tvo góða daga í Marks og Spencer, á Carnaby Street og Kings Road við hina íslensku þjóðaríþrótt; að versla í útlöndum. Svo fór ég heim. Þetta var ógleymanlegt sumar. Ég kom oft til þeirra í Laurel þegar pabbi minn var í læknis- meðferð vegna hvítblæðis á Johns Hopkins-sjúkrahúsinu í Balti- more. Nokkrum árum síðar var ég í University of Maryland að læra tölvuforritun og var nánast hjá þeim um hverja helgi. Sumt þvældist fyrir mér í náminu og þegar ég minntist á það við George vafðist það ekkert fyrir honum hvað gera skyldi og kom heim með starfsmann Bendix/ NASA sem skyldi reyna að troða fræðunum inn í hausinn á mér. Áslaug var vakin og sofin yfir velferð Christophers, hann var augasteinninn hennar og tilveran snerist um að láta honum líða sem allra best og veita honum allt það besta sem hægt var. Hún uppskar eins og hún sáði. Hann hefur ásamt eiginkonu sinni hugsað eins vel um mömmu sína og hægt er allt þar til yfir lauk. Indra Eydís, sem vill láta kalla sig Eydísi, hefur alla tíð veitt Áslaugu ómælda gleði og áttu þær fallegt og ástríkt sam- band. Missir þeirra allra er mikill. Hugur minn og fjölskyldu minnar er hjá þeim. Megi mín kæra frænka hvíla í friði. Margrét Kristinsdóttir. Áslaug H. Burawa AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur er Svavar Alfreð Jónsson. Sönghópurinn Synkópa flyt- ur útsetningar eftir Gunnar Gunn- arsson. Organisti er Eyþór Ingi Jóns- son. Sunnudagaskóli í Safnaðar- heimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Jón Ágúst Eyjólfsson. AKURINN kristið samfélag | Sam- koma kl. 14 Núpalind 1 Kópavogi. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Biblíusögur, söngur og brúðuleikhús. Sr. Þór Hauksson ásamt Ingunni Björk Jónsdóttur djákna. Benjamín Gísli Einarsson leik- ur á flygil. Kaffi að lokinni guðsþjón- ustu. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Dagur Fannar Magnússon guð- fræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Ás- kirkju leiða sönginn. Orgelleikari Bjart- ur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu. ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Kór Ástjarnar- kirkju syngur undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Bjarki Geirdal Guð- finnsson. Prestur er Arnór Bjarki Blomsterberg. Hressing og samfélag á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Öll börn á Álfta- nesi fædd árið 2013 fá gjöf frá söfn- uðinum. Umsjón hafa sr. Hans Guðberg, Ástvaldur organisti, Sigrún Ósk og hljómsveitin Lærisveinar hans. Kaffi í Krakkakoti að stundinni lokinni. Sameiginleg guðsþjónusta eldri borgara í Garðaprestakalli og Víðistaðasókn í Víðistaðakirkju kl. 14. Garðakórinn, organisti Jóhann Bald- vinsson. Sr. Hans Guðberg, Margrét djákni og sr. Henning Emil. BREIÐHOLTSKIRKJA | Jazzguðs- þjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Björn Thoroddsen gítarleikari spilar í guðsþjónustunni ásamt dr. Sigurjóni Árna. Sunnudagaskóli á sama tíma. Steinunn Þorbergsdóttir og Steinunn Leifsdóttir stjórna. Léttar veitingar eft- ir guðsþjónustuna. Ensk bæna- og lof- gjörðarstund kl. 14. Prestur Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Útvarpsmessa kl. 11. Stúlknakór- inn, Gopelkórinn og Kammerkór Bú- staðakirkju syngja. Stjórnendur Svava Kristín, Þórdís Sævarsdóttir og Jónas Þórir kantor. Gunnar Óskarsson leikur á trompet. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni og sr. Pálmi Matthíasson messa. Messuþjónar aðstoða. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11, prestur Gunnar Sigurjónsson, organ- isti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Al- mennur kirkjusöngur. Sunnudagaskóli í kapellu neðri hæð á sama tíma. Veit- ingar í safnaðarsal að messu lokinni. Fermingarfræðsla í kapellu kl. 12.30. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Jón Ásgeir Sigurvinsson þjónar fyrir altari. Reykholtskórinn syngur og organisti er Viðar Guðmundsson. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu. FELLA- og Hólakirkja | Fjölskyldu- messa kl. 11 í umsjá sr. Jóns Ómars Gunnarssonar, Mörtu og Ásgeirs. Kaffisopi og djús eftir stundina. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 13. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Guðmundur Guðmunds- son þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Petru Bjarkar Páls- dóttur. Umsjón með sunnudagaskóla: Sunna Kristrún djákni. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Guðrún Karls Helgudóttir þjóna. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti er Hákon Leifsson. Eftir messu verður fundur þar sem farið verður yfir sjálfa ferminguna. Heitt á könnunni. Sunnu- dagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Dans, söngvar og sögur. Umsjón hefur Pétur Ragnhildarson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Messa kl. 13. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir þjónar. Guðrún Egg- ertsdóttir guðfræðinemi prédikar. Vox Populi syngur og undirleikari er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sunnudaga- skólabörn úr sameiginlegu starfi Bú- staða- og Grensássafnaða verða með í upphafi messunnar og fara síðan í safnaðarheimilið með Daníel og Sól- eyju. Kvennakórinn Vox Feminae syng- ur í messunni við undirleik Ástu Har- aldsdóttur. Sr. María Ágústsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Hressing á eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheim- ili | Guðsþjónusta í umsjón Félags fyrr- um þjónandi presta klukkan 14 í há- tíðasal Grundar. Prestur er Úlfar Guðmundsson. Grundarkórinn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage org- anista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur Leifur Ragnar Jónsson. Organ- isti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríð- arkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Bryndísar Böðvarsdóttur. Kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir og meðhjálp- ari Guðný Aradóttir. Kaffisopi í boði eft- ir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Þorvald- ur Karl Helgason messar. