Jólastjarnan - 01.12.1922, Side 13

Jólastjarnan - 01.12.1922, Side 13
11 hreyfingarlaus í kistunni, og hún ætlaði að stíga niður í gröfina og vekja hann, því henni fanst hann sofa, og hún var svo glöð. En þetta var henni ómögulegt, því leiðið og þökumar voru eins og harður múrveggur, sem aftraði henni frá að stíga einu feti nær, og það var sem hún stæði þarna við takmörk lífs og dauða, og tárin streymdu af augum hennar niður á moldina. Pá fanst henni gröfin byrja að dýpka og þrengjast og kistan með drengnum að fjarlægjast lengra og lengra niður. — Aftanskinið var horfið og sólin gengin til viðar. Kvöldskuggarnir læddust á milli leiðanna og leg- steinanna og nóttin fór 1 hönd. Hún horfði stöð- ugt niður í gröfina á andlit drengsins, sem fjar- lægðist með hverju augnablikinu; en ljóminn yfir andliti hans varð æ bjartari og bjartari og breiddi sig út í kringum hann, og henni fanst sem hún sæi niður í tæra vatnslind, þar sem kvöldstjarnan frá dimmbláum næturhimninum speglaði sig í lygn- unni. pá fanst henni augu drengsins opnast og var- ir hans bærast, og í gegnum kvöldblæinn, sem kom vestan af hafinu og þýðlega strauk um, vanga hennar og eyru, þóttist hún heyra vísur þessar af vörum drengsins : Gráttu ei, mamma! Góða nótt! Gott er hjer að sofa og dreyma; englar syngja sætt og rótt sönginn, sem jeg lærði heima. Sætt mig dreymir sólarlag; svíf jeg út um víða heima. Lit jeg yfir liðinn dag; Ijúft er þig í hug að geyma.

x

Jólastjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.