Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2019, Page 42
42 FÓKUS - VIÐTAL 17. maí 2019
breskum skóla, á þeim tíma var
ég með breskan kærasta, og þetta
hékk saman, að ég gæti búið hjá
honum af því skólinn var dýr. Svo
lauk því sambandi og draumnum
um skólann líka. Þannig að örlög-
in hafa valdið því að ég er eins og
ég er hér í dag.“
Skemmtileg störf komu í veg
fyrir útskrift
Sambandsslitin við þann breska
voru ákveðinn vendipunktur og
langt var í að Margrét myndi klára
BA-námið í enskunni. „Ég var
búin að hjakka í náminu í þrjú ár
og frekar langt í að ég myndi klára.
Ég var að blogga á þessum tíma og
maður hjá Iceland Express hafði
samband við mig, sagði að ég væri
skemmtilegur penni og bauð mér
vinnu við að skrifa fyrir fyrirtækið.
Ég var líka að vinna í Þjóðleikhús-
inu við að selja kaffi í hléum, spila
sem plötusnúður og kenna dans
í Kramhúsinu. Þannig að það var
rosalega lítill tími fyrir námið því
öll störfin mín voru svo skemmti-
leg!“ segir Margrét.
Drottning kynnist
kabarettsenunni
Í sömu viku og sá breski hvarf úr
lífi Margrétar kom happdrættis-
vinningur frá Háskóla Íslands í
hendur hennar. „Ein milljón var
mikill peningur fyrir 23 ára konu.
Ég sá fyrir mér að ég þyrfti ekki að
vinna um sumarið eins og alltaf
þannig að ég fór að skoða hvort ég
gæti verið í New York, en ég hafði
heimsótt borgina einu sinni áður
og fannst hún geggjuð.“
Svo heppilega vildi til að Mar-
grét hafði flutt karókíhóp frá
borginni inn nokkrum mánuð-
um áður og átti því fjölda vina í
New York og einn þeirra var að
fara í Evrópureisu og leigði Mar-
gréti herbergið sitt í þrjá mánuði.
Margrét fór á uppistandssýningar
og karókí, fór í masterclass-tíma
í magadansi og kynntist fjölda
kabarettlistafólks. Þeirra á með-
al var Reggie Watts, sem starfar í
dag sem hljómsveitarstjóri í þátt-
um James Corden, The Late Late
Show.
„Þetta tímabil var fullkomið,
dollarinn var 80 krónur og ég lifði
eins og drottning og var að fíla mig
í tætlur. Watts spurði hvort ég væri
eitthvað að sýna úti og þegar ég
sagðist ekki vera með leyfi til þess,
þá sagði hann að það væri alveg
horft fram hjá því í þessum bransa,
ef það væri í stuttan tíma og ég
væri með flugmiða heim,“ segir
Margrét sem var ráðin í tvær vikur
á Box, stórum, þekktum og vinsæl-
um kabarettstað. „Þar kynntist ég
heimi sem ég vissi ekki að væri til,
dragheiminum, fullorðinssirkus
og fleira. Þarna kynntist ég fólki
sem varð nokkrum árum seinna
risastór nöfn, eins og Lady Gaga
sem ég hoppaði upp úr köku með.
Eitt kvöldið var ég látin leysa af,
sett í pínubrækur og brjóstadúska
og ég blés flórsykri yfir mini Mari-
lyn Manson og ég hugsaði að
þetta væri það skemmtilegasta
sem ég hefði gert. Ég sá að það er
hægt að eiga stórkostlegt líf með
því að skemmta í 20 mínútur á
kvöldi. Þetta breytti gjörsamlega
lífi mínu.“
Sirkussenan á Íslandi verður að
veruleika
Í lok sumarsins langaði Margréti
ekki heim, var miður sín að vera að
yfirgefa klúbba- og kabarettsen-
una og var grátandi í kveðjupartí-
inu sínu. Vinir hennar stöppuðu í
hana stálinu og sögðu hana vera
að hugsa þetta rangt. „Þú ert með
tækifærið sem við vildum óska
að við hefðum. New York verður
alltaf hérna fyrir þig. Þú ferð heim
til Íslands og býrð til þína rödd þar,
sögðu þau við mig og eftir að ég fór
heim höfðu þau reglulega sam-
band og spurðu hvort ég væri byrj-
uð,“ segir Margrét, sem gerði ekk-
ert fyrr en hún sá auglýsingu um
ókeypis sirkustíma á sunnudögum
í Kramhúsinu.
