Morgunblaðið - 12.01.2019, Side 13

Morgunblaðið - 12.01.2019, Side 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2019 Við þökkum þolinmæðina og hlökkum til að taka á móti ykkur í glæsilegri Vínbúð. LOKAÐ FRÁ14.JANÚAR OPIÐ Í DAG LAUGARDAG Vínbúðin í Skeifunni lokar vegna breytinga en opnar aftur í mars. Við bendum viðskiptavinum á að næstu Vínbúðir við Skeifuna eru í Skútuvogi (með lengri opnunartíma), Kringlunni og Borgartúni. VÍNBÚÐIN SKEIFUNNI unda ártugnum urðu þær að eign listamannanna og ramminn utan um sýninguna tengist einungis núverandi eign Menntamálastofn- unar. „Ég held að það sé mjög áhugavert að opna umræðuna um það hvernig kennsluefni er unnið og breytist eftir samfélagsbreyt- ingum og tíðarandanum. Við finn- um fyrir því í gegnum námsbæk- urnar hvaða hugsun var í gangi á þeim tíma sem þær eru gefnar út,“ segir Guðfinna sem telur að mikill metnaður hafi verið fyrir gerð námsefnis á þeim tíma. Hún segir að gerð námsefnis í dag sé ekki síður metnaðarfull en tæknin og áherslur hafi breyst. Á sýning- unni verði hægt að skoða fund- argerðarbækur. Sú elsta sé frá 1937 þegar Ríkisútgáfa námsbóka var stofnuð. Guðfinna segir áhugavert að sjá hvernig Ríkis- útgáfan nálgaðist kennslu- bókagerð á sínum tíma. Hrollvekjandi teikningar „Það er mikil þróun í kennslubókateikningum sem fylgir samfélagslegri þróun og túlkun listamanna á henni. Á sýn- ingunni eru teikningar úr um- deildu kennsluefni frá áttunda áratugnum,“ segir Guðfinna sem telur hugsanlegt að einhverjar myndir sem sáust í kennslubók- um fortíðar yrðu ekki samþykktar í nútímakennslubókum. Nefnir hún sem dæmi hlutverk kynjanna og mjög hrollvekjandi myndir úr þjóðsögum. Guðfinna segir sýninguna einungis brot úr sögunni og ekki vera í tímaröð, heldur sé henni raðað upp í senur. Teikningarnar séu ólíkar og sýni m.a. mannlíf, dýr, jurtir, landslag og ævintýri. „Ég vona að sýningin veki áhuga listamanna og mynd- skreyta á því að myndskeyta kennslubækur,“ segir Guðfinna sem bendir á að sýningin sé opin á sama tíma og bókasafnið til 23. febrúar og fyrirhugað sé að halda málþing í tengslum við sýn- inguna. Morgunblaðið/Eggert Nostalgía Litla gula hænan og Litla ljót ættu að kveikja minningar gesta. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, sýning- arstjóri Tíðaranda í teikningum, segir áhugavert að sjá ferillinn frá skissu til fullbúinnar teikningar og athugasemdir sem listamennirnir setji með þeim. Hún segir að mikill metnaður hafi verið lagð- ur í teikningarnar og gaman að sjá þær einar og sér og aftur þegar þær eru komnar með texta í kennslubók. Hún segir mikilvægt að Mennta- stofnun sem núverandi eigandi teikning- anna á sýningunni sem spanni árabilið 1937 fram á tíunda áratuginn, opni þessa safneign og gefi landsmönnum innsýn í heim teikninga í kennslubók- um. Hún vonar að sýningin skapi áhugaverða og gagnrýna umræðu um námsefni og þróun hennar. Stöðugt komi fram nýjar hugmyndir sem gætu orðið vettvangur fyrir þannig umræður. Guðfinna segir að foreldrar og börn geti komið saman á sýninguna og skoð- að bækurnar sem voru kenndar þegar foreldrarnir gengu í skóla og líka frá skólagöngu barnanna. Guðfinna á von á mikilli nostalgíu á sýningunni og efast ekki um að einhverjir hverfi aftur til skólaáranna Nostalgía í Bókasafni Kópavogs TEIKNINGAR Í KENNSLUBÓKUM FORTÍÐAR Tíðarandinn Teikning í gamalli kennslubók þar sem meðal annars er varað við því að teika bíla sem var hættulegur leikur og hefur nú verið lagður af.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.