Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Á tilboði í janúar! d line baðherbergissett, hönnunar- vara eftir danska arkitektinn og iðnhönnuðinn KnudHolscher. Í settinu er: 1wc rúlluhaldari, 1 aukarúlluhaldari, 1 wcbursti meðupphengi og2 snagar. Tilboðsverð í janúar: 31.677 kr. Fullt verð: 39.596 kr. Sendumumallt land. 20% baðherbergissett afsláttur í janúar Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hugsanlega má rekja vanlíðan ung- linga í dag til þeirra þjóðfélags- breytinga sem urðu í kjölfar hruns- ins haustið 2008. Þau sem eru unglingar núna voru á viðkvæmu aldursbili þá og mörg þeirra upp- lifðu atvinnumissi foreldra, óvissu um húsnæði og ólgu í samfélag- inu. Þetta segir Þorgerður Laufey Diðriks- dóttir, formaður Félags grunn- skólakennara. Hún segir þá kröfu að börn séu í skipulagðri starfsemi frá því að vinnudagur for- eldra hefst og þar til honum lýkur, stundum lengur, einnig spila þarna inn í. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar um heilsu og lífskjör grunnskóla- nemenda sem greint var frá í Morg- unblaðinu í gær kemur m.a. fram að rúm 39% nemenda í 10. bekk grunn- skólans finna fyrir depurð vikulega eða oftar. Ársæll Már Arnarson, prófessor á Menntavísindasviði Há- skóla Íslands, segir þar að nið- urstöðurnar sýni að miklar áskor- anir, áreiti og álag fylgi því að vera unglingur í dag. Rannsóknin sýni að líðan unglinga hafi aldrei verið verri en nú. Þorgerður segist sammála því. „Þessar niðurstöður ríma alger- lega við þann veruleika sem við kennarar þekkjum,“ segir Þorgerð- ur, sem á um 25 ára kennsluferil í grunnskólum að baki . Hún segir að á þeim tíma hafi hún orðið vör við töluverðar breytingar á andlegri líð- an nemenda til hins verra. Það megi að hluta til skrifa á reikning auk- innar tölvunotkunar og samfélags- miðlanna. „Það er þetta stanslausa áreiti. Þau eru stöðugt undir smásjá varðandi útlit og það sem þau eru að gera og það er sterk krafa um að passa í tiltekið norm.“ Annað sem Þorgerður nefnir til sögunnar sem áhrifavald í álagi á börn og unglinga er aukin þátttaka í íþrótta- og tómstundastarfi. „Við eigum margt ungt afreksfólk á ýms- um sviðum. En grunnurinn að því er oft lagður á grunnskólaárunum sam- hliða fullu námi og það þarf að horfa á vinnudag barnanna í heild. Kannski er vinnuálagið meira en þau ráða við líffræðilega, það er spurn- ing sem mætti vel velta upp,“ segir Þorgerður. Álag vegna heimanáms Eitt af því sem fram kom í rann- sókninni er að 70,5% nemenda í 10. bekk finna fyrir nokkru eða tals- verðu álagi vegna skólanámsins. Spurð hvort þetta gefi ekki tilefni til að endurskoða það heimanám sem nemendum er sett fyrir svarar Þor- gerður að það sé í raun meira eða minna alltaf í endurskoðun. En fleiri þættir komi til en magn heimanáms. Sú aðstaða sem börn hafa til að vinna það skipti máli og hvort þau eigi kost á stuðningi foreldra. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar borða 57% 10. bekkinga morgunmat alla virka daga og 18,5% þeirra borða aldrei neitt á morgn- ana. 38% þeirra segjast eiga í svefn- erfiðleikum vikulega eða oftar. Þor- gerður segir að það segi sig sjálft að svangir og þreyttir unglingar séu síður til stórræðanna. Skólafólk hafi fundið vel fyrir að börn komi svöng í skólann og nokkrir skólar hafi brugðist við með því að bjóða nem- endum sínum upp á hafragraut á morgnana og það hafi gefist vel. „Auðvitað er alltaf spurning hversu langt skólarnir eiga að ganga í þess- um efnum. Ég held að flestir séu t.d. hættir að ræða æskilegan næt- ursvefn barna við foreldra, enda eru verkefni grunnskólakennara orðin ansi mörg.