Jólastjarnan - 01.12.1922, Page 22
20
„Hjálpi oss öllum“, sagði þá einn af leitarmönn-
unum. „Jeg held að skaparinn ætli að láta okkur
bera hjer beinin“.
III.
„þetta eru döpur jól“, andvarpaði einnig kon-
an hans Kola-Lenz, í litla húsinu í skóginum. Hún
gekk út að glugganum og hraðaði sjer fram að
dyrunum í hvert skifti, þegar eitthvert hljóð
heyrðist fyrir utan; en enginn kom. „Hann pabbi
kemur líklega of seint til Jesúbamsins", sagði
Magdalena.
Móðirin hristi höfuðið.
„Til Jesúbamsins kemur hann ekki of seint, en
jeg hefi aldrei þráð hann eins og nú. það hefir
verið yfir mjer einhver óhugur í allan dag. Farðu
að hátta þig, Magdalena“.
það var klappað á rúðuna. „Gott kvöld“, var
sagt fyrir utan. En það var ekki hann.
Skógarhöggsmaður einn, sem einhverra hluta
vegna var orðinn seinn í því, slangraði þama fram
hjá og sendi tóninn inn um gluggann.
„þið þarna, hú. Hvað hefir hann gjört?“
„Hver?“
„Hann“.
„Hvað, hvað ertu að segja? Hvað meinar þú?“
kallaði konan hrædd, og hraðaði sjer út að glugg-
anum. „Veistu hvar hann er?“
,,Ó, jeg hefi nú sjeð til þeirra. Hatturinn slútti
reyndar í meira lagi niður á ennið, en jeg þekti
hann nú samt, og ekki mun hann hafa haft laus-
ar hendurnar“.