Jólastjarnan - 01.12.1922, Side 18
16
anum undir fótunum. Greinamar hjengu á trján-
um, þunglamalegar og máttvana, undir þungum
og kristallsglærum ísklumpum frostþokunnar.
Og hann hjelt áfram að reika fram og aftur inn-
an um hinn óteljandi trjáafjölda skógarins, og
nam við og við staðar við eitthvert nýgræðings-
furutrjeð, og athugaði það.
„þetta mundi nú einmitt vera hið rjetta“, sagði
hann loks við sjálfan sig. En mátti hann það? Hjer
var þó stranglega bannað að gjöra hin minstu skóg-
arspj öll.
En í kvöld hafði Jesúbamið sent hann hingað,
bamið, sem hafði látið skóginn vaxa svo fagran og
ríkulegan, og hjer hafði faðir hans gróðursett og
ræktað margar þúsundir trjáa. Hversvegna gat það
þá verið synd að hnupla einu jólatrje handa henni
Magdalenu litlu?
Hann þreif upp vasahnífinn, — eitt öflugt hnífs-
bragð — og angandi og rennilegt jólatrje lá við
fætur hans.
Alt í einu kvað við reiðióp og tveir menn vopn-
aðir veiðibyssum stóðu frammi fyrir honum. það
var skógareigandinn sjálfur, von Gallheim, og
skógarvörður hans.
„Loks höfum við þó hendur í hári þínu, þrem-
illinn þinn“, öskraði skógarvörðurinn. „í mörg ár
hafa illar hendur verið að verki í skógi vomm. Hjer
er þá þjófurinn".
„0, o, þið þurfið ekki að kalla mig því nafni“,
þrumaði Lorenz. „Jeg er enginn þjófur, herrar
mínir. Jeg hefi aldrei á æfi minni hreyft við