“ Bera traust til kennaranna Nemendur í 10. bekk voru beðnir um að svara fullyrðingunni „Ég treysti kennurunum mínum mjög vel“. 36,9% þeirra sögðust mjög eða frekar sammála henni og þegar þau voru spurð um hvort þeim fyndist að kennurunum væri annt um sig sögð- ust 65,4% vera frekar eða mjög sam- mála því. Þorgerður segir að í þessu felist sterk traustsyfirlýsing til skól- anna og starfsfólks þeirra. „Það er virkilega dýrmætt að svona margir nemendur hafi þá tilfinningu að þau skipti máli og að þau finni að starfs- fólk skólanna beri hag þeirra fyrir brjósti.“ Að mati Þorgerðar eru rannsóknir á högum barna og unglingar afar mikilvægar, ekki síst með tilliti til bankahrunsins. „Ég veit um fjölda barna sem hafa þvælst með for- eldrum sínum húsnæði úr húsnæði um allt land í kjölfar húsnæðismissis í hruninu. Það getur ekki annað en valdið álagi.“ Kreppubörnin eru undir miklu álagi  Vinnuálag unglinga í námi og tómstundum hugsanlega meira en þau ráða við, segir formaður Félags grunnskólakennara  Stanslaust áreiti samfélagsmiðla  Koma illa sofin og svöng í skólann Aðsend mynd frá Þorgerði Samfélagsmiðlar Breytingar á andlegri líðan nemenda til hins verra má að hluta til skrifa á reikning aukinnar notkunar samfélagsmiðla, segir Þorgerður. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Vegagerðin hefur ákveðið að minnka hámarkshraða í 50 km/klst. við allar einbreiðar brýr á þjóðveginum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði. Er um að ræða 75 ein- breiðar brýr, um helmingur er á hringveginum. Þá verður viðvörun- arskiltum breytt og einnig bætt við undirmerki á ensku á viðvörunar- skiltum. Kemur þetta fram í tilkynn- ingu frá Vegagerðinni, en kostnaður er áætlaður um 70-80 milljónir króna. „Vegagerðin hefur einnig ákveðið að yfirfara hámarkshraða á þjóðveg- um í dreifbýli og minnka hann reyn- ist þess þörf eða fjölga merkingum um leiðbeinandi hraða. Þá verður gerð úttekt á vegriðum á öllum brúm á stofn- og tengivegum. Lagfæring- um verður forgangsraðað eftir ástandi brúnna og aðstæðum á hverj- um stað eftir því sem svigrúm er í fjárheimildum,“ segir í tilkynningu. Einbreiðum brúm fækkað Heildarfjöldi brúa á þeim þjóðveg- um sem teljast til stofn- og tengivega er 892. Af þessum brúm teljast 423 vera einbreiðar, þ.e. 5 metrar að breidd eða mjórri. „Mikil áhersla er lögð á að fækka einbreiðum brúm en ljóst er að langan tíma mun taka að útrýma þeim. Á undanförnum þrem- ur árum hefur staðið yfir átak varð- andi bættar merkingar við einbreið- ar brýr, sem m.a. felst í uppsetningu blikkljósa, og hafa nú allar brýr á hringveginum verið merktar á sam- bærilegan hátt og sama gildir um nokkrar brýr utan hringvegarins,“ segir þar einnig, en byrjað verður á hringvegi meðfram suðurströndinni að Jökulsárlóni en þar eru jafnframt þær einbreiðu brýr sem á er hvað mest umferð ökutækja. Aki hægar yfir einbreiðar brýr  Vegagerðin vill auka umferðaröryggi á þjóðvegum landsins Morgunblaðið/Hari Varhugavert Slysahætta getur verið mikil á einbreiðum brúm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.