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel. Þórunn Vala Valdimarsdóttur syngur. Bylgja Dís, Sigríður Ósk og Jess sjá um dagskrá sunnudagaskóla til vors. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Messuþjónar aðstoða. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergs- son. Umsjón með barnastarfi hafa Inga Harðardóttir, Ragnheiður Bjarna- dóttir og Karítas Hrundar Pálsdóttir. Bænastund mánud. kl. 12.15. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir préd- ikar og þjónar fyrir altari. Kordía, kór Háteigskirkju, syngur. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Samskot dagsins renna til Hjálparstarfs kirkjunnar. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Kór Hjallakirkju leiðir söng und- ir stjórn Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista. Prestur er Sunna Dóra Möll- er. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu undir stjórn Mark- úsar og Heiðbjartar. HVALSNESSÓKN | Sólrisumessa kl. 14. í Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Eldeyjarkórinn syngur undir stjórn Arn- órs Vilbergssonar. Árlegt sólrisukaffi Kvenfélagsins Hvatar í Sandgerði og Félags eldri borgara á Suðurnesjum eftir messuna í Samkomuhúsinu í Sandgerði. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma kl. 13 með lofgjörð og fyrir- bænum. Stundin verður í umsjón safn- aðarráðsins, en meðan hún varir verð- ur sérstök fræðsla fyrir börnin. Kaffi og samfélag að samverustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Fritz Már þjónar fyrir altari. Kirkjukór Keflavíkurkirkju leiðir söng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Systa og hennar fólk sja um sunnudagaskólann. Eftir stundina verður samfélag í Kirkjulundi, súpa og brauð. Kyrrðarstund í kapellu vonarinnar mið- vikudaginn 16. janúar kl. 12. Matur eftir stundina. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sigurður Arnarson sóknar- prestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu Borgum. Umsjónarmenn eru Gríma Katrín Ólafsdóttir og Birkir Bjarnason. Mál dagsins hefst á ný í safnaðar- heimilinu þriðjudaginn 15. janúar kl, 14.30. KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta í suðurálmu Hallgrímskirkju klukkan 20. Séra Yrsa Þórðardóttir prédikar og hún og Elín Þöll Þórðardóttir syngja sálma. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng og leikur á píanó. Á eftir verður messukaffi. LANGHOLTSKIRKJA | Áramóta- messa Eldriborgararáðs kl. 11. Barna- starf. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknar- prestur og Þórey Dögg Jónsdóttir djákni þjóna. Söngfélagið Góðir grann- ar syngur undir stjórn Egils Gunn- arssonar. Organisti Kristján Hrannar Pálsson. Eftir guðsþjónustuna bjóða Langholtssöfnuður og Eldriborgararáð kirkjugestum upp á veitingar. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. María Krístín Jónsdóttir situr við orgelið. Prestur Skúli S. Ólafsson. Söngur og sögur í barnastarfinu. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Margrét Heba Atladóttir og Ari Agnars- son. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Guðsþjón- usta og leikrit kl. 14. Sr. Pétur Þor- steinsson þjónar fyrir altari. Stopp- leikhópurinn sýnir leikritið um Hans klaufa. Óháði kórinn leiðir messusvör undir stjórn Kristjáns Hrannars. Ólafur Kristjánsson tekur á móti öllum. Maul í samverunni á eftir. SALT kristið samfélag | Sameigin- legar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut, 58-60, 3. hæð. „Út í óvissuna.“ Ræðumaður Haraldur Jó- hannsson. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar og þjón- ar fyrir altari. Kór Seljakirkju leiðir söng og organisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju syngja. Leiðtogar sjá um sunnudagaskóla. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheim- ilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknar- prestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudaga- skólahátíð kl.11. Stoppleikhópurinn sýnir leikritið um Hans klaufa. Matt- hildur Bjarnadóttir æskulýðsfulltrúi leiðir stundina. Barnakór Vídalíns- kirkju syngur undir stjórn Ingvars Al- freðssonar. Sameiginleg messa Garðaprestakalls og Víðistaðasóknar kl. 14. Sr. Henning Emil Magnússon predikar og sr. Hans Guðberg Al- freðsson þjónar fyrir altari. Garðakór- inn syngur og organisti er Jóhann Baldvinsson. Dagskrá og kaffi- samsæti í safnaðarheimili Víðistaða- kirkju í boði Víðistaðasóknar. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 fyrir eldri borgara í Víðistaða- sókn, Garðasókn og Bessastaða- sókn. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, sr. Henning Emil Magnússon og Mar- grét Gunnarsdóttir djákni þjóna. Garðakórinn syngur undir stjórn Jó- hanns Baldvinssonar. Að lokinni guðs- þjónustu syngur Gaflarakórinn undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur. Kaffiveitingar á eftir í boði Víðistaða- kirkju. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Brynja Vigdís þjónar og kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar organ- ista. Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guð- mundsson. Orð dagsins: Köllun Leví. (Lúkas 5) Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonHóladómkirkja Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.