„Þetta er fólkið,“ hugsaði ég og
úr þessum hópi varð Sirkus Ís-
lands til, sem Lee Nelson stofnaði.
Ég vann með þeim í tíu ár og við
bjuggum líka til fullorðinssirkus-
inn Skinnsemi, sem ég er ofboðs-
lega stolt af að hafa komið að,“
segir Margrét, sem þó hætti til að
sinna öðru. „Það var ekki endi-
lega takmarkið að vinna við þetta,
heldur að búa til platform og gera
eitthvað meira fyrir skemmtanalíf-
ið en fara bara á barinn og detta í
það. Þótt ég hafi hætt, þá er mikið
samstarf á milli okkar og við erum
að lána skemmtikrafta hingað og
þangað og öll að vinna saman að
því að þessi sena sé til staðar.“
Aðspurð hvort að ekki sé kom-
inn tími til að kabarettsenan
eignist sinn fasta stað, sitt eigið
hús, segir Margrét að það væri
draumurinn. „Við erum að vinna í
því á fimm ára planinu. Reykjavík
kabarett er í samstarfi við Slipp-
er Room í New York, sem tek-
ur svona 200 manns þegar þétt er
setið. Hann er með áhorfenda-
palla á tveimur hæðum og þar er
pláss fyrir loftfimleika og af því
að lofthæðin er mikil þá er hægt
að vera með eld, það er dansgólf
og það eru ljós og reykvélar og
frábær kokteilalisti, sem er mjög
mikilvægt. James, sem hannaði
staðinn, langar að koma hingað
og hanna stað hér, þetta eru allt
miklir draumar en það hefur svo
oft gerst í mínu lífi að ég hef átt
drauma og svo rætast þeir, þannig
að ég hef fulla trú á að þetta muni
gerast,“ segir Margrét.
„Ég var að koma heim úr
Evrópuferðalagi þar sem ég kom
fram í flottum leikhúsum, en upp-
áhaldssýningarnar voru eins og í
Eistlandi þar sem voru 50 manns
í salnum og það var bara pakkað.
Og í Berlín þar sem var reykt inni
og sviðið var ógeðslega klístrað og
það voru bara 40 manns í stöpp-
uðum áhorfendasalnum og það
var frábært. Fjaðravængirnir mín-
ir lykta eins og Kaffibarinn árið
1999 og það er bara æðislegt,“ segir
Margrét. „Þannig að þetta má ekki
vera of flott og það er bara áskorun
fyrir alla og ég fæ svo mikla fróun
úr því að segja, „það er uppselt“.“
Áreitni jakkalakka í
dauðateygjum
Margrét hefur áður tjáð sig í viðtöl-
um um kynferðislega áreitni sem
hún hefur orðið fyrir í starfi sínu,
en hún segir hana hafa minnkað
eftir að hún byrjaði að tjá sig um
hana opinberlega. „Það er hins
vegar ekki út af mannvirðingu við
mig heldur af því að þeir vilja ekki
setja fyrirtæki sitt í vonda stöðu.
Eftir að áreitnin varð mikil, þá tek
ég með fylgdarmann með mér,
rukka meira fyrir og greiði honum
síðan laun.“
Áreitnin var ekki mest á þeim
tímum sem mætti halda, á sýn-
ingum að kvöldi til þegar vín var
haft um hönd. „Í burlesque er
þetta mjög skýrt: hér er ég, hér er
sviðið, hér eru áhorfendur og svo
eru það fleiri konur sem mæta á
sýningar en karlar. Áreitnin var
mest og oftast þegar ég var með
fyrirlestra eða að stjórna ráðstefn-
um að degi til eða að vinna sem
plötusnúður. Samkvæmt minni
upplifun tengt störfum sem áður
voru karlastörf, en ungar, sterkar
og klárar konur eru að koma inn í.
