Jólastjarnan - 01.12.1922, Qupperneq 39
37
mamma, „jeg er ekki veikur, ofurlítið þreyttur kannske
•— það er alt og sumt“.
,Blessað barnið! J>ú leggur of mikið að þjer. Ó, að
jeg skuli vera svona ónýt“, sagði frú Lind.
„Nei, mamma, segðu þetta ekki, drektu heldur mjólk-
ina og borðaðu brauðið".
„það er hart að vera fátækur", hjelt frú Lind áfram,
„og þó er það ekki verst af öllu“.
„Jeg veit hvað verst er af öllu“, sagði Elsa litla.
„Kenslukonan okkar sagði í dag, að það væri betra að
vera ráðvandur og fátækur heldur en ríkur og óráð-
vandur“.
„Já, það er alveg satt, Elsa mín“, sagði mamma henn-
ar og strauk brúnu, hroknu hárlokkana hennar. „Mundu
altaf eftir því, að Guð elskar fátæklinginn ekki síst, já,
öllu fremur, en ráðvandur verður hann að vera og
góður. — En heyrðu mig, Frans minn! það gengur eitt-
hvað að þjer, þú ert svo fölur".
„þjer sýnist það bara, mamma“, sagði Frans. „Komdu,
Elsa, nú skulum við láta mömmu vera í friði. Far þú að
sofa, en jeg stekk eftir skamtinum, svo sefurðu vært í
nótt, elsku mamma, og verður hressari á morgun".
„þakka þjer fyrir, góði drengurinn hennar mömmu“,
sagði móðir hans og klappaði á hendina hans. „Hvernig
ætli færi, ef þú værir ekki, sem altaf ert svo góður og
nærgætinn? — Hvað sagði verkstjórinn annars? Var
hann reiður?“
„Jeg hefi ekkert talað við hann i dag“, svaraði Frans
þungt hugsandi.
„Ekki talað neitt við hann! Nú, en þú fjekst þó pen-
ingana hjá honum“.
„Já, já, mamma", sagði Frans og lirökk við; — „já,