Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 12

Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 12
10 veggnum, en drengurinn hjúfraði sig upp við barm lians og horfði vestur til hafsins, og faðirinn hjelt áfram sögunni í einkennilegum rómi: „En nóttina næstu dreymdi hana, að hún gengi inn í kirkjugarðinn. Henni fanst það vera að kvöldi sama dags, sem drengurinn var jarðaður. Henni fanst að verið væri að Ijúka við að moka ofan í gröfina. Fólkið, sem fylgt hafði, mætti henni innan við sáluhliðið og gekk út úr garðinum, og hún varð alein eftir. Kyrð og friður ríkti þama í kirkjugarðinum. Sólin var í þann veginn að hverfa niður fyrir sjón- öeildarhringinn, og varpaði síðustu geislunum, föl- um og mildum, á leiði og legsteina. Henni fanst engu líkara en að hverfandi kvöldsólin myndaði brosandi englaandlit á gljáandi legsteinana með bleiku aftanskininu. Vestan frá ströndinni heyrði hún landölduniðinn, og á himninum var kvöld- roðinn. Hún þóttist ganga að leiðinu drengsins síns og krjúpa við það og fella tár niður í moldina. bá fanst henni moldin verða gegnsæ og líkjast kvöld- roðanum á himninum, og hún sá niður á kistulok- ið, í gegnum það og niður í kistuna sjálfa. J>ar lá drengurinn hennar, eins og hann hafði verið lagð- ur, grafkyr og sakleysislegur, í tárhreinum lík- klæðunum, en eins og umvafinn einhverjum töfra- ljóma, sem líktist mildu tunglsljósi á heiðri ágúst- nóttu. Og birtan og dýrðin í kringum hann uxu, eftir því sem hún horfði lengur niður í gegnum tárin, og henni fanst hann aldrei hafa verið feg- urri og hreinni en nú, þar sem hann lá þama

x

Jólastjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.