Þessir menn eru ekki steríótýpan
af dónaköllum sem einhverjir hafa
kannski. Nei, þetta eru menntaðir
jakkalakkar sem eru hræddir um
stöður sínar og áreitnin er svona
síðustu dauðateygjur þeirra til að
toga mig niður og sýna að þeir hafi
yfir höndina.“
Úr skriftu á skjá allra
landsmanna
Á sirkustímanum hafði Margrét
einnig tíma fyrir allt þetta RÚV-
stúss eins og hún orðar það sjálf.
„Ég frétti að það væri laust starf
og sótti um, en besti vinur minn,
Atli Viðar, var að vinna sem skrifta
í sunnudagsþáttum Evu Maríu og
var að hætta.
Ég starfaði sem skrifta í hálft ár
og ef einhver er að lesa þetta sem
vill byrja í fjölmiðlum þá er skrifta
besta leiðin inn, sérstaklega ef þú
vilt verða dagskrárgerðarmann-
eskja í sjónvarpi. Þú lærir allt:
hvernig hugmyndirnar verða til,
hvernig þú átt að framkvæma þær,
við hvern þú átt að tala innan-
húss, lærir alla tækniterminólóg-
íu, kynnist öllu staffinu af því þú
ert bara í blóðrásinni.
Síðan bað Sigmar í Kast-
ljósinu mig um að leysa Ragnhildi
Steinunni af, en hún var að fara í
fæðingarorlof. Honum fannst við
Heiða skemmtilegar og með góða
efnisnálgun. Síðan, þegar Ragn-
hildur Steinunn kom aftur, kom í
ljós að starfið á Rás 2 beið ekki eftir
mér og ég fékk smá panikkkast, en
Sigmar stóð við bakið á mér sem
endranær, hann er klettur þessi
maður, og ég fékk að vera áfram og
var í Kastljósinu árin 2010–2016.
Það var ótrúlega gaman að
vera í Kastljósinu, en það eyði-
lagði mig þó fyrir lífstíð, ég held
að ég geti aldrei aftur verið í 9–5
vinnu eins og þú þekkir eflaust,“
og blaðamaður kinkar kolli og
skilur fullkomlega hvað Margrét á
við. „Maður þrífst á því að enginn
dagur er eins, alltaf að tala við
nýtt og nýtt fólk og maður sýgur
í sig gleðina og dugnaðinn í fólk-
inu sem maður er að tala við,“ seg-
ir Margrét og nefnir að á þessum
árum var Kastljósið, sem dæmi, að
opinbera barnaníðinga, með sam-
starf við Wikileaks og fleira. „Þó að
ég væri mest að tala við einhverja
hunda með sólgleraugu og popp-
hljómsveitir þá fann ég að mað-
ur var hluti af mikilvægu batteríi.
Samstarfið var gott, og að kynnast
fólki eins og Agli Eðvarðs, og vinna
náið með Brynju og Þóru, fólki
sem er miklar fyrirmyndir, það er
mikilvægt fyrir unga konu og ég
hefði aldrei viljað sleppa þessu
þótt ég hefði orðið sár þegar ég
var látin fara. En ég væri ekki hér í
dag ef Kastljósið hefði ekki komið
til, bæði að fá vinnuna og að missa
hana, af því að ég veit að ég gæti
ekki veislustýrt eins mikið og ég
geri nema af því fólk man eftir mér
sem stelpunni úr sjónvarpinu.“
Miðborgarbarn alið upp í kær-
leika og kristilegum gildum
Margrét er uppalin á Bergstaða-
stræti, býr núna á Óðinsgötu og
MATSÖLUSTAÐUR
SKEMMTISTAÐUR
RÁÐSTEFNUR
ÁRSHÁTÍÐIR
VEISLUR
RÁIN ER ALHLIÐA VEITINGAHÚS
Í REYKJANESBÆJARhjarta
Gengin 20
vikur Margrét
er glæsileg á
meðgöngunni.
„Lífsgleði
gefur svo
mikið“