Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Side 6
6 17. maí 2019FRÉTTIR P jetur og Mayeth Gud- mundsson hafa verið gift í tæp ellefu ár og mestan hluta hjónabandsins hafa þau búið erlendis. Saman eiga þau tíu ára gamla dóttur. Pjetur er ís- lenskur ríkisborgari en Mayeth frá Filippseyjum. Fjölskyldan hefur búið saman í Kópavoginum síð- an í fyrra en þann 6. maí ákváðu starfsmenn Útlendingastofnunar að synja henni um dvalarleyfi og vísa úr landi vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á nægar tekjur heimilisins. Ekki er hægt að vísa Pjetri og dótturinni, Aimee Ás- laugu, úr landi en Mayeth var gert að yfirgefa landið innan 15 daga, ellegar verði það gert með valdi. Hamingjusamlega gift „Við kynntumst fyrir tólf eða þrettán árum. Þá bjó ég í Noregi og starfaði sem sjómaður. Síðasta sumar fannst okkur vera rétti tím- inn fyrir okkur að búa öll saman hérna á Íslandi og þær komu í júní eða júlí,“ segir Pjetur í samtali við DV. Seinna um sumarið, þann 27. ágúst, lagði Mayeth inn umsókn um dvalarleyfi til Útlendingastofn- unar, sem maki Íslendings. Pjetur segir að öllum nauðsynlegum pappírum hafi verið skilað inn, þar á meðal staðgreiðsluyfirliti yfir tekjur ársins. Um haustið hóf dóttirin skólagöngu í Kópavogi. „Hún vildi auðvitað geta fengið sér vinnu og að við gæt- um lifað eðlilegu heimilishaldi eins og flestir aðrir. En hún fær ekki kennitölu nema hún sé kom- in með dvalarleyfi. Við erum ham- ingjusamlega gift. Við byggðum heimili á Filippseyjum en við vilj- um búa hérna og að dóttir okk- ar fái tækifæri til að læra íslensku og kynnast rótum sínum hérna. Ég þekki fólk sem hefur gengið í hent- ugleikahjónaband. En við erum ekki að því. Núna er henni gert að yfirgefa landið, annars verður hún þvinguð burt. Þá má hún ekki koma aftur í minnst tvö ár.“ Bréfið sent á íslensku Pjetur starfaði í yfir þrjá áratugi á sjónum en fyrir fjórum árum varð hann öryrki, um það leyti sem hann sjálfur flutti til Íslands. Hann fékk heilahimnubólgu og síðan sýkingu sem krafðist þess að skera varð upp í heila og fjarlægja æða- gúlp. Hefur hann reglulega feng- ið mikil höfuðverkjaköst síðan. Hann fær þó aðeins hálfar bætur frá Tryggingastofnun, rúmlega 157 þúsund krónur á mánuði. Mayeth og dóttirin hafa allan hjóna- bandstímann búið á Filippseyjum og Pjetur reglulega flogið þangað. „Þeir segja að þetta sé ekki nóg fyrir okkur til að framfleyta okkur, en ég hef nú geta lifað af þessu. Við erum í ódýru húsnæði og við græjum okkur. Það er líka nýfall- inn dómur erlendis sem mun hafa áhrif hér um bætur fólks á milli landa og ég á að fá 100 prósent bætur á næsta ári, segja þeir hjá Tryggingastofnun. Verður þá öll- um greitt samtímis og afturvirkt. Konan mín vill líka vinna og vill hafa möguleikann til að ferðast á milli Íslands og Filippseyja. Við eigum gott heimili þar líka.“ Pjetur segir að formsfram- kvæmd Útlendingastofnunar hafi verið með nokkrum ólíkindum. Fyrir það fyrsta þá hafi úrskurður- inn tekið átta mánuði og fjölskyld- an lifað í óvissu allan þann tíma. Þá hafi Mayeth sent inn umsókn- ina á ensku, þar sem hún talar ekki íslensku, en ákvörðunin var send til hennar á íslensku. Þar sem Pjet- ur hafi ekki formlega verið skráður sem umboðsmaður þá hafi hann ekki mátt sjá neina pappíra, en vitaskuld lásu þau bréfið saman. „Þær voru báðar grátandi þegar komið var með bréfið í ábyrgðar- pósti klukkan tíu í gærkvöldi, og gátu ekkert sofið um nóttina. Ég og dóttir okkar erum náin en hún er meira háð móður sinni. Þessi úr- skurður þýðir að hún mun í reynd þurfa að hætta í skólanum hérna og fara með.“ Heimilt að víkja frá skilyrðum vegna veikinda og sanngirnisraka DV sendi fyrirspurn til Útlendinga- stofnunar með nægum fyrirvara og enn hafa ekki borist svör, önnur en þau að vísað var í upplýsingar um framfærslu. Þórhildur Ósk Hagalín upplýsingafulltrúi sagði að trygg framfærsla væri eitt af grunnskilyrðunum fyrir veitingu dvalarleyfis, samkvæmt lögum um útlendinga. „Útlendingastofnun miðar lág- marksframfærslu við grunnfjár- hæð fjárhagsaðstoðar Reykja- víkurborgar. Upphæðir miðast við tekjur fyrir skatt. Einstakling- ur 189.875 kr. á mánuði. Hjón 284.813 kr. á mánuði. Athugið að um sambúðarmaka gildir fram- færsluviðmið fyrir einstakling. Viðbótarframfærsla vegna fjöl- skyldumeðlims 18 og eldri, 94.938 kr. á mánuði. Samkvæmt. 57. grein laga um útlendinga er heimilt að víkja frá skilyrði um trygga fram- færslu hafi framfærsla verið ótrygg um skamma hríð vegna atvinnu- leysis, slyss eða veikinda eða vegna sambærilegra ástæðna og eins ef ríkar sanngirnisástæður mæla með því.“ Mál Pjeturs og Mayeth er ekki það fyrsta sinnar tegundar sem kemur upp á Íslandi. Árið 2010 var fjallað um sambærilegt mál í DV. Átti þá að sundra fjölskyldu á Bolungarvík í sundur vegna ónógra launa en eiginkonan í því tilviki, Thais de Freitas, var frá Brasilíu. Eiginmaðurinn, Valur Magnússon, gat ekki sýnt fram á nægar tekjur en hann vann í fiski og lítill afli hafði veiðst á miðunum þetta árið. Áttu þau saman tvö ung börn á þeim tíma. Eftir umfjöll- unina fór svo að fjölskyldan mátti búa saman hér á landi. n NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR HJALLABRÚN 25, 810 HVERAGERÐI 37.600.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Byggingarlóð 160 M2 6 SÖLKUGATA 20, 270 MOSFELLSBÆR 69.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Raðhús 210 M2 5 BORGARHOLTSBRAUT 15, 200 KÓPAVOGUR 74.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Einbýli 155 M2 4 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 www.gimli.is BJÓÐUM UPPÁ FRÍTT SÖLUVERÐMAT „Þessi úrskurður þýð- ir að hún mun í reynd þurfa að hætta í skólanum hérna og fara með Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Útlendingastofnun sundrar fjölskyldu M Y N D : H A N N A /D V n Hamingjusamlega gift í meira en áratug n Eiga tíu ára gamla dóttur n Geta ekki sýnt fram á nægar tekjur Búa í Kópavogi Mayeth, Aimee Áslaug og Pjetur Gudmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.