Jólastjarnan - 01.12.1922, Side 23

Jólastjarnan - 01.12.1922, Side 23
21 Konan hljóðaði upp yfir sig\ Skógarhöggsmað- urinn gekk sína leið. pannig var nú kominn grátur og kvíði í litla húsið í staðinn fyrir jólabarnið. En máske var það ekki nema aðeins einhver góður fyrirboði, því þar sem hjörtun bíða opin eftir Jesúbarninu, geta vond- ir gestir ekki dvalið. „Farðu nú að hátta þig, Magdalena“. Stúlkan leit undrandi og vonsvikin upp á móður sína og augun fyltust af tárum. Voru þá engin jól? Móð- irin þerraði tárin af augum hennar. J>að var alt og sumt, sem hún gat gjört fyrir hana. Og móðirin bljes aftur og aftur í glæðurnar í ofninum, til að halda eldinum lifandi, og í hvert skifti sem loginn dó, og hætti að snarka í spón- unum, fanst Magdalenu sem hún heyrði einhvers- staðar gráthljóð, og þá spurði hún um föður sinn á ný. „Vertu góð“, sagði þá móðirin. það var hið eina svar, sem hún gat gefið henni upp á spumingu hennar, en svo bætti hún við eftir litla þögn: „Fað- ir þinn er áreiðanlega að leita að Jesúbarninu, en hefir ef til vill vilst eitthvað í skóginum". „Hann hlýtur að finna það“, sagði Magdalena. „Jesúbarnið kvað vera í gyltri treyju, og augu þess Ijóma eins og stjörnur“. „Já“, sagði móðirin og andvarpaði og svo varð þögn. J>að leið fram á nóttina. Úti fyrir þaut vindur- inn, og mjöllin þjappaðist upp að glugganum. Yfir fjöll og dali fer ljómi fagnaðarins á hinni heilögu nóttu.

x

Jólastjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólastjarnan
https://timarit.is/publication/1336

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.